Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. október 2021 31 FJÓSAINNRÉTTINGAR DSD fjósainnréttingar sem framleiddar eru í Hollandi eru sérsmíðaðar fyrir íslenskar kýr og hafa þegar sannað gildi sitt í íslenskum fjósum. Innréttingarnar eru hannaðar og prófaðar eftir ströngustu gæðakröfum og miða að velferð bæði dýra og manna. Áralöng reynsla hefur leitt af sér innréttingakerfi sem auðvelt er að aðlaga nánast öllum þörfum nútímafjósa. Hafðu samband: bondi@byko.is Til á lager Bústólpi ehf - fóður og áburður • Oddeyrartanga • 600 Akureyri bustolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is JIII HVAÐ ÉG HLAKKA TIL AÐ FLETTA ÞESSUM EGGrún er ný fóðurlína fyrir unga og varpfuglaLely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 HAUGSUGU- DÆLUR 6,500 - 9,500 11,000 - 13,500 lítra HAUGSUGUHLUTIR VARAHLUTIR LÍF&STARF Sveppahringurinn á lóð sundlaugarinnar á Selfossi búinn til úr sveppum, mjög sérstakt að sjá. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstakur sveppa- hringur á Selfossi Starfsmenn og gestir Sundhallar Selfoss hafa velt því mikið fyrir sér í haust af hverju sveppir hafa myndað hring á lóðinni, fallegan hring þar sem enginn er að troðast fram yfir og reyna að vera meira áberandi en aðrir í hringnum. „Sveppir vaxa út frá einum punkti í allar áttir og úr verður hringur. Síðan þegar þeir hafa vaxið í nokkra áratugi þá verður hringurinn nokkuð bein lína og oft drepst einhver hluti svepps og þá vantar hluta í hringinn. Af myndinni að dæma finnst mér líklegast að þetta sé einhver ljóska, Hebeloma-tegund. Þær tegundir mynda svepprót með ýmsum trjám og eru aspir og birki meðal þeirra trjáa sem tengjast ljóskum í svepprótarsambandi. En þá ætti að vera tré í miðjum hringnum þannig að þetta getur líka verið einhver annar sveppur með brúnt gróduft sem vex þarna. Á myndinni sér maður hattsvepp í sveppabaug en það er ekki séns að sjá hvaða sveppur þetta gæti verið,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. /MHH Íslenska fyrirtækið Betri svefn: Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel – Eitt fyrirtæki og eitt embætti fengu svefnvottun Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað meðal íslenskra fyrirtækja varðandi svefnheilsu starfsmanna. Ef fólk kemur illa sofið í vinnuna er meiri hætta á mistökum hjá starfsfólki og slysahætta eykst. Að sama skapi veikir svefnleysi ónæmiskerfið og svefnlausir starfsmenn taka allt að 100% fleiri veikindadaga heldur en þeir sem sofa vel. „Það er því ánægjulegt að sjá hversu margir íslenskir stjórnendur eru farnir að taka þennan þátt inn í almenna heilsueflingu starfsmanna og sífellt fleiri fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum upp á fræðslu um svefn, skimun fyrir svefnvanda og meðferð fyrir þá sem komnir eru í vanda,“ segir Erla Björnsdóttir hjá Betri svefni. Borgað fyrir svefninn Fyrirtækið Klaki gerði nýlega skemmtilega tilraun með sínu starfsfólki þar sem starfsmönnum var greiddur bónus vikulega ef þeir sváfu nóg. Verkefnið hefur farið vel af stað og er starfsfólk að ná við- miðum u.þ.b. aðra hverja viku að meðaltali. Starfsfólk lýsir áhrifum þannig að þreyta sé minni og að vart sé við aukna vellíðan. Miklar vonir eru bundnar við langtímaáhrif bættra svefnvenja hjá starfsfólki og hefur fyrirtækið því ákveðið að gera launa- viðbæturnar varanlegar. Þá segir Erla að embætti ríkislögreglustjóra hafi einnig verið að vinna markvisst með svefnheilsu sinna starfsmanna en þar fengu allir starfsmenn fræðslu um svefn, skimað var fyrir svefn- vanda meðal starfsmanna og þeim sem sváfu illa var boðin aðstoð til að bæta svefninn. Það vita það allir að álag í starfi hjá lögreglumönnum er mikið, vaktir oft óreglulegar og verkefni sem þeir fást við sem krefj- ast mikillar einbeitingar, snerpu og úthalds og því er sérstaklega mikil- vægt að þeir sem sinna þessu starfi séu vel úthvíldir. Bæði þessi fyr- irtæki hlutu í dag gæðastimpil frá fyrirtækinu Betri svefn um að vera svefnvottuð fyrirtæki. Þessi vottun staðfestir að stjórnendur hafa lagt sig fram um að fræða starfsfólk um svefn og bjóða uppá aðstoð fyrir þá sem glíma við svefnvanda. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.