Fréttablaðið - 03.02.2022, Side 8

Fréttablaðið - 03.02.2022, Side 8
Það átakanlega við þessa stöðu er að vel væri hægt að byggja meira, hraðar og hag- kvæmar. Ellert vann síðast við eignastýringu hjá Lífeyrissjóði verslunar- manna og þar áður í fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestinga- banka. MARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 3. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR Ársverðbólga stendur nú í 5,7 pró- sentum, sem er mesta verðbólga sem mælst hefur hér á landi í um áratug. Húsnæðisliðurinn knýr áfram verðbólguna en húsnæðis- verð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um ríflega 18 prósent síð- astliðna tólf mánuði. Verðbólga án húsnæðisliðarins stendur í 3,7 pró- sentum. Sterkir eftirspurnarkraftar hafa verið að verki á íbúðamarkaði að undanförnu. Þar ber helst að nefna vaxtalækkanir, aukinn kaupmátt heimilanna, sértæk úrræði á borð við skattfrjálsa úttekt séreigna- sparnaðar og mikla fólksfjölgun. Á síðasta ári fjölgaði íbúum lands- ins um 7.410 eða um 30 prósent umfram það sem spáð hafði verið. Allir hafa þessir þættir lagst á sveif við að auka eftirspurn eftir hús- næði. Framboðshliðin hef ur ek k i haldið í við þessa þróun. Lagerinn af auglýstum eignum er óðum að tæmast. Ekki hafa verið færri eignir á sölu frá því mælingar hófust. Á sama tíma sýnir talning Samtaka iðnaðarins að fjöldi íbúða í bygg- ingu hefur farið fækkandi á undan- förnum misserum. Hraðar – meira – hagkvæmar Það átakanlega við þessa stöðu er að vel væri hægt að byggja meira, hrað- ar og hagkvæmar. Í meginatriðum skýrist framboðsskorturinn af lang- varandi undirliggjandi kerfisvanda. 1. Frumskilyrði fyrir því að hægt sé að byggja meira er aukið lóða- framboð, en byggingaraðilar eru sammála um að lóðaskortur hamli íbúðauppbyggingu. Til að hægt sé að áætla vænt framboð, þarf einn- ig að bæta rauntímagögn um stöðu markaðarins hverju sinni. Ófull- nægjandi upplýsingar um fjölda íbúða í byggingu, geta leitt til þess að rangt mat liggi til grundvallar þegar kemur að því að meta raun- verulega þörf. 2. Til að hægt sé að byggja hraðar þarf að bæta ferli skipulagsmála, einfalda regluverk sem snýr að bygg- ingariðnaði og stuðla að skilvirkari stjórnsýslu. Í skýrslu OECD frá árinu 2020 eru gerðar 316 úrbótatillögur á regluverki í byggingariðnaði. Að hve miklu leyti hefur þessum tillögum verið fylgt eftir? 3. Til að byggja á hagkvæmari hátt þarf sveigjanlegri skipulagsskil- mála. Skapa þarf lóðaframboð utan þéttingareita. Þá þarf að leyfa sköp- unarkrafti lausnamiðaðra hönnuða að njóta sín, með því að móta skyn- samlegri byggingarreglugerð, sem hannar ekki byggingar fyrir fram. Umbætur á þessum sviðum eru til þess fallnar að flýta framkvæmda- ferlinu og lækka byggingarkostnað. En til að halda megi kostnaði í lág- marki þarf hagkvæm fjármögnun einnig að standa byggingaraðilum til boða. Fjármögnunarkostnaður skýrir tilfinnanlegan hluta af heild- arbyggingarkostnaði eða í kringum einn tíunda, eftir vaxtastigi hverju sinni. Það er því ljóst að skarpar og miklar vaxtahækkanir gætu haft neikvæð áhrif á framboðshlið markaðarins. Hnitmiðaðar lausnir Verðbólgutölur virðast gefa Seðla- bankanum fáa aðra valkosti en að hækka vexti. En ef