Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. október 202138 Sveinn Sveinsson hét hann, Aust­ firðingur, fæddur á Ormsstöðum í Norðfirði 21. janúar 1849. Hann braust til búnaðarnáms á Norðurlöndum, ekki síst fyrir atbeina og með dyggum stuðningi Jóns Sigurðssonar forseta. Sveinn nam við Búnaðarskólann á Steini við Bergen í Noregi árin 1869-1872, en bætti síðan við sig námi við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Sveinn var enda talinn lærðasti íslenski búfræðingur sinnar tíðar. Um árabil starfaði hann sem farandbúfræðingur (ráðunautur) hjá Búnaðarfélagi Suðuramtsins (sem var forveri Búnaðarfélags Íslands, síðar Bændasamtaka Íslands), m.a. með stuðningi Landbúnaðarfélagsins danska. Í því starfi ferðaðist Sveinn víða um sveitir landsins og sagði fyrir um nýja búhætti. Á þeim árum fólst starf búnað- arráðunauta í því að vinna verkin sjálfir með bændum og fyrir þá. Starfið var því öðrum þræði verk- leg kennsla í nýjum og endurbætt- um vinnubrögðum, einkum varð- andi áveitur, gerð vörslugarða og -skurða sem og túnasléttun. Þá hafði Sveinn lært mjólkurvinnslu, smjör- og ostagerð, svo hann leið- beindi einnig á þeim sviðum. Loks má nefna að Sveinn skrifaði afar efnismiklar fræðslugreinar um öll þessi viðfangsefni, greinar sem hver um sig mátti kalla tímamóta- verk. Landmælingar hafði Sveinn búfræðingur, eins og hann var jafnan nefndur, lært og hann gerði m.a. kort af Reykjavík 1876 og 1887, sem nú teljast vera stórmerkar heimildir um byggð vaxandi höfuðstaðar. Merka bók um búverkfæri, raunar þá fyrstu á íslensku, skrifaði Sveinn, en hún kom út árið 1875. Svo kom það í hlut Sveins að stýra Búnaðarskólanum á Hvanneyri í gegnum stofnun hans árið 1889 og fyrstu starfsárin. Þótt hann væri líklega sá Íslendingur sem þá var faglega hæfastur til þess að móta og kenna við skóla fyrir bændur lenti hann í mótvindi, sem mjög reyndi á hann. Á hann sótti alvarlegt þung- lyndi, segja samtímaheimildir, og hann féll frá með voveiflegum hætti eftir aðeins þriggja ára starf við skól- ann, vorið 1892. Tómás Helgason frá Hnífsdal, sá þekkti og ötuli bókasafnari og fræðimaður, hafði dregið saman mjög mikinn fróðleik um Svein Sveinsson, ævi hans og störf, og m.a. ritað greinar um tvo ævikafla Sveins, búnaðarnámið og skólastjórnina. Drög hafði Tómas lagt að fleiri greinum, en entist ekki aldur til þess að ljúka þeim. Sveinn búfræðingur var Tómási afar hugleikinn og hóf Tómás oft máls á sögu Sveins við mig. Með einstakri elju og fágætri vandvirkni hafði Tómás dregið saman og flokkað allt ritað efni sem hann fann eftir Svein og um hann. Um það bjó Tómás í bókasafni þeirra hjóna sem þau gáfu Bændaskólanum á Hvanneyri á aldarafmæli skólans 1989. Að mér hefur hvarflað að reyna að ljúka verkinu, sem Tómás frá Hnífsdal hóf honum til heiðurs og þakklætis. Það ætti svo sem að vera viðráðanlegt í ljósi þess að Tómás hafði lokið langmestu af heimilda- öfluninni. Þótt mér sé mætavel kunn nákvæmni Tómásar og langur tími sé liðinn frá hérvistardögum Sveins Sveinssonar búfræðings datt mér í hug að segja hér í Bændablaðinu frá Sveini og hugmynd minni um að ljúka verki Tómásar, ef vera kynni að einhver lesandi hins víð- lesna Bændablaðs væri aflögufær um ábendingar. Þær væru þá líklega helst á formi munnmæla eða allt að því þjóðsagna um Svein eða tengjast honum á einhvern máta, svo sem frásagnir sem kunna að hafa lifað á bæjum er hann heimsótti til jarða- bóta. Til dæmis grunar mig að enn megi finna minjar um jarðabætur sem Sveinn vann og skrifaði lýsingar á í starfsskýrslum sínum. Sem fyrr hef ég netfangið bjarnig@lbhi.is og símann 894 