Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 24
í FAGNAÐAR-
SÖNG
ENGLANNA ER
íTILEFNI AF
FÆÐINGU
FRELSARA
MANNKYNSINS
MINNTÁ ORSÖK
HENNAR, DÝRÐ,
VEGSEMD OG
HÁTIGN
HIMINSINS
samtengingu „og“, en hinar þríliðaðar
með tveimur aðaltengingum „og“. Það
skal strax tekið fram, að þýðing Odds og
þær þýðingar, sem henni hafa fylgt, hafa
fyrirmynd í þýðingu Lúters á þýzku, en
Lúter byggði þýðingu sína á frekar lélegu
grísku handriti, sem Erasmusfrá Rotterdam
gaf út um 1516 og fylgdi textahefð austur-
kirkjunnar, svonefndum býsantískum texta.
Texti Lúters er í þremur liðum þannig:
„Ehre sey Gott in der Höhe
Vnd Friede auff Erden
Vnd Menschen wohlgefallen. “
Sameiginlegt þessum þríliðuðu þýðingum
er, að menn og jörð er aðgreint. Það
stendur óákveðið eða opið við hvaða
menn er átt. En í tvíliðuðu þýðingunni eru
menn einkenndir sem menn velþóknunar
og friðurinn tengdur við þá.
Víkjum þá að frumtextanum, sem
margir fræðimenn hafa glímt við, en hér
í þessari jólahugleiðingu verður aðeins
fjallað um greiningu þeirra og rök. í Lúk.
2.14 er að finna tvö textaafbrigði og ervalið
milli þeirra talið frekar erfitt. Til glöggvunar
fylgir hér gríski textinn með latnesku letri og
orðréttri þýðingu:
1. Doxa en hypsistois theoi (Dativus po-
ssesivus) kai epi ges eirene en anthropois
eudokias. (Gen. qualitatis)
Dýrð í upphæðum guði (Þágufall eignar-
innar) og á jörðu friður með mönnum
velþóknunar (Eignarfall einkenningar).
Hér er friður tengdur mönnum vel-
vildar, og textinn tvíliðaður. Lesháttur
þessi er studdur frumrithönd stórstafa
skinnhandrita frá 4. öld e. Kr., Codex
Vaticanus og Codex Sinaiticus, sem
eru fremstu fulltrúar alexandrínsku
textahefðarinnar og í sameiginlegum
textum studd elztu papýrushandritum,
Þ75 frá 2. öld og Þ66 frá 3. öld., svo og
vestrænu textahefðinni, þar sem elztu
latnesku þýðingarnar eru frá 2. öld.
2. Doxa en hypsistois theoi (Dativus
possesivus) kai epi ges eirene en
anthropois eudokia (Nominativus).
Dýrð í upphæðum guði (Þágufall eignar-
innar) og á jörðu friður með mönnum
velþóknun (Nefnifall).
Án eignarfalls -s í eudokia / velþóknun/,
eru menn og jörð aðgreind. Þetta leiðir
til þríliðunar textans. Þessi lesháttur er
studdur leiðréttingum annarrar rithandar
í sömu skinnhandritum og nefnd eru
í tengslum við fyrrnefnda lesháttinn,
fáeinum sýrlenzkum þýðingum frá 4. öld og
meirihlutayngri handrita, það er svokallaðri
caesarensku textahefð, og býzantísku
textahefð austurkirkjunnar.
Með tilliti til ytri textagagnrýni, það er
að segja aldurs og dreifingar texta, þá
stendur fyrri leshátturinn sterkar. Þá verður
að telja brottfall eignarfalls -s líklegra við
afritun, en að því hafi verið bætt inn í,
einkum vegna þess að bókstafurinn s, sem
var skrifaður eins og lítill bogi c í lok orðs,
var í stórstafahandritum nánast eins og
punktur, og hefur getað yfirsézt við afritun,
EYAOKIAC > EYDOKIA.
Með tilliti til ytri gagnrýni, málfars og
merkingar skal vakin athygli á því, að
orðasambandið „mönnum velþóknunar," það
er að segja Guðs, hefur verið talið framandi á
grísku og ekki fundizt annars staðar í grísku
textum utan Biblíunnar. En málfræðingar
hafa bent á, að víða í Nýja testamentinu,
einkum í Lúk. 1 - 2, gæti áhrifa frá hebresku.
í hebresku er genitivus qualitatis, eignarfail
einkenningar, iðulega notað, þar sem grískan
notar að jafnaði lýsingarorð. Samsvarandi
andstætt dæmi er að finna í Ef. 3. 2, „börn
reiðinnar," það er Guðs.
Við þetta bætist, að í nokkrum sálmum,
sem hafa fundist í Dauðahafshandritunum
er að finna orðasambandið, „synir
velþóknunar hans / þinnar," það er Guðs, í
1QH iv. 32n og xi, 9, ennfremur viii,6 „hinir
útvöldu velþóknunar hans,“ það er Guðs.
Orðasambandið „mönnum velvildar“
verður því með góðum rökum innri sem ytri
gagnrýni textafræðinnar að teljast til semi-
tísks litaðs orðfæris Lúkasarguðspjalls.
1