Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. október 202114 FRÉTTIR Ertu með ökuréttindi? – ef svo er áttu að vita, að lögum samkvæmt eiga full ökuljós alltaf að vera kveikt í akstri, líka afturljós • Veistu að ef lögboðin ökuljós eru ekki kveikt er lögreglu heimilt að sekta þig um 20.000 krónur fyrir hvert ljós sem slökkt er á. • Veistu að ljósin eru ekki skraut, heldur öryggisbúnaður til að láta aðra vegfarendur vita af þér í umferðinni. • Veistu að þegar skyggja tekur, svo ekki sé talað um versnandi skyggni vegna rigningar eða snjókomu, skiptir gríðarlegu máli að afturljósin séu kveikt til að koma í veg fyrir alvarleg slys. • Veistu að ef þú ert ekki með afturljósin kveikt stóreykst hættan á að það verði keyrt aftan á þig. • Veistu að stefnuljós eru heldur ekki til skrauts. Þau eru öryggistæki til að láta aðra ökumenn vita tímanlega hvert þú ætlar að beygja. • Mundu að þú ert ekki eini ökumaðurinn í umferðinni og samferðafólk þitt þarf að geta treyst á þína hegðun. • Megi gæfan vera með ykkur í umferðinni, Margar nýjar bifreiðar eru búnar ljósum sem kvikna þegar bíllinn er ræstur og í fyrstu má halda að um sé að ræða ökuljós en sú er ekki raunin. Víða má sjá í umferðinni ökumenn nýrra bíla sem gera sér ekki grein fyrir þessu og aka um með takmörkuð ljós og eru jafnvel ljóslausir að aftan. Bændablaðið / HKr. Góður gangur hefur verið í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi frá því að fram­ kvæmdir hófust þar í fyrrasumar. Byggingin er nú fokheld og inni­ vinna hafin. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun standa að byggingu þjónustumiðstöðvarinnar sem rís í Þjóðgarði Snæfellsjökuls á Hellissandi. Byggingin mun hýsa þjón ustu­ miðstöð þjóðgarðsins með sýningar­ og kennsluaðstöðu, auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins, svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði, alls um 710 m2. Byggingin samanstendur af tveimur meginbyggingum sem tengjast saman með miðrými. Önnur byggingin hýsir umsýslu fyrir dag­ legan rekstur þjóðgarðsins en hin starfsemi sem snýr að kennslu, fræðslu og upplýsingastarfi á hans vegum. Verktakafyrirtækið Húsheild bauð lægst í byggingu Þjóðgarðs­ miðstöðvarinnar í útboði sumar­ ið 2020. Tilboð þess var um 420 milljónir króna, en kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins hljóðaði upp á 475 milljónir króna. Greint er frá gangi mála við bygginguna á vefsíðu Framkvæmdasýslunnar. Flókið verkefni Þar kemur einnig fram í máli Ólafs Ragnarssonar, annars eigenda Húsheildar, að framkvæmdir séu jafnvel aðeins á undan áætlun. Hann segir bygginguna einstaklega fallega og þrátt fyrir að vel gangi þá sé verk­ efnið flókið. Byggingin sé í laginu eins og skip sem kalli á flókið stál­ burðarvirki sem kostuðu heilabrot í hönnun, smíði og uppsetningu. Starfsemi Þjóðgarðsmiðstöðvar­ innar getur hafist í hinu nýja húsnæði næsta sumar, en gert er ráð fyrir að verktaki skili húsinu í júní árið 2022. /MÞÞ Hellissandur: Bygging þjóðgarðs- miðstöðvar á áætlun Alls voru í ár veitt fimm umhverfis verðlaun í Sveitar­ félaginu Skaga firði í fjór um flokkum, en þau voru afhent nýverið. Þetta er í 