Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. október 202112
Um 65% íbúa í Húnavatnshreppi
vilja að hafnar verði viðræður
við Blönduósbæ um sameiningu
sveitarfélaganna.
Þetta var niðurstaða í skoðana
könnun sem gerð var í hreppnum
samhliða alþingiskosningum.
Alls tóku 337 kjósendur þátt í
skoðanakönnuninni, 147 eða tæp
65% sögðu já, nei sögðu 76 íbúar
eða ríflega 33% og auðir seðlar voru
4, eða tæp 2%.
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps
hefur skipað þrjá fulltrúa í samstarfs
nefnd sem á að kanna möguleika á
sameiningu sveitarfélaganna. Stefnt
er að því að samstarfsnefndin skili
áliti í nóvember næstkomandi með
það fyrir augum að kynning tillög
unnar hefjist í desember og að kjör
dagur verði í janúar árið 2022.
/MÞÞ
Á dögunum var undir ritaður
áframhaldandi samstarfs samn
ingur Líflands og Meistara
deildar innar í hestaíþróttum.
Deildin mun því á komandi
keppnistímabili heita „Meistaradeild
Líflands í hestaíþróttum“.
„Samstarfssamningurinn við
Lífland er ákaflega mikilvægur
fyrir Meistaradeildina, það skiptir
okkur öllu máli að hafa jafn traustan
samstarfsaðila og Lífland er, aðila
sem er tilbúinn að hlúa vel að hesta
íþróttum, með svona sterkan sam
starfsaðila þá er hægt að gera alla
umgjörð keppniskvölda sýnilegri,
ásamt því að halda þeim glæsileika
sem deildin hefur verið lofuð fyrir
síðustu árin.
Meistaradeild Líflands í hesta
íþróttum er sýnd í beinni útsendingu
úti um allan heim, áhorf hérlendis og
erlendis vex með ári hverju og því
mikilvægt að vanda alla umgjörð,“
segir Sigurbjörn Eiríksson, formað
ur Meistaradeildar Líflands í hesta
íþróttum. /MHH
FRÉTTIR
Þórir Haraldsson, forstjóri Líflands, og Sigurbjörn Eiríksson, formaður Meist-
aradeildar Líflands í hestaíþróttum, handsala samninginn eftir undirskrift.
Meistaradeild hestaíþrótta og Líflands:
Áframhaldandi samstarf
Hugsanleg sameining við Blönduós:
Meirihlutinn fylgjandi
sameiningarviðræðum
Víðidalsfjall.
Kosið um stóra sameiningu á Suðurlandi:
Íbúar Ásahrepps sögðu nei
Kosið var um sameiningu fimm
sveitarfélaga í Rangárvalla og
VesturSkaftafellssýslu laugar
daginn 25. september samhliða
alþingskosningunum. Niður
staðan var sú að sameiningin
varð felld vegna andstöðu íbúa
í Ásahreppi.
Íbúar fjögurra sveitarfé
laga sögðu já en það voru íbúar
Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps,
Rangárþings eystra og Rangárþings
ytra. Íbúar Ásahrepps sögðu hins
vegar nei með miklum meirihluta
atkvæða. Það þýðir að ekkert
verður af sameiningaráformum
sveitarfélaganna, því það hefði
þurft meirihluta samþykki í öllum
sveitarfélögunum fyrir sameiningu.
Möguleiki á minni sameiningu
„Einn valmöguleikinn hlýtur nú
að vera að kosið verði aftur í þeim
fjórum sveitarfélögum, sem sam
þykktu og kannað hvort íbúar vilji
að sameiningin gangi í gegn. Það
gæti gerst tiltölulega hratt, t.d. í des
ember eða janúar,“ segir Anton Kári
Halldórsson, formaður samstarfs
nefndarinnar um sameiningarmálin.
/MHH/HKr.
Íbúar Ásahrepps (dökkrautt) felldu sameiningu 5 sveitarfélaga á Suðurlandi.
