Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2016, Side 29

Bjarmi - 01.12.2016, Side 29
Loks skal minnst á sex þátta röð, A.D. Kingdom and Empire (E. Kr., konungsveldi og ríki) frá því í fyrra en í þessum þáttum er saga frumkirkjunnar rakin eftir að fjallað er um krossfestinguna og upprisuna, ekki ósvipað og er í Risen, en þó ekki eins, í fyrsta og öðrum þætti. Þættirnir eru aðgengilegir á íslenskri áskrift að Netflix en textinn þá á ensku. Þáttaröðin er mjög vönduð og grípandi. Hún kemur sem framhald af þáttaröðinni The Bible (Biblían) frá 2013, þar sem lykilsögur Biblíunnar eru raktar á góðan og sannfærandi hátt. Árið eftir var efni þeirra nýtt til að setja saman kvikmyndina Son of God (Sonur Guðs).Vænta má fleiri biblíumynda frá þessum framleiðendum, Burnett og Downey. í þáttaröðinni er frásögu guðspjallanna fylgt í fyrstu tveim þáttunum en í næstu fjórum er frásögu tíu fyrstu kafla Postulasögunnar fylgt þegar ofsóknir setja frumkirkjunni skorður og lærisveinar Jesú þurfa að glíma við margs konar vanda, leggja á flótta og fagnaðarerindið breiðist út. Önnur þáttaröð er í undirbúningi. nativity TheJourney of a Lifetime. a Story for All Time FROM THE PRODUCERS WHO BROUGHT YOU HEAVENIS FOR REAL Ir you dont believe in Mirades you will after watdiing this film! , - bjarmi | cleseinber 2016 | 29

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.