Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. október 20214 FRÉTTIR Vaxtarrými er nýr viðskiptahraðall á Norðurlandi – Fyrsta verkefni regnhlífarsamtaka nýsköpunar á Norðurlandi Átta nýsköpunarteymi af Norður ­ landi taka þátt í nýjum viðskipta­ hraðli á Norðurlandi sem heitir Vaxtarrými og hófst 4. október og stendur yfir í átta vikur. Markmið Vaxtarrýmisins er að hjálpa teymunum að vaxa hratt á þessum átta vikum og á þeirra forsendum. Dagskráin er sérhönnuð með þarfir þátttökuteymanna í huga. Teymin hitta reynslumikla leið- beinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja á Norðurlandi og víða, sitja vinnustofur og fræðslu- fundi og mynda sterkt tengslanet sín á milli. Hraðallinn fer að mestu leyti fram á netinu en jafnframt hittast teymin fjórum sinnum meðan á hraðlinum stendur á vinnustofum á völdum stöðum á Norðurlandi. Vaxtarrými fyrsta verkefni Norðanáttar Vaxtarrými er fyrsta verkefni ný- stofnaðra regnhlífarsamtaka nýsköp- unar á Norðurlandi undir heitinu Norðanátt, en að þeim koma Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Eimur, Nýsköpun í norðri, nýsköpunar miðstöðin Hraðið og ráðgjafar fyrirtækið RATA. Stuðningsaðili Vaxtarrýmis er Fallorka. Norðanátt byggir á hringrás árlegra viðburða þar sem frumkvöðl- ar fá tækifæri til að þróa hugmyndir sínar, vaxa og ná lengra. Hringrásin samanstendur af lausnamóti, vinnu- smiðju, viðskiptahraðli og fjárfesta- móti. Stoðkerfið verði alltaf tilbúið fyrir góða hugmynd Sesselja Barðdal er framkvæmda stjóri Eims og segir hún að Norðanátt hafi fengið styrk úr Lóunni, nýsköpunar- sjóði stjórnvalda fyrir landsbyggð- ina. „Verkefnið hlaut styrk upp á sjö milljónir, en verkefnið felst í því að á hverju ári verði röð viðburða, það er lausnamót, frumkvöðlasmiðja, við- skiptahraðall og fjárfestahátíð. Verkefnið gengur út á að sama hvaða tíma árs árs þú færð hugmynd þá sé stoðumhverfið tilbúið með verk- færi til að þróa hugmyndina áfram og alltaf sé í boði frekari framþróun á hugmyndinni. Styrkurinn verður nýttur til að keyra átta vikna hraðalinn Vaxtarrými nú í haust og í framhaldi af því verður haldin fjárfestahátíð,“ segir Sesselja. Alþjóðleg fyrirmynd Að sögn Sesselju byggir Vaxtarrýmið á alþjóðlegri fyrirmynd en þó klæð- skerasniðin að þörfum frumkvöðla og fyrirtækja á Norðurlandi. „Það býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar og góðan undirbún- ing fyrir fjármögnun. Þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið,“ segir hún. /smh Þátttakendur í Vaxtarrými eru eftirfarandi: Mýsköpun Mýsköpun snýr að tilraunaræktun á smáþörungum til að þróa og framleiða spirulina duft sem fæðubótarefni. Plastgarðar Plastgarðar þróa heyrúllupoka sem hægt er að nota ár eftir ár og skapa þannig hringrásarhagkerfi landbúnaðarplasts. Íslandsþari Íslandsþari hyggst nýta jarðhita til að vinna verðmætar afurðir úr stórþara sem vex í miklu magni við Norðurland. Verkefnið byggist á sjálfbærni, fullnýtingu og fullvinnslu hráefnisins í sátt við náttúruna. Mýsilica MýSilica framleiðir hágæða húðvörur úr náttúrulegum kísil ásamt öðrum steinefnum sem fyrirfinnast í nærumhverfinu. Fyrirtækið nýtir auðlindir sem eru í dag ónýttar og skapa þannig verðmæti. Nægtarbrunnur náttúrunnar Nægtarbrunnur náttúrunnar er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur það að markmiði að þróa og hefja framleiðslu nýrra drykkjarvara úr staðbundnu hráefni, til dæmis grasöl og rabarbarafreyðivín. Icelandic Eider Icelandic Eider sérhæfir sig í fullvinnslu æðardúns og þróun á útivistarvörum. Um er að ræða sjálfbærar vörur þar sem dúnninn fellur til af villtum fuglum og til hreinsunar er notast við jarðvarma af svæðinu. Austan Vatna Austan Vatna framleiðir Chimicurri-sósur og fullvinnur kjötafurðir. Notast er við staðbundin hráefni og lögð áhersla á mikilvægi samspils náttúru og dýra. Ektafiskur Ektafiskur framleiðir næringarríkan saltstein fyrir búfé úr afsalti sem fellur til við söltun á fiski. Icelandic Eider sérhæfir sig í fullvinnslu æðardúns og þróun á útivistarvörum. Um er að ræða sjálfbærar vörur þar sem dúnninn fellur til af villtum fuglum og til hreinsunar er notast við