Bjarmi - 01.12.2016, Page 22
Fagnaðarsongnr
á jólum
KRISTJÁN BÚASON
Á þessum vetri 2016 e. Kr. minnast
um 2.200 milljónir kristinna manna víða
um heim, rúmlega 1/3 hluti mannkyns,
fæðingar frelsarans Jesú Krists og fagna.
En við fæðingu Jesú, sem frá er sagt í
guðspjalli Lúkasar, 2.1-7, fara engar sögur
af fögnuði manna. Fjölskyldu hans var
synjað um gistingu í ættborg þeirra, svo
að hann var lagður í jötu húsdýranna á
staðnum.
Fögnuður yfir fæðingu Jesú hófst ekki
meðal manna, heldur meðal himneskra
hersveita sendiboða Guðs. Mikilvægi
fæðingar Jesú Krists fyrir menn í heimi
hér er gefið til kynna af sendiboða Guðs
af himni fyrir hjarðmönnum, sem í myrkri
nætur gæta hjarðar sinnar. í myrkri í
mannheimi lýsir Ijómi dýrðar Guðs og
umlykur óttaslegna og ráðvillta menn,
sem þekkja smæð sína og synd frammi
fyrir opinberun Guðs. Þeir vita ekki, hvað
þetta þýðir, en þeim er færð frétt um
fæðingu frelsarans og hvernig þeir geti
fundið staðfestingu hennar í Betlehem
í barni í jötu, tákni synjunarinnar, en
jafnframt miskunnsamrar nærveru Guðs
með úthýstum mönnum. Lofsöngur
hinna himnesku sendiboða áréttar dýrð
Guðs, sem stjórnar framvindu sögunnar,
mikilvægi komu Jesú í þennan heim og
afleiðingu hennar.
„Dýrð sé Guði í upphæðum
og friður á jörðu með þeim mönnum,
sem hann hefur velþóknun á. “
Þannig hljóðaði fagnaðarsöngur engl-
anna á uppvaxtarárum minnar kynslóðar
samkvæmt íslenzku biblíuþýðingunni frá
1912. En í nýju þýðingunni frá 2007 er
orðalag hennar breytt þannig:
„Dýrð sé Guði í upphæðum
og friður á jörðu
og velþóknun yfir mönnum. “
í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar
frá 1540 er textinn orðaður þannig:
„Dýrð sé Guði í upphæðum
og friður á jörðu
og mönnum góðvilji. “
Þetta orðalag helzt lítið breytt næstu
aldir, síðast í útgáfu frá 1813, sem var
endurprentun Biblíu Þorláks Skúlasonar
biskups frá 1644.
Hér vakna spurningar um ástæður
þessaraólíku þýðinga. Það erfyrst á 19. öld,
að rannsóknum á grískum handritum og
textum einstakra rita Nýja testamentisins
tekur að fleygja fram. Hér verður aðeins
vikið að nokkrum mikilvægum atriðum
um orðalag fagnaðarsöngs englanna
í íslenzkum þýðingum sem og gríska
frumtextanum, sem liggur að baki.
Við nánari greiningu og samanburð
þýðinganna, sem ég nefndi hér að framan,
kemur í Ijós, að þeim er sameíginlegt, að
fagnaðarsöngurinn felur í sér ósk með því
að nota viðtengingarhátt af sögninni að
vera. Þýðingarnar eru ólíkar að því leyti,
að þýðingin frá 1912 er tvíliðuð með einni
22 | bjarmi | desember20i6