Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Qupperneq 25

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Qupperneq 25
SKYRSLA SJALFSBJARGAR, ISAFIRÐI Sjálfsbjörg á ísafirði var stofnuð 29. sept. 1958. Á stofnfundinum gengu í félagið tæp- lega fjörutíu manns, þar af fimm styrktar- félagar, einn ævifélagi. Nú eru í félaginu samtals áttatíu manns. Sigursveinn D. Krist- insson, forvígismaður þessa félagsskapar, var mættur á fundinum til aðstoðar við stofnun félagsins, og töldu félagarnir það mikið happ að hafa fengið hann til aðstoð- ar. I stjórn voru kjörnir: Trausti Sigur- laugsson, formaður; Ingibjörg Magnúsdótt- ir, ritari; Trausti Magnússon, gjaldkeri; Sigrún Einarsdóttir og Gestur Loftsson meðstjórnendur. Á stofnfundinum var samþykkt áskorun á Alþingi að hækka örorkustyrk og fella liann ekki niður að fullu, fyrr en tekjur örorkulífeyrisþega jafngiltu tekjum verka- fólks. Áskorun þessi var síðan send þing- manni ísafjarðar og hann beðinn að koma henni á framfæri, en ekkert hefir gerzt í málinu. Hvað viðvíkur starfsemi félagsins á þessu fyrsta starfsári, hefur hún verið all mikil. Fjáröflun hefur gengið vel, og hefur félag- ið þar mætt skilningi og velvild bæjarbúa. F.ins og annars staðar á landinu var merkja- Fyrsta stjórn Sjálfsbjargar á Isafirði: Trausti Sig- urlaugsson, formaður, Ingibjörg Magnúsdóltir, rit- ari, Trausti Magnússon, gjaldkeri, Sigrun Einars- dóttir og Gestur Loftsson, meðstjórnendur. söludagur hér þ. 26. okt. Merkjasölunni var afbragðs vel tekið, og skilaði hún ágæt- um hagnaði, en helmingurinn af honum var sendur suður í húsbyggingarsjóð lands- sambandsins. Á merkjasöludaginn færði velunnari félagsins því að gjöf fjáruppliæð og síðar áheit, háa fjárupphæð, og kann fé- lagið honum beztu þakkir fyrir. Hagnaður af hlutaveltu, sem haldin var í nóv. og bas- ar, sem haldinn var í apríl var einnig góður. Skemmtifundir félagsins, sem voru yfir- leitt lialdnir mánaðarlega voru vel sóttir, og fóru þeir þannig fram, að fyrst voru rædd áhugamál félaganna, og síðan hlýtt á skemmtiatriðin, meðan drukkið var úr kaffibollunum. Næsta verkefni félagsins verður að koma á fót einhvers konar léttri vinnu fyrir félag- ana, undir eins og viðunandi húsnæði fæst, og einnig fyrirgreiðslu til þess að útvega þeim atvinnu við þeirra hæfi. Það er von og ósk Sjálfsbjargar á ísafirði, að þeim megi takast að leysa atvinnumál fatlaðra á félagslegan hátt, eftir því sem þörf krefur og bæta með því hag þeirra, sem harðast hafa orðið úti í lífsbaráttunni. Ingibjörg Magnúsdóttir. Frá stofnfundi á ísafirði. SJÁLFSBJÖRG 23

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.