Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Blaðsíða 34
Kennsla í saumaskap í iðnskólanum í Olarsby.
er þrjú ár. Verzlunarskólinn í Kolmiranta
er tveggja ára skóli.
Við iðnskólann í Járvenpáá er einnig
starfrækt starfsprófunar- og starfsþjálf-
unardeild.
í Sulkava og Járvenpáá eru ökuskólar
fyrir fatlaða og í Sulkava er einnig starf-
anai alþýðuskóli fyrir fatlað fólk, sem
komið er yfir námsskyldualdur.
Endurhæfingarstöðin í Kottby getur
haft 65 dvalarsjúklinga og tekur þar að
auki til meðferðar lömunarsjúklinga. -—
Stöðin hefur á að skipa fullkomnu starfs-
liði, svo sem læknum, hjúkrunarkonum,
sjúkra- og starfsþjálfum og félagsráðgjöf-
um. Ennfremur hefur stöðin yfir að ráða
fullkomnustu endurhæfingartækjum og
rannsóknarstofu.
Vinnuheimilið í Oiarsby rúmar 22 vist-
menn. Þar eru starfræktar verndaðar
vinnustofur. I Olarsby eru einnig haldin
margs konar námskeið í ýmsum grein-
um, sem ekki eru kenndar við hina
skólana.
Vinnumiðlunarskrifstofa er rekin í
Helsingfors á vegum bandalagsins og sér
hún einnig um dreifningu hráefnis til
þeirra, er stunda heimavinnu.
Upplýsingaþjónusta bandalagsins ann-
ast alls konar fyrirgreiðslu, svo sem varð-
andi örorkubætur, bifreiðamál og skatta-
mál.
Það má með sanni segja, að starfsemi
Bandalags fatlaðra í Finnlandi nái yfir allt
það, er varðar velferð fatlaðs fólks. Banda-
lagið er í mjög nánu sambandi við með-
limi sína og það er keppikefli þess, að
sem flestir þeirra taki virkan þátt í starf-
seminni og vinni markvisst að bættum
atvinnumöguleikum og betri lífsskilyrð-
um.
Frá elzta iðnskólanum í Westend.
34 SJÁLFSBJÖRG