Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 36

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 36
Sigursveinn D. Kristinsson ERINDI flutt á útbreiðslufundi Sjálfsbjargar á Akureyri, sunnudaginn 5. júní 1966 Barátta fatlaðs fólks fyrir auknum rétt- indum og bættum hag er í eðli sínu hin sama og önnur mannréttindabarátta, sem háð er víða um heim á okkar tímum fyrir jafnari aðstöðu þegnanna til þess að njóta þeirra gæða, sem samfélagið hefur að bjóða. Með þeirri tækniþróun, sem átt hefur sér stað í þjóðfélagi okkar síðustu áratug- ina hefur skapast efnahags- og tækni- grundvöllur fyrir samtök okkar og bar- áttu. Heildartekjur þjóðarinnar hafa vaxið mjög á síðari árum og þá er sjálfsagt rétt- lætismál að hlutur þeirra, sem erfiðasta hafa aðstöðu í lífsbaráttunni, sé bættur. Þannig hefur skapast efnahagsgrundvöll- ur fyrir samtök okkar og réttindabar- áttu. Fullkomnari samgöngutæki og þar af leiðandi bættar samgöngur hafa fært okk- ur, sem erfitt eigum um mikla hreyfingu, hvert nær öðru og gert okkur fært að vinna saman og byggja upp samtök, sem óhugsandi hefði verið meðan hesturinn og báturinn voru svo að segja einu samgöngu- tækin. Það er næsta auðvelt að ferðast um landið nú á tímum í fiugvélum og bifreið- um. Milli Akureyrar og Reykjavíkur er aðeins stundarferð, en fyrir svo sem 40 árum var löng og erfið ferð milli þessara staða, að ekki sé minnst á aðra staði, sem f jær lágu aðalsamgönguleiðum. Tækniþróun þjóðfélagsins leiðir einnig af sér fjölda starfsgreina sem ekki reyna á vöðvaafl eins og frumstæðari at- vinnuvegir gerðu fyrr á tímum. I þessum starfsgreinum getur fatlað fólk mjög oft unnið með engu síðri afköstum en heil- brigt fólk, ef aðstaða er hagstæð og ekki hamlar vöntun á samgöngutækjum eða öðrum nauðsynjum. Við, sem erfitt eigum um hreyfingu get- um því sagt að tæknin hafi á mörgum sviðum gengið í lið með okkur. Hér á eftir verður drepið á nokkur 36 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.