Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2017, Blaðsíða 39

Bjarmi - 01.06.2017, Blaðsíða 39
Liíi lífið NÝ BÓK SIGURBJÖRNS ÞORKELSSONAR Fyrr á árinu sendi Sigurbjörn Þorkelsson frá sér Ijóðabókina Lifi lífið. í henni eru 175 Ijóð, þar af 150 áður óbirt. Á kápu segir höfundur: „í þessari bók eru meðal annars trúarleg Ijóð full af sannfæringu og óbilandi trausti en einnig erfiðri glímu og baráttu, einlægu ákalli og hjartanlegri bæn. Ljóð sem tjá fegurð, aðdáun og ást, sorg og trega, þar sem von og vonbrigði kallast á. í bókinni eru einnig Ijóð um lífsins engla sem komu líkt og himnasending inn í líf mitt á erfiðum tímum." Að mestu er um að ræða prósaljóð að hætti höfundar. Bókina má nálgast með því að hafa beint samband við Sigurbjörn, sigurbjorn.thorkelsson@ gmail.com. EKKERT AÐ ÓTTAST Þeir sem eiga himininn í hjartanu og nafn sitt letrað í lífsins bók þurfa ekki að óttast tannför tilverunnar og þá taumiausu ógn sem frá henni stafar. SÞ

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.