Fréttablaðið - 03.02.2022, Side 1

Fréttablaðið - 03.02.2022, Side 1
2 3 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 2 Sprungur Ingu Marenar Ísköld klakafjölskylda Menning ➤ 25 Lífið ➤ 28 Astafuel 170 ml Energy 60 hylki Astaxanthin Íslenskt, 60 stk. Mangó (kg) Apptilboð dagsins HEILSUDAGAR Í NETTÓ 50% inneign í appinu! Appsláttur: Velkomin í Svansvottaða verslun! Pssst ... kynntu þér málið betur á kronan.is Púðurleifar sem fundust á manni sem um tíma var grun- aður í Rauðagerðismálinu, komu líklega af hönskum sér- sveitarmanna sem handtóku hann. Hann krefst tíu millj- óna í bætur og vill að málið verði rannsakað. adalheidur@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Litáískur ríkisborgari sem handtekinn var í íbúð í Garða- bæ, morguninn eftir að Armando Beqiri fannst látinn í Rauðagerði í febrúar í fyrra, hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu. Hann vill að rannsakað verði hvort lögregla hafi gerst sek um refsiverða háttsemi, en púðurleifar sem fundust á handarbaki og úlnlið hans eru tald- ar hafa komið frá sérsveitarmönnum sem handtóku hann. Eftir að lögreglu barst niðurstaða rannsóknar um að jákvætt svar um púðurleifar hefði verið í sýni af hendi mannsins, var óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir manninum. Í úrskurði héraðsdóms var fallist á þá kröfu, enda gæfu nið- urstöðurnar til kynna að maðurinn hefði skotið úr byssu áður en hann var handtekinn af lögreglu. Daginn eftir þennan úrskurð birtust fréttir í fjölmiðlum af því að annar maður en kærandi væri grun- aður um að hafa skotið Armando, sá sem nú hefur verið dæmdur fyrir verknaðinn. Í kvörtun mannsins er vísað til skýrslu lögreglu, þar sem leitast er við að skýra púðurleifarnar sem fundust. Sérsveitarmennirnir sem handtóku hann hafi verið klæddir hönskum sem séu jafnvel notaðir á skotæfingum, auk þess sem þeir hafi báðir verið í snertingu við skotvopn í sömu hönskum og notaðir voru við handtökuna. Þeir hafi einnig „span- að og sett í slíður“ skotvopn fyrir handtökuna, áður en þeir snertu hinn handtekna, meðal annars á höndum og úlnlið. Lögmaður mannsins hefur, auk kvörtunarinnar, sent kröfu til ríkis- lögmanns og krafist tíu milljóna króna í bætur fyrir frelsissviptingu að ósekju, en hann sætti gæsluvarð- haldi í einangrun í tvær vikur og far- banni í rúman mánuð að auki. n Sætti einangrun vegna púðurleifa frá lögreglu Lögreglumenn- irnir höfðu áður verið í snertingu við skot- vopn í sömu hönskum og notaðir voru við handtökuna. Útsýnishóllinn Þúfa, listaverk Ólafar Nordal, er vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavíkurhöfn. Þar uppi er líka víðsýnt fyrir fugla eins og hrafninn sem hér má sjá tróna efstan á listaverkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.