Fréttablaðið - 03.02.2022, Side 23

Fréttablaðið - 03.02.2022, Side 23
Mannauðurinn skiptir náttúrlega öllu máli. Hjá okkur starfar hæfileikaríkt fólk sem sýnir frumkvæði og metnað. Og forvitni, sem skiptir líka miklu máli! Lilja Björk Einarsdóttir Landsbankinn mældist efstur banka í ánægju- voginni, þriðja árið í röð. Lilja Björk Einarsdóttir, banka- stjóri Landsbankans, segir lykil að góðum árangri vera framúrskarandi þjónustu og frábært starfsfólk. „Við einföldum viðskipta- vinum lífið með því að bjóða þeim framúrskarandi stafræna þjónustu, en um leið leggjum við áherslu á persónuleg samskipti og faglega ráðgjöf þegar á þarf að halda,“ segir Lilja. Þetta eru lykilatriði í stefnu sem Landsbankinn hefur unnið eftir frá árinu 2021 en í henni var lögð enn meiri áhersla á ánægju við- skiptavina. „Við urðum því afskaplega ham- ingjusöm með úrslitin í ánægju- voginni. Auðvitað vorum við með krossaða fingur, en úrslitin voru í takt við kannanir sem við látum framkvæma og hafa sýnt stöðugt vaxandi ánægju með þjónustuna. Annar og ekki síður mikilvægur mælikvarði er að starfsfólk okkar, sem er í hvað mestum samskiptum við viðskiptavini, hefur einn- ig fundið að viðskiptavinir eru ánægðir og að traustið í samskipt- um hefur aukist,“ segir Lilja. Mætum ólíkum þörfum Lilja segir Landsbankann í stöð- ugri framför. Það þýðir að bankinn er ekki eingöngu að horfa til þess að reksturinn sé traustur, heldur einnig sífellt að horfa til snjallra og nýrra leiða til að veita banka- þjónustu. Þarfir viðskiptavina séu ólíkar og álit þeirra á þjónustunni byggi á mismunandi notkun og upplifun. „Á meðan sum eru ánægð vegna þess að þeim finnst appið okkar vera besta bankaappið, þá eru önnur fyrst og fremst ánægð vegna þess að þau fengu trausta ráðgjöf og góð kjör á íbúðalánið. Til að sem flestir viðskiptavinir séu ánægðir með þjónustuna þarf því að huga að mörgum þáttum og það höfum við svo sannar- lega lagt okkur fram um að gera. Við höfum lagt mikla áherslu á stafræna þróun og ánægja með stafrænar lausnir bankans, hvort sem er fyrir fyrirtæki eða ein- staklinga, er mikil. Þá leggjum við mikla áherslu á að bjóða góð kjör og höfum undanfarin þrjú ár verið í forystu um að bjóða hagstæð kjör á óverðtryggðum íbúðalánum, auk þess sem við höfum gert ferlið við að sækja um íbúðalán, festa vexti og gera greiðslumat, einstaklega einfalt og skjótvirkt. Þetta hefur leitt til þess að sífellt f leiri kjósa að taka íbúðalán hjá Landsbankan- um, hvort sem er vegna fasteigna- kaupa eða til að endurfjármagna á betri kjörum. Góð þjónusta og góð kjör spyrjast út,“ segir Lilja. Aldrei fleiri nýir viðskiptavinir Viðskiptavinum Landsbankans hefur fjölgað mikið og telur Lilja það meðal annars vera vegna þess að aðgangur að því að koma í við- skipti sé einfaldur og orðspor um góða þjónustu spyrjist út. „Á síðasta ári fjölgaði viðskipta- vinum meira en nokkru sinni fyrr. Við sáum bæði fjölgun í hópi einstaklinga, en ríflega 5.000 ein- staklingar bættust í hóp viðskipta- vina Landsbankans, og einnig voru fleiri fyrirtæki en nokkru sinni fyrr sem hófu viðskipti við bank- ann. Það er gríðarleg samkeppni um viðskiptavini og við leggjum okkur verulega fram við að hafa stöðugt góða og áreiðanlega þjónustu. Það var mjög ánægjulegt að sjá að um helmingur af nýjum fyrirtækjaviðskiptum eru við fyrirtæki sem hafa flust úr öðrum bönkum. Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði er nú 39,5 prósent og hefur aldrei mælst hærri. Við erum með tæp- lega 34 prósenta markaðshlutdeild á fyrirtækjamarkaði, en sá mark- aður er reyndar mjög ólíkur eftir stærð og staðsetningu. Mikill og góður árangur hefur einnig náðst í eignastýringu, miðlun, fyrirtækja- ráðgjöf og á fleiri sviðum og allt styður þetta hvert annað,“ segir Lilja. Frumkvæði, metnaður og for- vitni starfsfólks góð blanda Lilja er ekki í vafa um að sá árangur sem bankinn hefur náð byggi á því að hjá honum starfi frábært starfs- fólk, hvort sem það vinnur við að þróa og búa til nýjar stafrænar lausnir, í útibúum og þjónustuveri, bakvinnslu eða annað. „Mannauðurinn skiptir náttúr- lega öllu máli. Hjá okkur starfar hæfileikaríkt fólk sem sýnir frum- kvæði og metnað. Og forvitni, sem skiptir miklu máli! Það er mikil- vægt að viða stöðugt að sér nýrri þekkingu og spyrja spurninga. Svo má ekki gleyma því að