Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. október 202146 Fyrir nokkru síðan keyrði ég á eftir Toyota Proace leigubíl sem mér virtist vera hagnýtur og pláss­ mikill bíll og fór í Toyota til að fá að prófa og skoða bílinn nánar. Eftir rúman 300 km akstur var ég nokkuð sáttur við bílinn og tel hann vænlegan kost fyrir þá sem þurfa pláss fyrir marga farþega og mikinn farangur. Þegar ég settist inn í bílinn fann ég strax að ökumannssætið var að fara vel með mig og keyrði sem leið lá upp í Þjórsárdal í þeim tilgangi að finna hvernig manni líður við að sitja lengi í bílnum. Eftir því sem kílómetrarnir töldu leið mér betur og betur og greinilegt að þessi bíll er góður sem vinnubíll og í lengri ferðir, hávaðamælingin kom vel út. 1,5 lítra dísilvélin nánast hljóðlaus og bíllinn vel einangraður gagnvart umhverfishljóðum. Á 90 km hraða mældist hávaðinn inni í bíl vera 68,8 db. Fín mæling, en þess ber að geta að bíllinn var á sumardekkj- um, en ekki á heilsársdekkjum eins og margir bílar sem umboðin hafa reynsluakstursbíla á. Uppgefin eyðsla á hundraðið er á bilinu 5,6 til 6,2 á hundraðið við bestu aðstæður, en að loknum 333 km akstri sýndi aksturstölvan að ég hafði verið að eyða 6,6 lítrum á hundraðið. Á malarvegi heyrðist lítið steina- hljóð undir bílnum, fjöðrunin tók vel smærri holur og má keyra hann ansi ákveðið í beygjur á lausri möl án þess að hann missi grip á annaðhvort fram- eða afturhjól, en þegar hann missti grip voru það öll hjólin sem misstu gripið á sama tíma þannig að þyngdin virðist vera nokkuð jöfn á öll hjól. Vél, skipting og verð Toyota Proace er framleiddur í sam- starfi m.a. með Citroën og Peugeot og eru bílarnir svipaðir í framleiðslu og útliti. Hægt er að fá nokkrar mismunandi stærðir og útfærslur af Toyota Proace, en bíllinn sem var prófaður er sjö manna bíll og nefnist „family +“ (lengri gerðin), er með 1,5 l dísilvél sem skilar 130 hestöflum (mætti alveg vera kraft- meiri þegar kemur að brekkum og íslenskum mótvindi). Bíllinn er sjálfskiptur með 8 þrepa skiptingu og kostar 6.970.000. Mikið er lagt upp úr öryggi og er bíllinn m.a. með árekstrarvið- vörunarkerfi, umferðarskiltaaðstoð, akreinalesara, sjálfvirkan hraðastilli og blindsvæðisskynjara. Bíllinn kemur með fullbúið varadekk sem er undir bílnum að aftan. Smá ábending: Af fenginni reynslu þá vill bolt- inn sem festir varadekkið ryðga fastur og hef ég snúið svona bolta í sundur við að ná varadekkinu undan, því er gott að setja vel af koppafeiti á boltann og losa reglulega. Hugsaður sem fjölnota bíll Til að bíllinn nýtist á sem hagkvæm- astan hátt er hugsað fyrir mörgu, geymsluhólf fyrir smærri hluti eru mörg bæði frammi í bíl og aftur í. Hægt er að leggja niður sætin þannig að möguleiki er að flytja hluti sem eru allt að 3,5 metra langir. Einnig er auðvelt að taka sætin úr bílnum og val um að miðjuröð sæt- anna séu 3 stök sæti (hægt að leggja þau öll niður). Rennihurðirnar á hliðunum virð- ast við fyrstu sýn vera mjóar og litl- ar, en eru í raun þægilegar að ganga um og þægilegt að opna. Fótarými er gott í miðjusætunum, en síðra í öftustu tveim (mæli ekki með þeim fyrir mjög stóra einstak- linga í lengri ferðir). Lokaorð Álitlegur bíll til brúks, þægilegur í akstri og rúmgóður, sparneytinn, vel einangraður gagnvart umhverfis- hljóðum utan frá. Þrátt fyrir ágætis fjöðrun á malarvegum þá mundi ég velja 16 tommu felgurnar undir bíl- inn til að ná enn meiri fjöðrun út úr dekkjunum á vondum vegum. Fær góðan plús fyrir að vera með fullbúið 16 tommu varadekk. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Toyota Proace City Verso. Myndir / HLJ Farangursrýmið er mikið og öftustu tvö sætin er auðvelt að taka úr bílnum vilji maður enn meira rými. Olnbogarými er gott og plássið er fínt í miðjusætunum. Þykk járnplata er undir vélinni, en ekki plast sem er bara dæmt til að brotna í íslenskri vetrarfærð. Fyrst fannst mér þetta auka mæla- borð vera óþarft þegar ég sá það, en með öllum þessum upplýsingum sem þar er hægt að fá, þykir mér það bara gott. Hljóðlátur á 90, ekki nema 68,8 db. Stend oft sjálfan mig að því að vera of nálægt næsta bíl, en þá skammaði Proace mig. Fullbúið 16 tommu varadekk er undir bílnum að aftan. Þyngd 1.430-1.690 kg Hæð 1.880 mm Breidd 1.884 mm Lengd 4.753mm Helstu mál og upplýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.