17. sinn sem verð­ launin er afhent en Soroptim­ istaklúbbur Skagafjarðar stendur fyrir þeim auk Umhverfis­ og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fram kom við athöfn sem efnt var til af þessu tilefni að margt gott hefði verið gert í fegrun umhverf­ is í Skagafirði á liðnum árum og margt í gangi. Tvenn verðlaun voru veitt í flokknum lóð í þéttbýli og þau hlutu annars vegar Pálmi S. Sighvats og Birgitta Pálsdóttir fyrir Drekahlíð 7 á Sauðárkróki og Hafsteinn Harðarson og Amelía Árnadóttir fyrir Reynimel í Varmahlíð. Högni Elfar Gylfason og Mon­ ika Björk Hjálmarsdóttir fengu viðurkenningu í flokki sveitabýla með hefðbundinn búskap, en þau búa á Korná í Lýtingsstaðahreppi. Reynisstaðakirkja hlaut viðurkenn­ ingu sem lóð við opinbera stofn­ un en Sigurlaug Guðmundsdóttir, formaður sóknarnefndar, veitti verðlaununum viðtöku. Verðandi, endurnýtingarmið­ stöð á Hofsósi, hlaut viðurkenn­ ingu fyrir einstakt framtak og tóku forsvarskonur þess, Þuríður Helga Jónasdóttir og Solveig Pétursdóttir, við viðurkenningunni. /MÞÞ Umhverfisverðlaun í Sveitarfélaginu Skagafirði: Fimm verðlaun veitt í ár Umhverfisverðlaun voru veitt í 17. sinn í athöfn sem efnt var til nýverið. Mynd / Vefsíða Sveitarfélagsins Skagafjarðar Óvenju mikil umsvif hafa verið við lagningu háspennustrengja í dreifbýli á vegum RARIK í sumar. Á Norðurlandi hafa aldrei áður verið jafn mörg jarðstrengsverkefni í gangi samtímis. Á tímabili voru fjórir plæginga­ flokkar að plægja niður strengi samtímis á Norðurlandi og þessa dagana er unnið að jarðstrengslögn í Svarfaðardal sem reiknað er með að ljúki um þessar mundir og verð­ ur Svarfaðardalur þá spennusettur. Í Öxarfirði er einn plæginga­ flokkur að vinna og annar við Raufarhöfn og ráðgert er að hefja jarðstrengslögn í Fljótum nú í vikunni. Þrátt fyrir að jarð­ strengslagnir hafi gengið vel í sumar og að nú sé farið að hausta verður vinnunni haldið áfram á meðan veður leyfir. Ýmis verkefni fram undan Fyrir liggur m.a. að því er fram kemur á vefsíðu RARIK að leggja jarðstrengi í síðasta bútinn milli Kópaskers og Raufarhafnar en að því verki loknu verður Raufarhöfn komin með tengingu um jarðstreng alla leið frá aðveitustöðinni við Kópasker. Þá verður lagður jarð­ strengur í stað loftlínu frá aðveitu­ stöð í Árskógi í Dalvíkurbyggð og út á Hámundarstaðaháls. Loks verður lagður jarðstrengur frá Skeiðsfossvirkjun að Ketilási í Fljótum. Strengurinn kemur í stað einnar elstu loftlínu RARIK sem reist var 1946. Umræddur strengur verður á næstu árum rekinn á 22 kV spennu, eins og tengingin til Siglufjarðar er nú. Þegar þessum verkefnum er lokið verður búið að plægja og tengja 50 kílómetra af háspennu­ strengjum á Norðurlandi á árinu og tengja 25 spennistöðvar og þar með verða flestar línur sem skemmd­ ust í óveðrinu á Norðurlandi 2019 komnar í jörðu nema línan til Ólafsfjarðar og út á Skaga og línan neðst í Fnjóskadal frá Þverá að Skarði. /MÞÞ Lagning háspennustrengja: Flestallar línur að komast í jörð Plægingaflokkur á vegum RARIK að störfum í Öxarfirði. Myndir / Vefsíða RARIK Tengivinna við Jökulsá á fjöllum í Öxarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.