Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. október 2021 23 Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps boðar til fundar vegna endurskoðunar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 20. október í Félagsheimilinu Borg. Húsið opnar klukkan 19:30 og áætlað er að fundinum ljúki klukkan 21:30. Fundardagskrá er eftirfarandi: - Kynning frá Gísla Gíslasyni skipulagsráðgjafa hjá EFLU um aðalskipulagið - Umræður um tillögu að nýju aðalskipulagi Að lokum gefst íbúum, fasteignaeigendum og öðrum hagsmunaaðilum kostur á að ræða við skipulagsráðgjafa og vinnuhópinn, sem samanstendur af sveitarstjórn og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins, um einstök atriði í endurskoðun aðalskipulagsins. Fundurinn er opinn öllum þeim sem vilja kynna sér og ræða helstu viðfangsefni og áherslur sveitarfélagsins í endurskoðuðu aðalskipulagi. F.h. Grímsnes- og Grafningshrepps Ása Valdís Árnadóttir Oddviti Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020 - 2032 Frávik ehf er nýtt fyrirtæki sem að bíður upp á ráðgjöf og kennslu í flestu er við kemur matvælaframleiðslu. Við bjóðum upp á: Aðstoð við næringargildisútreikninginga og innihaldslýsingar. Aðstoða við gerð verkferla og gæðaeftirlit fyrir matvælaframleiðendur. Námskeið í úrbeiningu, pylsu- og kæfugerð fyrir skóla eða fyrirtæki. Jónas Þórólfsson, kjötiðnaðarmaður Rúnar Ingi Guðjónsson, kjötiðnaðarmeistari 848-4695 fravikehf@gmail.com Við erum á Facebook og Instagram Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR gerðir dráttarvéla Japan samþykkti sína grunn vetn- isstefnu árið 2017. Þessi stefna gerir ráð fyrir að nota vetni bæði á heimilum og í iðnað. Enn frem- ur er vetni samþætt í 10 af 14 forgangstæknivæðingu í grænni vaxtarstefnu Japans sem gefin var út árið 2020. Vetnisstefna Japans er hluti af því langtímamarkmiði landsins að verða óháð innfluttu jarðefnaeldsneyti. Japan stefnir að því að tutt- ugufalda vetnisnotkun sína til ársins 2030, eða úr um 300.000 tonnum í 6 milljónir tonna. Þessi hraða þensla endurspeglar hækkun á hlut vetnis í núverandi frumorkunotkun úr 0,2% í um 4,5%. Gert er ráð fyrir að aukin eftirspurn samsvari um 300.000 tonn af vetni úr endurnýjanlegri orku sem framleitt verði innanlands árið 2030 og 5-10 milljónum tonna árið 2050. Eftirspurnaraukningunni verður að hluta mætt með innflutningi á jarð- gasi til vetnisframleiðslu og „grænu“ vetni. Þá er stefnt að því að innlend vetnisframleiðsla verði 100% úr endurnýjanlegri orku fyrir árið 2030. Líkt og í Kína hefur Japan stuðlað að notkun vetnis í flutningageiranum síðan árið 2000. Árið 2030 stefnir Japan á að hafa 800.000 bíla með efnarafölum, en sá fjöldi samsvar- ar um 1% þeirra bíla sem nú eru skráðir. Vetnis-efnarafalar fyrir japönsk heimili Athyglisvert er að Japan sér einnig fyrir sér notkun vetnis til að fram- leiða raforku fyrir íbúðarhúsnæði. Þannig er gert ráð fyrir uppsetningu á 5,3 milljónum efnarafala fyrir árið 2030 sem munu framleiða stað- bundna raforku m.a. til að kynda heimili og knýja iðnfyrirtæki. Til að ná þessari víðtæku notk- un vetnis í hagkerfinu hyggjast Japanir ná fjölþætum markmiðum um lækkun kostnaðar og orkunýtni, þar sem verulegar rannsóknar- og