það á að vera gaman í vinnunni. Allir eiga að fá njóta sín, þannig næst bestur árangur,“ segir Lilja og bætir við að það sé mikil tilhlökkun í loftinu nú þegar takmörkunum verður aflétt, að fá allan hópinn aftur inn og vinnustaðurinn verði líflegur á ný. Persónuleg þjónusta skiptir máli Aukin samkeppni á fjármála- markaði snýst ekki síst um hver getur boðið bestu og þægilegustu stafrænu þjónustuna, enda eru 99 prósent af öllum bankaerindum framkvæmd af viðskiptavinum í gegnum síma og tölvu. Sum erindi er þó ekki hægt að leysa með staf- rænum hætti og tiltekna þjónustu verður aldrei hægt að veita nema með persónulegum hætti, að sögn Lilju. „Persónuleg tengsl, ekki hvað síst í fyrirtækjarekstri, skipta líka miklu máli, sérstaklega þegar eitthvað bjátar á – það höfum við fundið vel á undanförnum tveimur árum. Við viljum rækta viðskipta- sambönd til langs tíma. Við teljum áfram mikilvægt að bankinn sé til staðar um allt land og reynsla og tengsl starfsfólks í útibúanetinu hafa reynst afar mikilvæg. Við höfum líka nýtt tækifærið sem kom með breyttu vinnulagi til að búa til eitt þétt þjónustunet sem nær yfir allt landið. Starfsfólk getur sinnt viðskiptavinum hvar sem það er á landinu og þessi breyting hefur verið kærkomin.“ Sér í lagi sé þetta mikilvægt þar sem var orðið minna að gera í úti- búum. „Á sama tíma vorum við með gríðarlega reynslumikið starfsfólk sem nú getur veitt viðskiptavinum þjónustu hvar sem er á landinu. Við erum búin að mennta um 140 fjármálaráðgjafa og það er frábært að vera komin á þann stað að geta virkilega nýtt þennan mannauð. Þetta hefur gefist gríðarlega vel og er komið til að vera. Við höfum líka lengt þjónustutímann og nú er hægt að panta tíma frá klukkan 10 til 18, þó svo að útibúin séu opin skemur. Við hvetjum viðskiptavini til að nýta sér tæknina og panta tíma þegar þeim hentar. Þetta hefði verið mjög dýrt og erfitt hér áður, en eftir Covid er fjarþjónusta orðin sjálfsögð og hnökralaus,“ segir Lilja. Orkuskipti áhersla hjá nýjum sjálfbærnisjóði Fjármálafyrirtæki hafa, ásamt öðrum, lagt aukna áherslu á sjálf- bærni en hvernig sér Lilja það sam- ræmast hlutverki banka? Hún segir áherslu á sjálfbærni skipta veru- legu máli í mörgum þáttum, en til dæmis sé sjálfbærni mikilvæg fyrir fjármögnun bankans og þar með fyrir þau kjör sem bankinn getur boðið viðskiptavinum. Fjárfestar velja heldur að fjármagna banka sem stendur sig vel í UFS-þáttum, svo framarlega sem reksturinn sé líka í lagi. „Fyrirtæki sem starfa sam- kvæmt UFS-viðmiðum eru líklegri til að lifa til lengri tíma; þau eru áhættuminni. Það er að sjálfsögðu mikilvægt þegar kemur að fjár- mögnun. Þetta eru nákvæmlega sömu viðmið og við horfum sjálf til við lánveitingar. Við höfum tekið risastór skref í sjálfbærni- málum á síðustu misserum enda eru loftslagsmálin helsta áskorun samtímans. Á síðasta ári áætluðum við meðal annars losun gróður- húsalofttegunda frá útlánum okkar í fyrsta sinn, gáfum tvisvar út græn skuldabréf, sjálfbærni- merki bankans fyrir sjálfbæra fjár- mögnun fyrirtækja leit dagsins ljós og grænar vörur bættust við vöru- úrvalið okkar,“ greinir Lilja frá. Hún bætir við að sjálfbærni- vinna innan fjármálafyrirtækis sé hvorki áhugamál né gæluverk- efni. Það hafi bein áhrif á afkomu bankans og þá þjónustu sem hægt er að veita viðskiptavinum. Lands- bankinn ætli að vera í fremsta flokki í sjálfbærni. „Það er mikilvægt að horfa til framtíðar og bankinn tekur þátt í að efla íslenskt samfélag. Fyrr í vikunni tilkynntum við um nýjan styrktarsjóð bankans, Sjálfbærn- isjóðinn, sem mun fyrst um sinn styðja við hugmyndir og verk- efni sem snúa að orkuskiptum. Sjóðurinn er ekki síst ætlaður námsfólki og sprotafyrirtækjum, og við hlökkum til að sjá hvort einhver spennandi verkefni verði til og jafnvel að fyrirtæki í við- skiptum við bankann geti nýtt þau og unnið áfram,“ segir Lilja. ■ Allar nánari upplýsingar um Landsbankann á landsbankinn.is Allir eiga að njóta sín í vinnunni Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Hún segist afskaplega hamingjusöm með úrslitin í ís- lensku ánægju- voginni og að þau hafi verið í takti við reglu- legar kannanir Landsbankans á ánægju við- skiptavina. MYND/SILLA PÁLS kynningarblað 3FIMMTUDAGUR 3. febrúar 2022 ÍSLENSK A ÁNÆGJUVOGIN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.