Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Page 17

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Page 17
Kollektivhúsið í Álaborg. Einstaklingarnir búa á deildinni og njóta hjúkrunar útlærðs hjúkrunarliðs, en fjölskyldumenn búa hjá. fjölskyldum sín- um á daginn, annars staðar í húsinu, í sér- staklega útbúnum íbúðum, en sofa á næt- urnar á sjúkradeildinni, þar sem hjúkrun er að fá. I Kollektivhúsinu og í sambandi við það eru „vernduð verkstæði“ handa þeim, sem ekki geta komizt á hinn almenna vinnu- markað, en hafa samt svo mikla starfs- orku enn, að þeir geta unnaið t. d. létta viðgerðarvinnu stuttan tíma á dag. Nýlega hefur Vanföreforeningen(Lands- samband fatlaðra) í samvinnu við Kaup- mannahafnarborg, útbúið í húsinu, eða komið fyrir tómstundaheimili, sem taka á í notkun í ágúst þetta ár. Þangað geta öryrkjar komið einu sinni til tvisvar í viku, komizt þar í samband við félaga sína og unnið með þeim að léttri föndur- vinnu og ýmiss konar klúbbstarfsemi. Kollektivhúsið á Hans Kndusens plads í Kaupmannahöfn hefur kostað samtals um það bil 151% milljón danskra króna. Af því er 94% lán frá almennum lána- stofnunum ásamt ríkisláni, 6% innborgun frá íbúum ásamt viðbót frá Vanförefonden og Samfundet og Hjemmet for Vanföre. Leigan er rétt látin ná yfir reksturskostn- að hússins, en er samt allhá eins og í flest- um nýbyggingum, og þess vegna veittur húsaleigustyrkur frá hinu opinbera bæði fötluðum og barnmörgum fjölskyldum. SJÁLFSBJÖRG 17

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.