6368. Bjarni Guðmundsson Hvanneyri SAGA&MENNING búfræðings Sveinn Sveinsson búfræðingur (1849–1892). Minningamark um hann í skólagarðinum á Hvanneyri. Heimildasafnið um Svein Sveinsson búfræðing hafði Tómás Helgason frá Hnífsdal búið vandlega um, innbundið með gylltum titlum og merkingum. Eins og margir vita kom nú á haustdögum upp nýtt riðutilfelli í kind í Skagafirði. Áfallið er mikið fyrir bændur á við­ komandi bæ og miðað við núverandi reglur er niður­ skurður alls fjárstofnsins á bænum fram undan með tilheyrandi fjárhagstjóni og andlegu álagi, en flest­ ir sauðfjárbændur sem stunda sinn búskap af alúð tengjast dýrunum tilfinningaböndum. Á það bæði við um fullorðna og þó enn frekar börn og unglinga. Því er mér það óskiljanlegt að nokkur sem vill láta taka sig alvarlega í umræðunni stingi upp á niðurskurði á hundruð­ um sauðfjárbúa og um leið tugum þúsunda fjár þar sem víðast hvar hefur aldrei komið upp riða. Verandi fyrrverandi yfirdýra- læknir og skrifstofustjóri í því ráðuneyti sem fer með málefni landbúnaðar, gerir svo slíkar yfir- lýsingar enn furðulegri og um leið vítaverðari. Slíkur einstaklingur veit fullvel að riðuniðurskurður hefur litlu skilað fram til þessa. Í raun er aðeins búið að sanna einn hlut með niðurskurðaræði síðustu áratuga, en það er að niðurskurður vegna riðu kemur alls ekki í veg fyrir að riða komi upp síðar á sama stað. Sami einstaklingur veit vænt- anlega líka fullvel að aðrar Evrópuþjóðir eru fyrir lifandis löngu farnar að nota skynsamlegri nálgun þar sem arfgerðargreiningum er beitt á hjarðir þar sem upp kemur riða og niðurstöðurnar látnar ráða um hvaða kindur eru felldar og hverjar ekki. Á sama tíma er kylfa látin ráða kasti hérlendis. Ung hugsjónakona og sauðfjár- bóndi, Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð, hefur að undanförnu leitt saman vísindafólk frá ýmsum löndum í þeirri viðleitni sinni að færa riðurannsóknir hérlendis til nútímans og um leið á sömu braut og gert hefur verið um langt skeið í öðrum löndum. Þar er uppleggið að leita að genum í íslenskum kindum sem reynst gætu verndandi gagnvart riðusmiti. Nú þegar hafa þessar rannsóknir skil- að þeim árangri að gen hafa fundist í kindum sem reynst gætu verndandi og því síðar meir mögulegt að nota þau til ræktunar á sauðfé sem yrði þá riðuþolið, þó er eftir að rannsaka mörg sýni á komandi vetri þannig að við eigum enn nokkuð í land. „Kapp er best með forsjá“ er orðatiltæki sem gamlir yfirdýralæknar ásamt emb- ættis- og stjórnmálamönn- um ættu að hafa í heiðri þegar fjallað er um jafn viðkvæman hlut og niður- skurð ævistarfs sauðfjárbænda. Um leið er skynsamlegt fyrir viðkom- andi að nýta sér reynslu, vilja og getu annarra þjóða, vísindamanna, áhugafólks og frumkvöðla til að takast á við vandann sem við blasir fremur en að hrópa í sífellu „Úlfur, úlfur“. Með skynsemi að leiðarljósi munum við finna lausn á vandanum. Högni Elfar Gylfason, sauðfjárbóndi og áhugamaður um ábyrga stjórnmálaumræðu og landbúnaðarmál. Vísindi eða hindurvitni? LESENDARÝNI Högni Elfar Gylfason.H eim ild: Prentm iðlakönnun G allup. K önnunartím i okt. - des. 2020. BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Bændablaðið er mest lesna blaðið á landsbyggðinni Hvar auglýsir þú? Lestur prentmiðla á landsbyggðinni Lestur Bændablaðsins 50% 40% 30% 20% 10% ViðskiptablaðiðDVMorgunblaðiðFréttablaðiðBændablaðið 36,2% 19,7% 17,0% 2,8% 4,7% 36,2% Lestur Bændablaðsins á landsbyggðinni Lestur Bændablaðsins á höfuðborgarsvæðinu 17,8% 24,3% Lestur landsmanna á Bændablaðinu Bændahöllin við Hagatorg / Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.