Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. október 202142 Hönnun fjósa hefur tekið miklum breytingum á undanförnum ára- tugum en frekar litlar breytingar hafa þó orðið á því hvernig fjósin eru byggð. Langoftast hafa fjós bæði hér á landi og víða í norður- hluta Evrópu verið annaðhvort staðsteypt eða einhvers konar form af yleiningahúsum og þá oftast annaðhvort límtrés- eða stálgrindahús. Fyrir nokkrum árum fór að bera á meiri fjölbreytileika við byggingu fjósa erlendis og þannig eru til í dag fjós sem eru í raun í grunninn byggð sem gróðurhús, þ.e. með glerþaki, svo dæmi sé tekið, en slík hönnun bygginga er nokkuð ódýrari en ger- ist og gengur um fjósbyggingar. Nýverið var svo byggt áhugavert fjós í Svíþjóð, en það er klætt með dúk og var sú lausn valin þar sem hún var mun hagkvæmari en aðrar lausnir. En það er meira en byggingin sem slík sem er áhugaverð við þetta fjós, því í fjósinu er notað trjákurl í allar stíur en ekki hálmur eins og oft er gert. Kanadísk hönnun Þessi tegund bygginga er hönnuð í Kanada og er í dag notuð í raun víða sem gripahús fyrir bæði nautgripi og annað búfé og byggingarnar eru afar bjartar enda kemst dagsbirta í gegnum dúkinn sem gefur einstakt umhverfi fyrir búféð. Þessar byggingar, sem eru auð- vitað óeinangraðar, eru oft einnig án allra veggeininga þ.e. ekki með fasta útveggi heldur bara dúk alveg niður að jörð. Dúkurinn sem er á hlið fjósanna er svo upprúllanlegur og þegar og ef heitt er í veðri má opna hliðarnar alveg sem gerir nærum- hverfi nautgripanna enn betra. Steypa álagsstaði Þó svo að þessi fjósgerð sé nán- ast laus við alla steypu þá sleppa bændur ekki alveg svo vel því bæði þarf að steypa sökkuleiningar sem stoðirnar festast við sem og þar sem álagssvæði gripanna eru eins og t.d. fóðurgang og mögulega gangsvæði í og við mjaltaþjóna svo dæmi sé tekið auk þess sem setja þarf steypta palla undir drykkjarsvæði svo ekki sé hætta á því að vatn sullist niður í undirlagið. Trjákurl Trjákurl er aukaafurð sem fellur til við skógrækt og framleiðsla á því mun einungis vaxa á Íslandi á komandi árum. Þetta gæti því verið einkar áhugavert fyrir búfjáreigendur að kynna sér frekar. Þegar búnar eru til stíur fyrir trjákurlsmottur eru þær í raun gerðar eins og hálmstíur, þ.e. djúpar stíur sem kurlið er sett í og svo unnið með og bætt við jafnt og þétt þar til stían er tæmd og byrjað upp á nýtt. Í Svíþjóð má byggja fjós án þess að vera með botn í þeim ef jarðveg- urinn undir er leirskotinn og sparast því mikið magn af steypu. Rétt er að Á FAGLEGUM NÓTUM Nú er nýafstaðin verkefna- vika á Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Nemendur fá þá verklega kennslu í ýmsum fögum og fara í heimsóknir í gróðrarstöðvar og önnur fyrirtæki sem tengjast garðyrkjunáminu, vinna verklegar æfingar og spreyta sig á ýmsum verkefnum. Í öllum hornum eru nemendahópar við störf, á nám- skeiðum eða í annarri fræðslu. Hér eru nokkrar svipmyndir sem sýna brot af því sem nemend- ur tóku sér fyrir hendur. GARÐYRKJUSKÓLINN Á REYKJUM Líf og fjör í Lotuviku á Reykjum Nemar á blómaskreytingabrautinni útbúa fallegar skreytingar sem prýða Garðyrkjuskólann. Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Tjaldfjós getur í raun litið út líkt og hefðbundið fjós eins og sjá má. Tjaldfjós með trjákurli Í tjaldfjósum þarf að steypa álagsfleti. Vegna þess hve dúkurinn er léttur, er þakbyggingin einnig léttbyggð. Trjákurl þarf að meðhöndla rétt svo það henti sem undirlag fyrir nautgripi. Hálmur úr iðnaðarhampi sem ræktaður var á Reykjum sl. sum- ar, ætlaður til jarðgerðarverkefna. Garð- og skógarplöntubrautin við plöntugreiningar og fræsöfnun á Reykjum. Fuglaskoðunarferðir eru fastur liður í kennslu í dýrafræði. Athugun á mismunandi jarðvegs- blöndum með lífrænum og tilbún- um áburði og uppeldi elriplantna. Skógtækninemar fræðast um öryggisatriði í meðferð véla til grisjunar og skógarhöggs. Molta úr mötuneytinu á Reykjum ásamt stoðefni er notuð í ræktun- artilraunir í gróðurhúsunum. Býflugnarækt er kennd á Reykjum. Hér er verið að setja saman ramma í býflugnabú. Skrúðgarðyrkjunemar við æfingar í verknámshúsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.