Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 25
sólblikaðan fjörð með dimmbláum eyjum,
hólum og skerjum, og norðan við hann hóf
mót himni röð af fjallabungum og tind-
um — allt til hánorðurs, þar sem auganu
mætti drifhvítur þokubakki. Það voru
þessar furðusýnir, sem höfðu lokkað okk-
ur tvo, félaga og samstarfsmenn, suður
á Arnarnes, en í þennan tíma skyggðu eng-
in hús á útsýnið þaðan til orðvesturs og
norðurs.
Áður en við lögðum í það dýra fyrir-
tæki að leigja með okkur bíl alla þessa
í þá daga löngu leið, höfðum við góða
stund rætt þessa undrasýn, sem hafði á
okkur svo djúptæk áhrif, að hjá okkur
báðum vaknaði hvöt til að njóta hennar
utan við múg og margmenni. Af Arnar-
hóli? Nei . . . Seltjarnarnesi. Óekkí. Þar
mundi verða fjöldi fólks. Við urðum að
komast út í fjarlægar óbyggðir —- og til
þess þurftum við ekki lengra en þetta fyrir
um það bil fjórum áratugum. Báðir vor-
um við heillaðir, — þessar hillingar höfðu
snert eitthvað það innra með okkur, sem
var handan við hinn rökræna veruleika.
Auðvitað voru þetta frá sjónarmiði nátt-
úruvísindanna ósköp eðlileg fyrirbrigði, en
okkur voru þau jafndásamleg furða, hvort
sem þarna hillti upp órafjarlægar hrika-
strendur Grænlands, Breiðafjörðinn með
hans eyjum, hólmum og skerjum og Vest-
fjarðafjallgarðinn allt að Látrabjargi og
austur að Vaðlaf jöllum — eða þetta voru
sjónhverfingalönd, sem urðu til þetta
kvöld og máski aldrei síðan,
Við störðum og sögðum ekki neitt. Loks
kom frá mér:
„Ég trúi því ekki, þó að mér verði sagt
það, að þetta sé ekki það, sem okkur datt
strax í hug. Trúlega hafa fslendingarnir,
sem reyndust fúsir til Grænlandsfarar,
einhvern tíma séð strendur þess mikla
lands eins og við sjáum þær í kvöld, og
sýnin orðið þeim ógleymanleg".
Félagi minn þagði. Síðan hummaði í
honum, og svo sagði hann:
„Hvað sem því líður, þá eru þetta Mll-
ingar, og hillingar eru alltaf fagrar“. —
Hann leit á mig, og augu hans voru óvenju
stór og dökk, en í þeim eins og rauð sind-
ur. Sindur hafði ég séð þar áður, þegar
honum var sérlega mikið í hug, en varla
svona björt og heit. Nú hélt hann áfram:
„Þetta eru dásamlegar hillingar, en ég
hef séð þær fegurri“. Andartak þagnaði
hann á ný. Síðan kom í lágum, heitum
rómi og svo sem sársaukakenndum: „Ég
hef séð þær miklu fegurri, miklu dásam-
legri — um hávetur . . . í kolsvarta myrkri
. . . í rúminu mínu fyrir austan, þar sem
ég lá undir súðinni og heyrði storminn
gnauða á þekjunni og brimið öskra á flúð-
um og skerjum — já, og við Bölkletta".
Enn þagnaði hann, og nú þagði hann
lengi. Og ég sagði ekkert, þorði ekki að
segja neitt. Kannski fengi ég nú að
skyggnast inn í hug þessa undarlega unga
manns. Hann var allra manna ræðnastur,
oftast glaður, glettinn, stundum jafnvel
brellinn, alltaf duglegur og oftast skyldu-
rækinn, en þó stundum sérlega kærulaus.
Hann virtist ósköp opinskár, en þrátt
en þrátt fyrir það fannst mér ég ekki
þekkja hann, fannst sem yfir honum hvíldi
einhver djúp dul, — innra væri hann all-
ur annar en hann sýndist daglega, — þar
væri meiri festa, dýpri alvara og heitari
tilfinningar en hjá flestum öðrum ungum
mönnum. Ég vissi, að hann hafði þjáðst
mikið, vissi líka, að hann hafði í öllum
sínum líkamlega veikleiða reynzt undur-
samlega styrkur, hafði brotizt undan
fargi þjáninga og vangetu, reynzt óvenju-
legur fjörkálfur og forustumaður í leikj-
um jafnaldra sinna, komizt þar í þá furðu-
legu aðstöðu að vera virtur og dáður í
stað þess að verða að sitja við hið lægsta
náðarborð, borð aumingjans, sem flestir
telja sér skylt að sýna miskunn.
SIÁLFSBJÖRG 25