Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. október 2021 49 Fljótleg og hlý húfa úr einni hespu af dvergabandi frá Uppspuna. Nafnið MÓTBÁRUR kemur til vegna þess að kaðlarnir, sem mynda bárur, snúa gegnt hver öðrum og togast á sitt á hvað. Höfundur: Hulda Brynjólfsdóttir. Stærðir: (XS-M) L-XXL) Efni: Dvergaband 100 grömm / 100 metrar 40 cm hringprjónn nr. 5,5 mm Hjálparprjónn fyrir kaðlaprjón. Sokkaprjónar nr. 5,5 mm Útskýring á kaðlaprjóni: Í þessari uppskrift eru kaðlarnir látnir mætast, þannig að annar kaðallinn er prjónaður til vinstri og hinn til hægri. Til að prjóna til vinstri eru 3 lykkjur settar á hjálparprjón og teknar fram fyrir stykkið. Næstu 3 lykkjur eru prjónaðar sléttar og síðan lykkjurnar af hjálparprjóninum sléttar. Til að prjóna kaðal til hægri, eru lykkjurnar á hjálpar- prjóninum settar aftur fyrir stykkið, næstu 3 lykkjur prjónaðar sléttar og síðan lykkjurnar af hjálpar- prjóninum sléttar. Leiðbeiningar um kaðlaprjón má finna á slóðinni: https://www.youtube.com/ watch?v=V0Gm9nTP1z4 Uppskrift: Fitjið upp (64) 80 lykkjur á hringprjón nr 5,5. Ef þið prjónið laust er best að nota 5,0 í báðar stærðirnar, en ef þið prjónið fast, er ágætt að nota stærri prjónastærðina. Prjónið á eftirfarandi hátt: Umferð 1 og 2: Prj. sl fram og til baka. Tengið í hring og prjónið áfram 2L brugðnar, 6L slétt; 5 umferðir. Prjónið kaðla í sléttu lykkjurnar. Kaðlarnir eru látnir snúa á móti hvorum öðrum með því að taka 3 lykkjur framfyrir stykkið annars vegar og aftur fyrir stykkið hins vegar. Þ.e.a.s. fyrst prjónið þið 2L brugðnar, Prjónið kaðal með því að taka 3L á hjálparprjón fram fyrir stykkið, prjóna næstu 3L sléttar og síðan af hjálparprjóninum. Prjónið 2L brugðnar, Prjónið næsta kaðal með því að taka 3L á hjálparprjón aftur fyrir stykkið, prjóna næstu 3L og síðan af hjálparprjóninum. Þetta er endurtekið út umferðina. Prjónið kaðla á þennan hátt með 7 umferðum á milli. Húfan er prjónuð áfram á þennan hátt þar til hún mælist (16) 18 cm. Þá er byrjað að taka saman. Fyrst eru brugðnu lykkjurnar prjónaðar saman brugðnar allan hringinn. Prjónið eina umferð á hefðbundinn hátt. Prjónið næstu umferð þar sem 4. og 5. lykkja í köð- lunum eru prjónaðar saman til vinstri (takið eina lykkju framaf prjóninum, prjónið næstu slétt og steyðið þeirri óprjónuðu yfir). Prjónið eina umferð á hefðbundinn hátt. Prjónið næstu umferð, þar sem 2. og 3. lykkja eru prjónaðar saman Prjónið eina umferð á hefðbund- inn hátt. Prjónið næstu umferð þannig að tvær lykkjur eru prjónaðar saman og tvær lykkjur saman til vinstri og ein lykkja brugðin allan hringinn. Prjónið næstu umferð þannig að sléttu lykkjurnar eru prjónaðar saman. Ef þörf er á kaðalsnúning í úrtökunni, prjónið þá eina umferð á hefðbundinn hátt eftir snúninginn, áður en haldið er áfram með úrtökuna. Slítið frá, dragið þráðinn í gegnum lykkjurnar, saumið inn enda, saumið stroffið saman. Skolið og leggið til þerris. Húfan Mótbárur HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 2 4 1 8 7 4 5 6 1 8 2 3 9 6 5 7 8 1 2 5 4 9 Þyngst 1 8 7 2 6 9 5 7 1 2 3 5 5 9 7 6 8 4 2 9 8 1 3 5 3 9 4 7 1 8 4 2 7 9 6 8 7 3 5 4 1 5 1 6 1 3 8 2 4 7 1 5 8 4 3 7 8 2 3 1 3 6 4 9 4 8 9 4 6 1 6 8 2 1 Ætla að spila með landsliðinu FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Sonja Salín er 9 ára gömul. Hún veit fátt skemmtilegra en að leika sér með vinkonum sínum og vera í fótbolta. Nafn: Sonja Salín Hilmarsdóttir. Aldur: 9 ára. Stjörnumerki: Hrútur. Búseta: Ég bý í Krikahverfi í Mosfellsbæ. Skóli: Krikaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Lestrarstund og íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Páfagaukur. Uppáhaldsmatur: Tókýó sushi og núðlusúpa. Uppáhaldshljómsveit: Katy Perry. Uppáhaldskvikmynd: Hobbitinn. Fyrsta minning þín? Það er þegar ég var pínulítil í útlöndum og ég var alltaf að hlaupa niður stigann og afi greip mig alltaf. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi fótbolta og fimleika. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Spila með landsliðinu í fótbolta og fara á HM. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég hoppaði ofan í jökulkaldan læk. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór í sumarbústað og spil- aði á helling af fótboltamótum. Næst » Ég skora á Sögu Pálu, vin- konu mína, að svara næst. Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 Lely Center Ísland Landbúnaðarleikföng Í Þingborg fæst tvíband og einband, sérvalin alíslensk lambsull. Tvíbandið er í uppskriftinni hér í blaðinu, einstakt band sem er frábært í jafnt vettlinga, sokka sem peysur. www.thingborg.is www.ullarvikan.is Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Gleraugu með glampa og rispuvörn Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0 19.900 kr. Margskipt gleraugu Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tv r vikur) 39.900 kr. gleraugu umgjörð og gler
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.