Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 16

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 16
Bygging fatlaðia í Kaupmannahöfn. 1 húsinu eru ea. 425 íbúar, þar af 1/3 fatlaðir. Þá eru í húsinu vinnustofur, skrifstofur, vistheimili fyrir lugnalömunarsjúklinga, deild fyrir fatlaða námsmenn, tóm- stundaherbergi, verzlanir o. fl. Húsið er 16.5002 og kostaði um 96,5 millj. ísl. kr. og greiddi ríkið 94% af byggingarkostnaðinum. 31 íbúð er tvö herbergi og eldhús og 79 þrjú eða fleiri. Mjög fáar, jafnvel af stærri íbúðunum, hafa sjálfstætt eldhús, en það á rætur sínar að rekja til sjálfrar grund- vallarreglunnar um sambýlið, en sam- kvæmt henni er hver íbúi skyldaður til að snæða ákveðinn fjölda máltíða á mánuði í matsölustað hússins. Þar getur hann pantað hvers konar mat, t. d. veizlumat o. fl., og í húsinu eru ágætir samkomu- salir, sem íbúarnir geta leigt. Einnig geta íbúarnir fengið leigð nokkur gestaher- bergi. Það er víst óþarfi að taka fram, að í húsinu er þannig fyrir komið, að alls stað- ar má komast um á hjólastólum. TJtidyr opnast og lokast, þegar þrýst er á hnapp, og í stóru kjallarabílageymslunni má leggja bíl sínum sem næst þeirri lyftu, er gengur upp til íbúðarinnar. I anddyrinu er móttaka, þar sem m. a. er tekið við vörum, sem afhentar eru íbúum hússins, einnig geta þeir pantað þar hreingerningarhjálp eða aðra aðstoð. Auk hinna eiginlegu íbúða er í húsinu dvalarstaður (pension) fyrir ungt fólk, um það bil 20 mikið fötluð ungmenni, sem eiga heima í sex stórum íbúðum, svo köll- uðum „vernduðum bústöðum". Án þeirrar hjálpar, sem þetta unga fólk getur fengið eftir þörfum hvers og eins, frá hjúkrunar- stöðinni, mundi það ásamt 30 öðrum íbú- um hússins, vera neytt til að dvelja á hæli. Það liggur í augum uppi að sam- býlið er miklu heppilegri lausn, einnig fjárhagslega. Á 13. hæð hússins er svo sérstök deild mæmiveikissjúklinga, sem lamast hafa í öndunarfærum. 16 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.