Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 29

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 29
ekki hinn tiltölulega litli hópur, sem notar hjólastóla og stafi, sem hafa þarf í huga við skipulagningu bæjarfélagsins. Finnar hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að tíu af hundraði allrar þjóðarinnar kemst ekki óhindraður leiðar sinnar. I rauninni hefur það lítinn aukakostnað í för með sér að gjöra byggingar jafn aðgengilegar fyrir alla, sé tekið tillit til þess, þegar í upp- hafi. Það sem aðallega þarf að hafa í huga, er að gengið sé slétt inn af götu, lyftur gangi niður á neðstu hæð en staðnæmist ekki miðja vegu milli hæða.. Þröskuldar séu lágir eða engir. Dyr séu nógu breiðar fyrir hjólastóla og lyftur og salerni rúmi þá. Víða er svo í opinberum byggingum og samkomuhúsum, að það er útilokað fyrir mann í hjólastól að komast á salerni vegna þrengsla. Þá má bæta aðstöðu til þess að komast yfir götu, með því að hafa gagnstéttar- brúnir aflíðandi og einnig er nauðsyn að gjöra ráð fyrir bílastæðum sem næst inn- gangi húsa. Auðvitað er víða illmögulegt að breyta gömlum húsum, en þar má þó bæta úr ágöllum með því að láta handrið, þar sem þau vantar, skábrautir fyrir hjólastóla og koma fyrir lyftum, ef mögulegt er. Hér eru fyrst og fremst hafðar í huga bygg- ingar á vegum ríkis og bæja, því að það hlýtur að vera sjálfsagður réttur fatlaðra borgara sem annarra að geta átt aðgang að félags- og menningarlífi samfélagsins. Hitt er svo annað mál, að það væri æskilegt að sem flestir einstaklingar og byggingafélög sæju sér fært að hafa þessi atriði í huga í sarnbandi við nýbyggingar. Það er líka vert að benda á, að allar þær umbætur, sem koma fötluðu fólki að gagni, eru einnig til hægðarauka fyrir fjöldann. Félög fatlaðra á Norðurlöndum hafa um alllangt skeið unnið að því að ná samstarfi við þá, sem að skipulagsmálum vinna, til þess að koma á umræddum endurbótum. Hefur málaleitan þeirra víða verið vel tekið af bæjar- og sveitarfélögum og er gaman að minnast á nýmæli eins og það, að í nágrenni blindraheimilis Stokkhólms- borgar hafa verið tekin í notkun umferða- hljóðmerki, samhliða ljósmerkjum, og í nokkrum samkomuhúsum er hátalarakerfi fyrir heyrnardaufa. í Finnlandi hafa nokkrar stórverzlanir komið fyrir sérstök- um rennibrautum, sem ætlaðar eru hjóla- stólum og barnavögnum. Allt eru þetta liðir í þeirri áætlun að gjöra tilveru fatlaðs fólks eins eðlilega og unnt er. Þær takmarkanir, sem hver fatl- aður maður verður að semja sig að, eiga eingöngu að vera vegna fötlunarinnar, þær á ekki að þurfa að rekja til ytri aðstæðna, svo sem óhentugs húsnæðis, lélegra at- vinnuskilyrða og umferðavandamála. Þegar málum verður svo komið hér á landi, að endurhæfing og bætt umferða- skilyrði haldast í hendur, þá verður jafn- framt lagður grundvöllur að því að sem flestir einstaklingar geti orðið sjálfbjarga þjóðfélagsþegnar. ,,Ert þú þeirrar skoðunar, að hjónaband sé eins konar happdrætti?“ „Nei, alls ekki. Það er þó ailtaf einhver vinningsmöguleiki í happdrætti". Efnafrœðiprófesor: „Hvaða samband leysir fljótast upp gull?“ Nemandinn: „Samband karls og konu“. Langt nafn: „Því miður, kæri vinur, en af óvæntum og óviðráðanlegum ástæðum, sem með engu móti verða umflúnar, verð- ur mér ómögulegt að koma til þín og spila við ykkur í kvöld“. „Þetta var heldur en ekki langt nafn á konunni þinni!“ SJÁLFSBJÖRG 29

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.