húsnæðismark- aðurinn er helsta driffjöður verð- bólgunnar og framboðshliðin helsti sökudólgurinn um þessar mundir, er fullt tilefni hjá Seðlabankanum til að beita áfram þjóðhagsvarúðar- tækjum, á borð við takmarkanir á veðsetningarhlutföllum og heildar- fjárhæð, eða greiðslubyrði fasteigna- lána, til móts við vaxtahækkanir. Þannig mætti taka á meginorsökum verðbólgunnar með hnitmiðuðum hætti, á sama tíma og neikvæð áhrif á framboðshlið húsnæðismarkaðar væru lágmörkuð. Samhliða er brýnt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana hvað varðar nauðsynlegar og tíma- bærar umbætur á umgjörð bygg- ingarmarkaðar. Skammtímaaðgerðir á borð við vaxtahækkanir til að draga úr eftir- spurn, mega ekki viðhalda lengri tíma vanda á húsnæðismarkaði. Sá vandi felst í framboðsskorti sem skýrist fyrst og fremst af kerfis- vanda. Við þeim vanda eru til skyn- samlegar lausnir sem hrinda má í framkvæmd þegar í stað. ■ Vaxtahækkanir gætu hamlað íbúðauppbyggingu Anna Hrefna Ingimundar- dóttir, for- stöðumaður efnahagssviðs Samtaka at- vinnulífsins magdalena@frettabladid.is Ellert Arnarson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráð- gjafar Landsbankans og hefur störf á næstu vikum. Ellert hefur mikla og víðtæka reynslu af störfum á fjármálamark- aði. Á árunum 2013-2019 var hann verkefna- og sjóðstjóri hjá GAMMA Capital Management og byggði hann meðal annars upp og stýrði teymi á sviði sérhæfðra fjárfestinga, sem bar ábyrgð á uppbyggingu nokkurra fyrirtækja og lánasafna. Frá árinu 2019 hefur hann starfað við eignastýringu hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna. Áður starfaði Ell- ert meðal annars sem sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Straumi fjár- festingarbanka. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands frá árinu 2008 og haft umsjón með námskeiði um skuldabréf, fyrir meistaranema í Viðskipta- og hag- fræðideild skólans. Ellert lauk B.Sc. gráðu í stærð- fræði frá Háskóla Íslands árið 2010. Hann lauk M.Sc. gráðu í fjármála- hagfræði frá sama skóla árið 2013 og hefur einnig lokið prófi í verð- bréfaviðskiptum. ■ Ellert stýrir fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans Ellert Árnason Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að hug- verkaiðnaður sé orðinn mjög ráðandi í gjaldeyrisöflun. Til að hann geti vaxið áfram þarf umhverfið að vera gott. helgivifill@frettabladid.is Það þarf að gæta þess að fara ekki of bratt í stýrivaxtahækkanir. Þetta er jafnvægislist. Það þarf að hækka vexti nægilega mikið til að ná niður verðbólgu, en ekki of mikið til að kæfa ekki hagvöxt. Þetta segir Ing- ólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, í sjónvarps- þætti Markaðarins sem sýndur var í gærkvöldi á Hringbraut. Verðbólga hefur ekki verið hærri í tíu ár. Hún er 5,7 prósent, en við- mið Seðlabankans er 2,5 prósent. Húsnæðisverð hefur hækkað um ríflega 18 prósent á einu ári. Seðla- bankinn mun tilkynna um stýri- vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Hagkerfið fékk skell í Covid-19 heimsfaraldrinum. Ingólfur sagði að þó svo hagvaxtarhorfur séu ágætar í augnablikinu fyrir árið í ár, sé útlitið „ekkert sérstaklega bjart“ fyrir næsta og þarnæsta ár, ef marka megi opinberar spár. Það væri mikilvægt