Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 25

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 25
SKYRSLA SJALFSBJARGAR, ISAFIRÐI Sjálfsbjörg á ísafirði var stofnuð 29. sept. 1958. Á stofnfundinum gengu í félagið tæp- lega fjörutíu manns, þar af fimm styrktar- félagar, einn ævifélagi. Nú eru í félaginu samtals áttatíu manns. Sigursveinn D. Krist- insson, forvígismaður þessa félagsskapar, var mættur á fundinum til aðstoðar við stofnun félagsins, og töldu félagarnir það mikið happ að hafa fengið hann til aðstoð- ar. I stjórn voru kjörnir: Trausti Sigur- laugsson, formaður; Ingibjörg Magnúsdótt- ir, ritari; Trausti Magnússon, gjaldkeri; Sigrún Einarsdóttir og Gestur Loftsson meðstjórnendur. Á stofnfundinum var samþykkt áskorun á Alþingi að hækka örorkustyrk og fella liann ekki niður að fullu, fyrr en tekjur örorkulífeyrisþega jafngiltu tekjum verka- fólks. Áskorun þessi var síðan send þing- manni ísafjarðar og hann beðinn að koma henni á framfæri, en ekkert hefir gerzt í málinu. Hvað viðvíkur starfsemi félagsins á þessu fyrsta starfsári, hefur hún verið all mikil. Fjáröflun hefur gengið vel, og hefur félag- ið þar mætt skilningi og velvild bæjarbúa. F.ins og annars staðar á landinu var merkja- Fyrsta stjórn Sjálfsbjargar á Isafirði: Trausti Sig- urlaugsson, formaður, Ingibjörg Magnúsdóltir, rit- ari, Trausti Magnússon, gjaldkeri, Sigrun Einars- dóttir og Gestur Loftsson, meðstjórnendur. söludagur hér þ. 26. okt. Merkjasölunni var afbragðs vel tekið, og skilaði hún ágæt- um hagnaði, en helmingurinn af honum var sendur suður í húsbyggingarsjóð lands- sambandsins. Á merkjasöludaginn færði velunnari félagsins því að gjöf fjáruppliæð og síðar áheit, háa fjárupphæð, og kann fé- lagið honum beztu þakkir fyrir. Hagnaður af hlutaveltu, sem haldin var í nóv. og bas- ar, sem haldinn var í apríl var einnig góður. Skemmtifundir félagsins, sem voru yfir- leitt lialdnir mánaðarlega voru vel sóttir, og fóru þeir þannig fram, að fyrst voru rædd áhugamál félaganna, og síðan hlýtt á skemmtiatriðin, meðan drukkið var úr kaffibollunum. Næsta verkefni félagsins verður að koma á fót einhvers konar léttri vinnu fyrir félag- ana, undir eins og viðunandi húsnæði fæst, og einnig fyrirgreiðslu til þess að útvega þeim atvinnu við þeirra hæfi. Það er von og ósk Sjálfsbjargar á ísafirði, að þeim megi takast að leysa atvinnumál fatlaðra á félagslegan hátt, eftir því sem þörf krefur og bæta með því hag þeirra, sem harðast hafa orðið úti í lífsbaráttunni. Ingibjörg Magnúsdóttir. Frá stofnfundi á ísafirði. SJÁLFSBJÖRG 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.