Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. október 202136 Húnavatnshreppur ásamt bænd- um innan Fjallskiladeildar Grímstungu- og Haukagilsheiða reistu nú í sumar nýjan gangna- mannaskála á Grímstunguheiði. Einar Kristján Jónsson, sveit- arstjóri Húnavatnshrepps, segir að hreppurinn hafi borgað bygginguna, en hún var reist með mikilli sjálf- boðavinnu bænda í fjallskila- deildinni sem þar áttu ófá handtök. Þeir sáu einnig um að reisa nýtt hesthús við skálann og er það um 120 fermetrar að stærð. Um 500 fermetrar að stærð Einar segir að húsið hafi verið keypt á síðasta ári af verktaka sem vann við gerð Vaðlaheiðarganga og var það sótt til Eyjafjarðar og flutt þaðan á áfangastað. Gangnamannaskálinn er sam- settur úr 10 skálaeiningum með 29 gistiherbergjum, snyrtingum, matsal og eldhúsaðstöðu og er rétt um 500 fermetrar að stærð. Mörg herbergjanna eru tveggja manna þannig að rými er fyrir um 50 manns í húsinu. Nýi gangnamannaskálinn var tekinn í gagnið við smalamennsku nú í haust og reyndist vel. Mikið fjölmenni þarf til að smala afrétt- inn sem er mjög stór og nær niður að Langjökli. Smalamennska tekur nokkra daga, farið er upp á heiði á sunnudegi og jafnan komið niður á fimmtudagskvöldi. Einar segir að með tíð og tíma standi til að leggja niður þrjá skála, Álkuskála, Fljótsdragaskála og Öldumóðuskála, og nýta nýja skálann í þeirra stað. /MÞÞ Sauðfjárbændur í Vatnsdal þurfa að smala sínu fé allt að 70 km leið í Undirfellsrétt, en frá Langjökli að Undirfellsrétt er nálægt 70 km. Að þessum sökum eru gangnamenn í 4–5 daga að smala afréttinn. Í fyrstu var notast við grjóthlaðna torfkofa og tjöld, en í kringum 1960- 65 voru gamlir strætisvagnar og rútur dregnar suður á heiði og bílarn- ir notaðir allt til 1977 og 1978 þegar gerðir voru þrír gangnamannaskálar, í Fljótsdrögum, Öldumóðuskáli og Álkuskáli, allir án rafmagns og hit- aðir með gasi. Í sumar var fjárfest í vinnubúðun- um sem starfsmenn Vaðlaheiðarganga notuðu við gangnagerðina og voru vinnubúðirnar fluttar um 20 km upp á Grímstunguheiði og settar saman, keypt ljósavél og smíðað hesthús. Vinnuframlagið var að mestu bænd- ur í Vatnsdal sem fóru ófáar ferðir fram á heiðina. Prúðbúnir bændur vígðunýja skálann Sunnudaginn 5. september mættu í sparifötunum bændur í Vatnsdal og tóku þennan nýja skála í notkun. Þetta var líka fyrsta kvöldið í fimm daga smölun þeirra 13 undanreið- manna sem fara lengst, en fyrsti smölunardagur er frá Langjökli (oftast nefnt Fljótsdrög af heima- mönnum). Nýi skálinn getur tekið á milli 30 og 40 manns. Herbergin eru 30, bæði eins og tveggja manna, ágætlega rúmgóð og allir geta farið í sturtu eftir langan smölunardag. Góð eldunaraðstaða er í skálanum, matsalurinn tekur nálægt 40 manns í sæti og eru tvær litlar setustofur þar til viðbótar. Tvö í stórum skála að þrífa þegar Bændablaðið truflaði þrifin Þegar tíðindamaður Bænda- blaðsins kom í heimsókn fimmtu- daginn 9. september var matráðs- konan Sigþrúður Sigfúsdóttir að þrífa skálann ásamt Bjarna Kristinssyni eftir þessar fjórar nætur sem gangnamenn höfðu notað nýja skálann. Aðspurð hvernig gangna- mönnum hafi líkað vistin fannst þeim að þessi nýi skáli hafi staðið vel undir væntingum. Eftir stutt spjall og kaffibolla var tími kom- inn á að kveðja og hætta að trufla vinnandi fólk, en að lokum, til ham- ingju, Vatnsdælingar, með glæsi- legan gangnamannaskála. /H.L.J. LÍF&STARF Gangnamannaskálinn er samsettur úr 10 skálaeiningum með 29 gistiherbergjum, snyrtingum, matsal og eldhús- aðstöðu og er rétt um 500 fermetrar að stærð. Mynd / Bjarni Kristinsson Í fyrstu var notast við grjóthlaðna torfkofa og tjöld, en í kringum 1960–65 voru gamlir strætisvagnar og rútur dregnar suður á heiði og bílarnir notaðir allt til 1977 og 1978 þegar gerðir voru þrír gangnamannaskálar, í Fljótsdrögum, Öldumóðuskáli og Álkuskáli, allir án rafmagns og hitaðir með gasi. hlöðnum torfkofum Þegar tíðindamaður Bændablaðsins kom í heimsókn fimmtudaginn 9. sept- ember var matráðskonan Sigþrúður Sigfúsdóttir að þrífa skálann ásamt Bjarna Kristinssyni eftir þessar fjórar nætur sem gangnamenn höfðu notað nýja skálann. Mynd / HLJ Sunnudaginn 5. september mættu bændur í Vatnsdal í sparifötunum inn á Grísmtunguheiði og tóku nýja gangnamannaskálann í notkun. Þetta var líka fyrsta kvöldið í fimm daga smölun þeirra 13 undanreiðmanna sem fara lengst, en fyrsti smölunardagur er frá Langjökli. Mynd / Bjarni Kristinsson Í sumar var fjárfest í vinnubúðunum sem starfsmenn Vaðlaheiðarganga notuðu við gangagerðina og voru vinnubúðirnar fluttar um 20 km upp á Grímstungu- heiði og settar saman, keypt ljósavél og smíðað hesthús. Myndir / Hjálmar Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.