Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. október 202122 UTAN ÚR HEIMI Vetni lykilatriði í stefnumótandi framtíðarsýn orkumála Evrópusambandsins: Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn setja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingu Nokkur ríki innan ESB sam- þykktu vetnisstefnu árið 2020. Það voru Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn. Þau skuldbundu sig einnig einnig til að leggja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingar- áform á árunum 2021 til 2026. Þar af mun Þýskaland leggja til 3 milljarða evra, Ítalía 3 millj- arða, Frakkland 2 milljarða, Spánn 1,5 milljarða og gert er ráð fyrir að um 1 milljarður evra komi bæði frá Póllandi og Rúmeníu. Enn fremur var hleypt af stokk- un á árinu 2020 mikilvægu verk- efni ESB um sameiginlega hags- muni Evrópu í vetni (Important Project of Common European Interest - IPCEI). Á þetta verkefni að flýta fyrir stofnun evrópskrar vetnisverðmyndunarkeðju. Metnaðarstig er mismunandi milli landa, en er greinilega hátt í sumum tilfellum. Þannig stefnir Þýskaland að því að byggja upp 5 GW framleiðslugetu á vetni fyrir árið 2030 sem lið í að ná því markmiði að vera þá komið með 90-110 TWh vetnisnotkun á landsvísu. Þetta er um það bil 4% af heildarorkunotkun Þýskalands. Til að ná þessum áformum hefur Þýskaland tryggt 9 milljarða evra fjármögnun í gegnum vetnis- væðingarstefnu ríkisins. Áætlanir Frakklands eru enn metnaðarfyllri með markmið um rafgreiningargetu upp á 6,5 GW árið 2030 og með 7 milljarða evra framlagi af opinberu fé til ársins 2030 til að kynna vetnisnotkun í iðnaði og samgöngum. Ítalía hefur einnig samþykkt innlenda vetnisstefnu sem miðar fyrst og fremst að 5 GW rafgrein- ingargetu árið 2030, eða 2% af heildarorkuþörf landsins. Það auk- ist síðan upp í 20% af endanlegri orkuþörf árið 2050. Spánn stefnir á 4 GW af raf- greiningargetu, sem á að ná með 9 milljarða evra ríkisframlagi og einkafjárfestingu fyrir árið 2030. Bretland stefnir hátt í vetnisvæðingu Bretland er nú komið út úr ESB og afhjúpaði stefnu sína í ágúst 2021 um að þróa það sem stjórnvöld skil- greina sem „leiðandi vetnisbúskap í heiminum“. Þar er vetni skilgreint sem lykilþáttur í orkuskiptum, sér- staklega í rafmagni, iðnaði og að hluta til í flutningageiranum. Að framboðssíðunni er aðalmark- miðið að þróa 5 GW kolefnisvetn- isframleiðslugetu árið 2030 (svipað og Þýskaland og Ítalía). Það á að leiða til að um 20-35% af orkunotkun landsins verði með vetni árið 2050. Á eftirspurnarhliðinni er mark- miðið að láta vetni gegna mikilvægu hlutverki við að kolefnisjafna þá geira sem nú nota vetni sem fram- leitt er með jarðefnaeldsneyti, svo sem í efnaiðnaði og olíuhreinsunar- stöðvum, sem og svo til upphitunar íbúðarhúsnæðis. Einnig til að fram- leiða rafmagn í ákveðum flutningum. Um 10% breskra heimila verði kynt með vetni árið 2035 Athygli vekur hversu miklar væntingar eru til Bretlands varðandi hlutverk vetnis í hitaveitum fyrir íbúðarhús- næði. Það gerir ráð fyrir að um það bil 1 TWh (Terawattstundir) af heimilis- hitunarþörfinni komi frá vetni árið 2030. Það myndi gera 67.000 heim- ilum kleift að skipta úr jarðgasi í vetni á hverju ári. Stefnan miðar síðan á að skala verkefnið upp í 45 TWh fyrir árið 2035, til að ná til 10% af heimilis- hitunarþörfinni með vetni árið 2035. Vetni verði notað á stóra bíla og lestir Í samgöngumálum er mikilvægt að nefna að í stefnunni er ekki gert ráð fyrir að nota vetni á fólksbíla, heldur aðeins þá hluti sem erfiðara verður að rafvæða, svo sem siglingar, flug, vörubíla, rútur og lestir. Vetnið skapi 100.000 störf árið 2050 Áætlunin gerir ráð fyrir að vetnis- búskapur í Bretlandi verði 900 millj- óna punda virði og skapi yfir 9.000 störf fyrir árið 2030. Einnig að hugs- anlega hækki hann í 100.000 störf og 13 milljarða punda árið 2050. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Ráðgert er að vetni komið við sögu í flestum þáttum samgangna i framtíðinni. Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus kynnti á síðasta ári áætlanir sínar um Airbus Zero e flugvélar framtíðarinnar sem munu nota vetni sem orkugjafa. Bandaríkin og Kína stefna hátt í innleiðingu vetnislausna í samgöngum og iðnaði Notkun á vetni í heiminum nam um 115 milljónum tonna á árinu 2020 og fór það að langmestu leyti til iðnaðarframleiðslu, m.a. á ammoníaki og áburði. Þar af framleiðir Kína um 20 milljónir tonna. Gert er ráð fyrir að eftir- spurnin vaxi í meira en 200 millj- ónir tonna árið 2030 og í 530 millj- ónir tonna árið 2050 samkvæmt „Net Zero by 2050“ skýrslu Alþjóðaorkustofnunarinnar IEA sem kom út í maí 2021. Aðrir spá jafnvel talsvert hraðari aukningu. Framleiðsla á því sem skilgreint er sem lágkolefnisvetni í heimin- um nam 460.000 tonnum árið 2020 og var þá ekki nema um 0,4% af heildarframleiðslu vetnis. Áætlað er að hún verði komin í 55.000 tonn á árinu 2021 og 1.450.000 tonn á árinu 2023. Samkvæmt tölum IEA á lágkolefnavetni sem framleitt er með endurnýjanlegri orku eða öðrum orkugjöfum þar sem kolefni er endurheimt úr afgasinu við fram- leiðsluna að vera komið í 7.920.000 tonn árið 2030. Harður vöxtur Markaðurinn fyrir vetnisframleiðslu í heiminum hefur verið að vaxa ört á undanförnum árum. Samkvæmt tölum BusinessWire velti hann 142 milljörðum dollara á árinu 2019 og er áætlað að hann vaxi um 9,2% á ári og verði kominn í 201 milljarð dollara árið 2025. Hátt raforkuverð eins og nú er t.d. í Evrópu getur haft verulega neikvæð áhrif á þessa þróun. Talið er að orkuverðið þurfi að vera undir 30 dollarar á megawattstund áður en „grænt“ vetni sem unnið er með endurnýjanlegum orkugjöfum verð- ur samkeppnisfært við „blátt“ vetni sem framleitt er með jarðefnaelds- neyti og sumir kalla reyndar „grátt“ vetni. Hægari þróun í Bandaríkjunum Bandaríkin hafa farið aðeins hægar í áætlanir um vetnisinnleiðingu en Kína og Evrópusambandið og munu byrja að þróa innlenda stefnu um hreint vetni eftir að lög um fjárfestingar, störf og innviða- uppbyggingu hafa verið samþykkt. Hingað til hefur vetnisáætlun (Hydrogen Program Plan) og vetn- isstefna (Hydrogen Strategy) orku- málaráðuneytsins (DoE) boðið upp á stefnumótandi ramma til að gera vetni að hagkvæmum kosti sem víða verður tiltæk og byggi á tækni sem hægt er að treysta á. Þá verði það að órjúfanlegan hluta í fjölda geira efnahagslífsins um allt land. Til að uppfylla stefnumörkunar- sýnina einblína Bandaríkin bæði á vetnisframleiðslu sem byggist á jarð- efnaeldsneyti og úr endurnýjanlegri orku. Þess vegna ætla Bandaríkin að nýta kolefnisföngun og geymslu (Carbon capture and storage - CCS) til að draga úr losun en treysta enn á framleiðslu vetnis með jarðgasi. Nokkrar leiðir í vetnisframleiðslu Í lögum um fjárfestingar og störf í mannvirkjum er gert ráð fyrir að minnsta kosti fjórar svæðisbundnar vetnisstöðvar sem byggja á hreinni orku sem framleiði eldsneyti til upp- hitunar og flutninga. Að minnsta kosti tvö myndu vera á svæðum í Bandaríkjunum þar sem mikið er af gasi í jörðu. Ein vetnisstöðin myndi framleiða úr jarðefnaelds- neyti, önnur myndi nota endurnýj- anlega orku og enn ein kjarnorku. Kol er einnig skráð sem hugsanleg uppspretta vetnisframleiðslu. Ekkert markmið er um að auka framleiðslu á vetni úr endurnýjanlegum orku- lindum hefur verið sett í frumvarpið. Enn fremur notar löggjöfin mjög umdeilda skilgreiningu á hreinu vetni. Þar er miðað við að það kallist „hreint“ vetni þó að við framleiðslu á hverju kíló falli til tvö kg af koltví- sýringi (CO2) Vetni fyrir iðnað og þyngri ökutæki Svipað og ESB sjá Bandaríkin fyrir sér áframhaldandi og aukna notkun vetnis í olíuhreinsun til skamms tíma. Að auki stefna Bandaríkin á að nota vetni sem flytjanlegan orku- miðil. Gert er ráð fyrir að nota vetni á vetnisefnarafala þungra ökutækja sem og í efnaiðnaði. Á sama tíma mun vetni koma í stað jarðefnaelds- neytis í iðnaðarferlum, til dæmis við framleiðslu á stáli og sementi. Til lengri tíma litið er gert ráð fyrir að vetni verði samþættur hluti af orkukerfinu, sem veiti möguleika á geymslu og miðlunar á orku til styttri og lengri tíma og til annarrar notkunar en á rafmagni. Bandaríkin miða einkum að því að nýta fjárfestingar í rann- sóknum og þróun til að sigrast á tæknilegum hindrunum. Veita styrki til rannsókna og þróunar og sýnikennsluverkefna. Þó að opin- berar vetnisfjárfestingar af hálfu orkumálaráðuneytisins hafi verið takmarkaðar við um 150 milljón- ir dala á ári árið 2017, þá er gert ráð fyrir fjárfestingum í störfum og mannvirkjum upp á allt að 9 millj- arða dollara frá 2022 til 2026. Því verða fjárfestingar í Bandaríkjunum svipaðar og í áætlun ESB. Af 9 milljörðum dala munu 8 milljarð- ar fara til þróunar svæðisbundinna vetnisstöðva þar sem orkan verður nýtt til upphitunar húsnæðis og í flutninga. Milljarði til viðbótar verður ráðstafað til rannsókna og þróunar og sýningarverkefna fyrir rafgreiningartæki. Ef Bandaríkin geta haldið þess- um markmiðum áætlar orkumála- ráðuneytið að áformin muni leiða til fjór- til sexföldunar á eftirspurn eftir vetni fyrir árið 2050. Vetni gæti þá mögulega staðið fyrir allt að 14% af heildarorkuþörf Bandaríkjanna árið 2050. Kínverjar stefna hátt í vetnisvæðingu og hafa þegar komið upp yfir 60 áfyllingarstöðvum fyrir vetnisknúin ökutæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.