Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2022, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 03.02.2022, Qupperneq 13
Sveitarstjórnarkosningar eru ekki eins pólitískar og þingkosningar. Alþingi ræður að mestu verkefn- um og tekjum sveitarfélaganna. Pólitískt svigrúm þeirra er því takmarkað. Yfirleitt hefur þó verið býsna góður pólitískur hiti í kosningum til borgarstjórnar í Reykjavík. Þrætur um sátt Eitt helsta þrætueplið í borgar- málaumræðunni nú á rætur í ólíkri hugmyndafræði um einka- bíla og almenningssamgöngur. Að jafnaði er það merki um pólitískt heilbrigði þegar kosningaum- ræður snúast um prinsipp. En þessi hugmyndafræðilega kosningadeila er aftur á móti merki um einstaka þrætubók. Það eru nefnilega aðeins tæp þrjú ár síðan einhver stærsta pólitíska sátt aldarinnar var einmitt gerð um sameiginlega samgöngustefnu á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ríkisstjórnin er stærsti stjórn- sýsluaðilinn að samkomulaginu ásamt Reykjavíkurborg og fimm nágrannabæjum. Sjálfstæðisflokkurinn er lang- samlega stærsti pólitíski aðilinn að sáttinni með fjármálaráðherr- ann og fimm bæjarstjóra. Næst koma Samfylkingin með borgar- stjórann og Framsókn með inn- viðaráðherrann og svo Viðreisn, VG og Píratar. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru á móti. Grasrót Sjálfstæðisflokksins í höfuðborgarsveitarfélögunum sex hefur síðan gert almennings- samgönguhlutann í sáttmálanum að hugmyndafræðilegu átakaefni gegn eigin formanni og borgar- stjóra. Jafnvægi Stóra spurningin er: Hvernig getur samkomulag með svo mikla pólitíska breidd orðið að slíku kosningamáli? Svarið við þessari spurningu verður enn f lóknara þegar efni samgöngusáttmálans er skoðað. Hann felur í sér fjárfestingar fyrir 120 milljarða króna á 15 árum. Skiptingin er þannig milli einkabíla og almenningssam- gangna að rúmir 52 milljarðar króna fara í hraðbrautir, stokka og gatnamót en tæpir 50 milljarðar króna í borgarlínu. Jafnvægið getur ekki verið betra. Svo fara lægri upphæðir í stíga, undirgöng, öryggisaðgerðir og stafræna umferðarstýringu. Glundroðakenningin snýst við Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæð- isf lokksins hefur verið klofinn í málinu. En miðjumeirihluti vinstrif lokkanna og Viðreisnar hefur verið samstæður allan tímann. Þetta eru mikil pólitísk umskipti. Áður sýndi Sjálfstæðisflokkur- inn styrk með því að benda á glundroða vinstri f lokka og svo á Framsókn, sem gjarnan var bæði með og móti stærstu málum. Nú er það hann, sem er bæði með og á móti mestu framkvæmdaáætlun í samgöngumálum, sem gerð hefur verið. Með og móti pólitíkin ein- skorðast ekki við þetta mál. Þessi veikleiki hefur einnig komið fram í því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið bæði með og á móti sóttvarnaákvörðunum, þingmenn hans töluðu bæði með og á móti þriðja orkupakkanum og fram- bjóðendur hans mæla bæði með og á móti aðild Íslands að innri markaði Evrópusambandsins. Flókið að stöðva Til að stöðva borgarlínuna þyrfti óklofinn borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna að fá meirihluta með Miðflokki og Flokki fólksins. Jafnframt yrðu bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins í fimm nágrannabæjarstjórnum að skipta um skoðun eða falla fyrir Mið- flokknum. Loks yrði að knýja fjármála- ráðherra til að rjúfa samkomulag stjórnarflokkanna um málið. Það gæti svo sett stjórnarsamstarfið í uppnám. Flóknara getur það tæpast verið að vinna hugsjónamáli framgang. Hin hliðin er lítið rædd En það er önnur hlið á samgöngu- sáttmálanum, sem lítið hefur verið rædd. Það