þróunaráætlanir eru tengdar þess- um tímamótum. Með stuðningi við umtalsverðar opinberar fjárfestingar vinnur Japan að uppbyggingu vetn- isinnviða í landinu, ásamt viðeig- andi umbótum í regluverki, niður- greiðslum auk þess að koma á fót alþjóðlegri vetnisframboðskeðju, sem nú er gert ráð fyrir í tveimur sýnikennsluverkefnum í Ástralíu og Brunei. /HKr. Kínverjar öflugastir í vetnisframleiðslu – Stefna enn hærra og taka risaskref í vetnisvæðingu á komandi árum Kína er nú stærsti vetnisframleið- andi heims með yfir 20 milljónir tonna, en það er að mestu fram- leitt með kolaorku. Til viðbótar við algenga notkun vetnis eins og sem hráefnis til olíuhreinsunar eða til ammoníaksframleiðslu, hefur landið einnig sett sér markmið fyrir vetnisnotkun í flutninga- geiranum. Kínverska vetnisbandalagið (China Hydrogen Alliance) gerir ráð fyrir að vetnisiðnaðurinn skili 1 trilljón yuan (um 152,6 milljörð- um dollara) inn í hagkerfi Kína árið 2030. Þá muni eftirspurnin nema 35 milljónum tonna, eða að minnsta kosti 5% af orku Kínverja. Stórauka hlutdeild „græns“ vetnis Sem hluti af nýútkominni fjórtándu fimm ára áætluninni, hefur vetni verið skilgreint sem forgangsverk- efni í vaxandi iðnaði í Kína með það að markmiði að auka hlut vetnis úr endurnýjanlegri orku í 50% af heildar vetnisframleiðslunni árið 2030. Þetta þýðir veruleg skuldbindingar, miðað við núverandi stöðu sem landsins sem treysti á kol til vetnisfram- leiðslu. Kolefnisföngun og geymsla (Carbon capture and storage - CCS) tækninni er einnig ætlað að gegna mikilvægu hlutverki í Kína líkt og í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir að framtíðar- notkun vetnis í Kína verði tilgreind í innlendri vetnisþróunarstefnu, sem á eftir að birta. Í Shandong er til dæmis unnið að því að þróa vetnisklasa í iðnaði, þar sem mismunandi notk- unartækifæri vetnis eru samtvinnuð. Tilraunaverkefni til að framleiða stál með „grænu“ vetni hefur einnig verið hleypt af stokkunum. Þar að auki fela héraðsáætlanir í sér flýt- ingu á uppbyggingu dreifikerfis og vetnisstöðva fyrir samgöngur og innleiðingu bíla með vetnis- efnarafölum, en 61 áfyllingarstöð var komin í gagnið á árinu 2020. Að auki búast markaðsathugunarmenn við að núverandi niðurgreiðslur og fjárfestingaráætlanir í flutninga- geiranum nái til vetnisafgreiðslu og geymslu sem og til kolefnisföngunar og í þróun rafgreiningartækni. Framleiða grænt vetni í Innri-Mongólíu Orkustofnun Innri-Mongólíu hefur gefið leyfi fyrir klasa sólar- og vindorkuvera við borgirnar Ordos og Baotou sem mun nota 1,85 gíga- vött af sólarorku og 370 megavött af vindorku til að framleiða 66.900 tonn af „grænu“ vetni á ári, samkvæmt skýrslu samtaka um eflingu vetn- isorkuiðnaðar, Hydrogen Energy Industry Promotion Association. Framkvæmdir munu hefjast nú í október og á framleiðslan að vera komin í gang um mitt ár 2023, sam- kvæmt frétt Bloomberg Green þann 18. ágúst síðastliðinn. /HKr. UTAN ÚR HEIMI Japanir með metnaðarfulla stefnu í vetnisvæðingu – Hyggjast líka rafvæða heimilin með vetnisefnarafölum ALLAR GERÐIR TJAKKA SMÍÐUM OG GERUM VIÐ VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 www.vhe.is • sala@vhe.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.