Skóflurnar voru sex og var þeim beitt fagmannlega af Ernu Káradóttur leikskólastjóra, Hrund Hlöðversdóttur
grunnskólastjóra, Guðlaugi Viktorssyni, skólastjóra Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Sveinbjörgu Helgadóttur, formanni
eldri borgara í Eyjafjarðarsveit, Ernu Lind Rögnvaldsdótttur, forstöðumanni íþróttamiðstöðvar og Jóni Stefánssyni,
oddvita sveitarstjórnar. Myndir / Eyjafjarðarsveit
Fjölgun í Eyjafjarðarsveit:
Framkvæmdir hafnar við tæplega 2.000
fermetra stækkun Hrafnagilsskóla
Framkvæmdir eru hafnar við
viðbyggingu við Hrafnagilsskóla,
en fyrsta skóflustungan var tekin
nýverið, eða þegar fimmtíu ár voru
liðin frá því fyrsta skóflustunga af
Hrafnagilsskóla var tekin.
Viðbyggingin verður um 1.900
m2 að stærð en húsið mun hýsa leik
skóla sveitarfélagsins, grunnskóla,
fjölnotasali, bókasafn, upplýsinga
ver og þar verður einnig aðstaða til
tónlistariðkunar, kennslu, félagsmið
stöð og líkamsrækt.
Við undirbúning verksins voru
tvær leiðir skoðaðar, annars vegar
að byggja ofan á núverandi skóla og
hins vegar að byggja tengibyggingu.
Umfangsmikið samráðsferli varð til
þess að ákvörðun var tekin um að
fara bil beggja þannig að úr varð
skemmtileg blanda beggja leiða þar
sem leikskóli verður á jarðhæð og
starfsmannaálma á annarri hæð.
Íbúum mun fjölga
Jón Stefánsson, oddviti í Eyjafjarðar
sveit, sagði við athöfn í tengslum við
skóflustunguna á dögunum að um
væri að ræða mjög stórt verkefni
þegar horft væri til stærðar sveitar
félagsins. Með framkvæmdunum
væri bæði verið að bæta núverandi
aðstöðu og einnig að búa vel í haginn
til framtíðar. Fjölmörg skipulagsver
kefni væru í gangi um þessar mundir
í sveitarfélaginu og gangi allt upp
verða um 400 íbúðareiningar tilbúnar
á skipulagi á komandi árum, sem er
um það bil jafnmikið og til er af
íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu nú.
Sameinar unga sem aldna
Finnur Yngvi Kristinsson sveitar stjóri
segir að miklar vonir séu bundnar
við byggingaráformin, en þeim sé
ætlað að sameina fjölþætta starfsemi
sveitarfélagsins undir einu þaki.
Í máli hans kom fram að um
sé að ræða „aðstöðu sem skapar
börnum okkar leik og vinnurými
til að vaxa og dafna í, aðstöðu sem
starfsfólki líður vel í og mun stæra
sig af, aðstöðu sem allir íbúar hafa
greiðan aðgang að, hvort sem er
til upplýsingaöflunar, samveru
eða heilsueflingar. Aðstöðu sem
sameinar kynslóðir ungra sem
aldinna.“ /MÞÞ
Fjölmenni var við athöfnina en um sjötíu manns mættu til að fagna þessum
merka áfanga.
Fyrirtækið atNorth:
Óskar eftir eins hektara lóð
undir gagnaver á Akureyri
Fyrirtækið atNorth hefur lagt
fram fyrirspurn um lóð við Hlíð
ar fjallsveg ofan Akureyrar fyrir
byggingu gagnavers.
Óskar fyrirtækið eftir að fá
úthlutað um 1 hektara lóð með for
gangsrétti á nærliggjandi lóðum til
stækkunar. Umrætt svæði er skil
greint sem athafnasvæði, merkt
AT16, og er ætlað undir hrein
lega umhverfisvæna starfsemi.
Athafnasvæðið er alls um 6,5
hektarar að stærð.
Skipulagsráð hefur fjallað
um fyrirspurn atNorth og var
sviðsstjóra falið að hefja vinnu
við deiliskipulag sem nær til
athafnasvæðis AT16 með það að
markmiði að hægt verði að úthluta
lóðum fyrir byggingu gagnavers.
/MÞÞ
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
DRIFSKÖFT
OG DRIFSKAFTAEFNI