þarf nefnilega að borga brúsann. En þá heitu kart- öflu vilja færri snerta. Sáttmálinn kveður á um, að sérstök f lýti- og umferðargjöld á einkabíla eigi að standa undir helmingi kostnaðarins. Allir samningsaðilar eru eðlilega skuldbundnir til að styðja þetta prinsipp. Að auki stendur fyrir dyrum heildarendurskoðun á bílasköttum. Ábyrgðin á útfærslu þessa hluta sáttmálans hvílir á fjármálaráð- herra og innviðaráðherra. Sá bolti veltur nú fram og til baka á skrif- borðum þeirra. Þótt senn sé fimmtungur samn- ingstímans liðinn bólar ekkert á tillögum um útfærslu á þessum eldfima hluta sáttarinnar. Seinagangur Umferðaskattar geta ekki síður en önnur skattlagning verið efni- viður í hugmyndafræðileg átök. Ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að halda þessu heita máli utan við alþingiskosningarnar. Og nú virðast þeir líka ætla að draga til- lögugerð fram yfir sveitarstjórnar- kosningar og kjarasamninga. Það er augljóslega snúið að koma fram með lagafrumvarp um nýja umferðarskatta þegar stærsti stjórnarflokkurinn er bæði með og á móti framkvæmdasamkomu- laginu, sem skattheimtan á að standa undir. Að réttu lagi á ríkisstjórnin að sæta gagnrýni fyrir þennan seinagang. Það gæti verið alvöru kosningamál. ■ Þorsteinn Pálsson ■ Af Kögunarhóli Að vera bæði með og á móti Undir hatti samstarfs utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu auglýsir ráðuneytið eftir umsóknum um styrki til þróunarsamvinnuverkefna og eru allt að 55 milljónir króna til úthlutunar til nýrra verkefna. Hafa þín félagasamtök áhuga á að leggja sitt af mörkum til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Markmið styrkjanna er að draga úr fátækt, bregðast við neyðarástandi og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í þróunarríkjum. Sérstök áhersla er lögð á mannréttindi, jafnrétti kynjanna og loftlagsmál í samræmi við stefnu Íslands um alþjóðlega þróunarsamvinnu. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem koma til framkvæmdar í samstarfslöndum Íslands eða nágrenni þeirra í tvíhliða þróunarsamvinnu. Opið er fyrir umsóknir vegna styrkja til þróunarsamvinnuverkefna til 14. mars 2022. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið ásamt verklagsreglum á www.utn.is/felagasamtok Óskir um nánari upplýsingar og frekari fyrirspurnir skal senda á netfangið felagasamtok.styrkir@utn.is Þróunarsamvinna: Styrkir til félagasamtaka Flóknara getur það tæpast verið að vinna hugsjónamáli fram- gang. Það er mikilvægt að skólarnir okkar bjóði upp á fjölbreytta þjónustu fyrir börn með ADHD. Ég er 32ja ára gamall og var greindur með ADHD þegar ég var 4ra ára. Mamma mín var í Fósturskóla Íslands á þessum tíma og held ég að það hafi verið ástæða þess að hana hafi grunað að ekki væri allt með felldu hjá litla drengnum hennar. Það var ekki algengt á þessum árum að vera greindur með ADHD og sennilega hef ég verið í fyrstu bylgjunni. Um var að ræða nokkuð týpískan ADHD-strák, að ég held. Ég var með frammistöðukvíða, átti auðvelt með að eignast vini en erfið- ara gekk að halda í þá, ég þurfti að takast á við þráhyggju, stjórnsemi og lélega tilfinningastjórnun – og ég var utan við mig og tíndi öllu sem ég og aðrir áttu og þar fram eftir göt- unum. Á mínu heimili fann ég aldrei fyrir þeirri tilfinningu að ég væri að bregðast. Það var ekki leyndarmál að ég væri með ADHD. Mamma mín sagði mér það og ég túlkaði það sem svo að það væri eitthvað aðeins öðruvísi við mig og að ADHD væri eitthvað sem ekki allir voru með. Stundum skammaðist ég mín smá fyrir það, en oftast ekki. Frá því að ég var barn var reynt að setja mig alls konar íþróttastarf. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég var sendur í dans. Þegar tíminn var hálfnaður var mamma mín vinsamlegast beðin um taka mig af æfingunni, snarpur dansferill hjá mér. Margir af mínum vinum voru í íshokkí og sló ég til og fann mig um leið og ég prófaði að vera mark- vörður. Þá þurfti ég ekki að bíða í röð eftir að fá að vera með, skilja neinar æfingar eða leikkerfi – mark- miðið var einfalt! Að æfa íshokkí var mikil gæfa fyrir mig. Þar átti ég félaga, fékk útrás og tilheyrði. Ég æfði íshokkí í 12 ár, var í landsliðinu en hætti þegar ég byrjaði í háskóla. Fyrir tveim árum byrjaði ég aftur og er meistaraflokksmarkvörður hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Þegar þú ert með ADHD er ekki ólíklegt að þú upplifir þig svolítið á skjön. Þú virðist ekki geta gert neitt alveg rétt, þú gefur annað hvort of mikið af þér eða of lítið og þú ert of áhugasamur eða of áhugalaus. Skilningsleysi er mesta ógnin, að gera ráð fyrir að viðkomandi geti gert allt á sama hátt og aðrir. Það var mikil gæfa í mínu lífi að hafa fengið greiningu snemma og eiga mömmu með bein í nefinu. Ég man óljóst eftir fundum á stofnunum, foreldraviðtölum og þar fram eftir götunum, en ég gleymi aldrei hversu staðföst mamma mín var þegar á þurfti að halda í þessum aðstæðum, en það þurfti svo sannarlega að ganga á eftir hlutunum. Nánast alla mína skólagöngu fékk ég viðeigandi þjónustu. Þegar ég fann fyrir mikl- um spenningi í skólastofunni fékk ég að ganga út í nokkrar mínútur, án þess að þurfa að láta kennara sér- staklega vita. Traustið sem ég hafði frá starfsfólki skólans gerði það að verkum að ég misnotaði þessi for- réttindi aldrei svo ég muni. Auka íþróttatímar voru í boði fyrir mig og blöð í mismunandi litum, sem áttu að auðvelda mér við einbeitingu. Ég fékk hljóðbækur á kassettum þegar ég var á miðstigi og stuðningsaðila í unglingadeild, í þeim fögum sem ég átti erfitt með að einbeita mér í. Ég fékk sérkennslu, auka tölutíma og að taka próf í sérstöku rými, svo eitthvað sé nefnt. Ég var oftast einn í þessum úrræðum. Þetta virkaði! Öll þessi ótrú- lega vinna sem allt þetta frábæra fólk innti af hendi til þess eins að hjálpa mér að geta tekist á við lífið, allur þessi tími, peningar, til- raunir og samtöl. Í dag ölum við sambýliskona mín upp þrjú börn, ég er lærður málarameistari, bygg- ingafræðingur, stundaði meistara- nám í skipulagsfræði og starfa sem borgarfulltrúi og myndlistarmaður. Ég á í góðum samskiptum við fólk, á vini, þekki mínar takmarkanir og styrkleika. Ég vinn stöðugt með þau verkfæri sem ég hef fengið í gegnum árin, meðvitað og ómeðvitað. Ég veit að það eru ekki allir svona lánsamir. Eins og ég nefndi í upphafi þá var mamma mín afar meðvituð um þessi mál frá því ég var mjög ungur og naut ég góðs af því. En það er ekki nóg að foreldrar séu meðvit- aðir um vandann, skólarnir okkar verða einnig að geta tekið á málum hjá krökkum eins og mér. Það er aldrei of seint. Við kennara í Hamra- skóla, Foldaskóla og Langholtsskóla, vil ég segja takk. Sama má segja um barna- og unglingageðdeild Land- spítalans, þjálfara og síðast en ekki síst vil ég þakka mömmu minni fyrir það ótrúlega þrekvirki sem það hefur verið að koma mér ekki ruglaðri en þetta út í lífið. ■ Þakkarbréf frá strák með ADHD Aron Leví Beck borgarfulltrúi og frambjóða ndi Samfylkingar- innar í Reykjavík Traustið sem ég hafði frá starfsfólki skólans gerði það að verkum að ég misnotaði þessi forréttindi aldrei svo ég muni. FIMMTUDAGUR 3. febrúar 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.