jarðvarma af svæðinu. Austan Vatna framleiðir Chimicurri- sósur og fullvinnur kjötafurðir. Stress í lambakjöti: Aðbúnaðurinn skiptir sköpum – fyrir fjárflutninga í sláturhús og einnig á staðnum Í samstarfsverkefni sem unnið hefur verið að hjá Matís á undanförnum árum – og hefur þann tilgang að afla þekkingar sem mun nýtast til að tryggja gæði íslensks lambakjöts – hefur komið í ljós að aðbúnaður og fóðrun sláturlamba heima á bæjum fyrir flutninga hefur meira um það að segja hvort stress komi fram í kjötinu, en sjálfur flutningurinn í sláturhúsið. Sama má segja um rag, vigtun og ómmælingar skömmu fyrir flutning sem líka hefur neikvæð áhrif. Nýlegar rannsóknir benda til að hvíld og fóðrun á sláturstað skipti einnig sköpum varðandi kjötgæðin. Guðjón Þorkelsson og Óli Þór Hilmarsson, starfsmenn Matís, segja að ljóst sé að meðferð fyrir og eftir slátrun hefur áhrif á kjötgæðin, það er hvort lömbin séu þreytt, örmagna eða stressuð við slátrun. „Það hefur komið fram í okkar rannsóknum og sýnatökum að flutningurinn sjálfur veldur ekki stresseinkennum í kjöti heldur sé það fyrst og fremst öll meðferð fyrir flutninga. Einnig virðist flutningslengdin ekki skipta máli,“ segir Guðjón. „Þar sem ekki hefur verið hugað að fóðrun og vatnsbúskap gripanna fyrir flutninga hefur stundum borið á stresseinkennum,“ bætir Guðjón við. „Það hefur líka komið í ljós í nýlegum rannsóknum okkar að það geti skipt sköpum á sláturstað að aðbúnaðurinn sé góður og nýlegar niðurstöður okkar benda til að þar sem til dæmis fóðrun er í lagi, séu miklar líkur á að það verði einnig í lagi með kjötið,“ bendir Óli Þór á. Um dýravelferðarmál líka að ræða „Þetta er að sjálfsögðu dýravelferðar- mál. Bændur, flutnings aðilar, réttar- stjórar og annað starfsfólk í slátur- húsum hafa lengi verið meðvitaðir um þetta. Í rannsókninni er þetta sett í sam- hengi við reglugerðir um meðhöndl- un sláturdýra í sláturhúsi og við vernd dýra við aflífun, túlkun og útfærslu þeirra. Stress fyrir slátrun hefur mikil áhrif á kjötgæði. Kjötið verður dökkt, þurrt, seigt og geymist illa. Þess vegna er verðfellt ef stress finnst í nautakjöti,“ segir Guðjón. Einföld sýrustigsmæling Guðjón segir að hægt sé að finna stress í kjöti með einfaldri sýru- stigsmælingu í vöðva daginn eftir slátrun. Eðlilegt sýrustig eigi að vera frá 5,4–5,8. Kjöt með hærra sýrustig sé flokkað sem stresskjöt. „Í rannsókninni núna í haust var verið að kanna hvort þetta eigi við fyrir lambakjöt eða hvort viðmiðunargildið eigi að vera hærra, til dæmis eins og í nautakjöti þar sem miðað er við 6,0. Við veljum kjöt með mismunandi sýrustigi og frystum það og mælum svo rýrnun, lit, bragðgæði og skurðkraft til að kanna hvort þessir þættir breytist með vaxandi sýrustigi. Síðan vonumst við til að geta lagt til viðmiðunargildi fyrir sýrustig til að túlka þær mælingar,“ segir hann. Stressið minnkað aðeins Á undanförnum árum hafa starfsmenn Matís staðið að sýrustigsmælingum í sláturtíð. Haustið 2016 var gerð stór rannsókn á vöðvum 800 skrokka af lömbum frá fjórum ræktunarbúum. „Niðurstaðan varðandi stress þá var að um tíu prósent hryggvöðvanna var stresskjöt með sýrustig hærra en 5,8. Það var of hátt hlutfall sem þurfti að lækka verulega með fræðslu, ráð- gjöf og eftirliti. Í fyrrahaust var sýrustigið mælt í lambakjöti í þremur sláturhúsum frá 22 bæjum, jafnframt því sem gátlist- ar voru fylltir út. Þá var níu prósent kjötsins að meðaltali stresskjöt ef miðað er við sýrustig 5,8 en 1,4 pró- sent ef miðað er við 6,0. Nokkrir bæir skáru sig úr með ekkert stresskjöt á meðan aðrir bæir voru með frekar hátt hlutfall,“ segir Guðjón. Hann segir að ástandið hafi þannig skánað en hægt sé að bæta það enn þá meira. Það skipti máli varðandi velferð lambanna, gæði kjötsins, ímynd greinarinnar og markaðsmálin. Aðilar að verkefninu um rannsókn- ir á gæðum íslenska lambakjötsins, eru auk Matís; RML, Landbúnaðarháskóli Íslands, Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Fjallalamb og SAH afurðir. /smh Guðjón Þorkelsson og Óli Þór Hilmarsson, starfsmenn Matís, að störfum við sýnatökur á Blönduósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.