Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Side 37

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Side 37
helztu málefnin sem á dagskrá eru hjá samtökum okkar. Til tryggingamála heyrir flest af þeirri hjálp og fyrirgreiðslu sem hið opinbera veitir öryrkjum. Umbætur á Almanna- tryggingarlögunum er því eitt af helztu áhugamálum öryrkja. Enda þótt margs- konar breytingar hafi verið gerðar á lög- um þessum á undanförnum árum, stendur þó enn margt til bóta. Sem dæmi um ávantanir Almannatryggingarlaganna eins og þau eru nú má nefna, að börn, sem eru ósjálfbjarga allt til 16 ára aldurs og dvelja í heimahúsum, fá ekki sjálf eða foreldrar þeirra neinar sérstakar bætur vegna ör- orku þeirra umfram heilbrigð börn, nema hvað foreldrar barns í þessu tilfelli mega draga frá skattskyldum tekjum sínum smáupphæð, ef þau hafa svo háar tekjur að það komi þeim að notum. Samgöngumál fatlaos fólks eru fjölþætt viðfangsefni. Þeir sem ekki eru gangfærir þurfa við ýmisleg vandamál að glíma, sem venjulegu heilbrigðu fólki eru varla ljós. Það eru ekki einungis farartæki utan húss og innan, heldur varðar einnig miklu gerð bygginga, að snyrtingar séu nægilega rúmgóðar, að engar dyr séu of þröngar, að ekki séu háir þröskuldar eða tröppur í íbúðinni o. fl. Það er mikið áhugamál fatiaðra að allar stærri byggingar séu þannig úr garði gerð- ar að fólk, sem ekki er gangfært geti án sérstakra erfiðismuna komist þar út og inn. Þetta á þó að sjálfsögðu einkum við um opinberar byggingar. Allt það, sem unnið er markvíst og skipulega til þess að gera öryrkja vinnu- færa á ný eftir slys eða veikindi, nefnist nú á tímum einu nafni Endurhœfing. Til endurhæfingar telst í þessu tilfelli læknis- hjálp, sjúkraþjálfun, verkmenntun og hvers konar vinnuþjálfun. Þetta mál er því eitt mikilvægast allra þeirra, er ör- yrkja varða sérstaklega. Um endurhæfingu hefur enn ekki verið sett nein heildarlöggjöf á Islandi, en það verður nú með hverju ári sem líður æ brýnna. Sjálfsbjörg — landssamband fatl- aðra hefur unnið undirbúningsstarf á þessu sviði, með því að gera drög að lög- um um endurhæfingu, þar sem stuðzt er við reynslu hinna norðurlandaþjóðanna, en þar er fyrir nokkru komin til fram- kvæmda heildariöggjöf um endurhæf- ingu. Aimenn menntun er öllum nauðsynleg nú á tímum, en fyrir öryrkja er menntun lífsnauðsyn, ekki aðeins sú menntun, sem snýr að atvinnulegri sjálfsbjargarvið- leitni, heldur einnig hvers konar listræn menntun, sem gerir lífið auðugra fyrir þá, sem háðir eru meiri takmörkunum líkam- lega. Það hefur orðið hefð að styðja ör- yrkja, sem stunda skólanám, með því að veita þeim tvöfaldan örorkulifeyri, meðan þeir eru í skóla. Þetta er að vísu mikil- vægur styrkur og nægir í sumum tilfell- um, en í öðrum tilfellum nægir hann hvergi til. Að endurbótum á þessum málum mun verða unnið á næstu árum, enda mikið í húfi að fatlað fólk, sérstaklega ungling- ar, hljóti alla þá menntun, sem þeir geta tileinkað sér og kostur er á í hverju til- felli. Atvinnumál. Allt frá stofnun Sjálfs- bjargar-félaganna og landssambandsins hefur það verið eitt aðaláhugamál samtak- anna að koma upp vinnustofum, þar sem félagar úr samtökunum gætu unnið, eink- um þeir sem ekki komast á almennan vinnumarkað. Nú eru starfandi vinnustofur á ísafirði, Siglufirði, Sauðárkróki og í Reykjavík og ráðgert að vinnustofa Sjálfsbjargar á Ak- ureyri hef ji starf á þessu ári. Þessar vinnustofur allar eru að vísu ekki stórar í sniðum enn sem komið er og erfiðleikar hafa verið á að finna verk- SJÁLFSBJÖRG 37

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.