að auka gjaldeyristekjur og halda uppi fjárfestingu og helst auka hana. „Við viljum byggja upp nýjar stoðir í útflutningi. Hugverkaiðn- aður er orðinn mjög ráðandi í gjald- eyrisöf lun. Við viljum sjá hann vaxa og dafna áfram. Til þess þarf umhverfið að vera gott,“ segir hann. Að sögn Ingólfs hefði verið hægt að gera mun betur í að halda verð- bólgu í skefjum, í ljósi þess að hún er drifin áfram af verðhækkunum á húsnæði. Þær skýri um þriðjung verðbólgunnar, sem sé talsvert. Það sem fyrst hafi drifið áfram húsnæðisverðshækkanir á undan- förnum tveimur árum hafi verið aukin eftirspurn, sem rekja megi til vaxtalækkana, aukins kaupmáttar og fleiri þátta. Hann segir að strax árið 2019 hafi íbúðum í byggingu tekið að fækka. Talning Samtaka iðnaðarins leiddi í ljós að íbúðir á fyrstu byggingar- stigum hafi fækkað, sem væri fyrir- boði um að framboð á húsnæði yrði minna. „Það er að drífa verðhækkun á húsnæði og verðbólgu í augnablik- inu. Við erum að upplifa verulegan skort á framboði á nýju íbúðarhús- næði og húsnæði almennt,“ segir hann. Ingólfur segir að á skömmum tíma hafi fjöldi íbúða í sölu á höfuð- borgarsvæðinu dregist saman úr ríflega tvö þúsund niður fyrir 500. Fjöldinn fari enn minnkandi. Að hans sögn er lóðaskortur flöskuháls byggingaframkvæmda. „Ábyrgðin liggur mikið hjá sveita- stjórnum. Ekki síst sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fólksfjölgunin á sér stað að mestu leyti,“ segir Ingólfur og nefnir að allar aðgerðir til að auka framboð á íbúðum litið til næstu mánaða og ára, hafi áhrif á verðbólguvænt- ingar. ■ Fari ekki of bratt í vaxtahækkanir Íbúðum í byggingu tók að fækka árið 2019. Það var fyrirboði um að framboð á fasteignamarkaði yrði minna. „Það er að drífa verðhækkun á húsnæði og verðbólgu í augnablikinu,“ segir Ingólfur Bender. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Óttast að verðbólga verði þrálátari en áður var talið Daníel Svavarsson, forstöðu- maður hagfræðideildar Landsbankans, býst ekki við að verðbólga muni aukast mikið á næstunni, en óttast að hún verði þrálátari en áður hafi verið talið. Hann reiknar með að verð á innfluttum vörum muni hækka. Fram hefur komið í fréttum að heildsalar reikni með verðhækk- unum erlendis frá. „Það hefur hjálpað okkur að krónan hefur staðið sig eins og hetja í gegnum kórónukrísuna og hefur verið að styrkjast undanfarnar vikur. Þrátt fyrir að aðrar smámyntir hafi sveiflast mikið, hefur krónan náð að standa af sér vindinn,“ segir Daníel við sjón- varpsþátt Markaðarins og nefnir að væntingar séu um að krónan haldi áfram að styrkjast. Það haldi aftur af verðhækkunum erlendis frá að einhverju leyti. Að hans sögn sé ýmislegt sem bendi til að aukin eftirspurn sem hafi myndast í Covid-19 hafi knúið verðhækkanir. Nú sé faraldurinn að líða undir lok, örvunaraðgerðir tengdar honum í Bandaríkjunum og evrusvæðinu séu að mestu yfirstaðnar og þá sé líklegt að það dragi úr eftirspurn sem gæti þrýst verði niður. Spurningin sé hve hratt það muni gerast. Mögulega muni kólnandi áhrif koma fram á næstu mánuðum, en kannski ekki fyrr en á seinni helmingi ársins. Daníel Svavarsson, forstöðumað- ur hagfræði- deildar Lands- bankans Ingólfur Bender, aðalhagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.