Fréttablaðið - 03.02.2022, Qupperneq 25
Starfsfólk er ein af
mikilvægustu
auðlindum hvers fyrir-
tækis og okkar góða
starfsfólk hefur gert
fyrirtækið að því sem
það er í dag.
Sigurður B. Pálsson
Sigurður B. Páls-
son, forstjóri
BYKO, segir að
það sé mikil-
vægt fyrir fyrir-
tæki að taka
samfélagslega
ábyrgð alvar-
lega, ef þau vilja
endast og
halda áfram að
standast kröfur
viðskiptavina.
MYND/AÐSEND
BYKO leggur áherslu á að
halda vel utan um mann
auðinn, tryggja jafnrétti
og sýna samfélagslega
ábyrgð, en trúin er sú að
ánægt starfsfólk veiti góða
þjónustu. BYKO hefur verið
efst í flokki byggingavöru
verslana hjá Íslensku
ánægjuvoginni fimm ár í röð
og virðist því á réttri leið.
„BYKO leit dagsins ljós árið 1962
og verður því 60 ára á þessu ári.
Einn af undirstöðuþáttum þess
árangurs sem við höfum náð á
þeim tíma, er að þekkja upp-
runann, söguna og þau gildi sem
hafa fylgt okkur frá upphafi. Stofn-
endur og eigendur gáfu fyrirtæk-
inu brag sem stendur alltaf fyrir
sínu, en þeir lögðu áherslu á gott
fólk, öfluga liðsheild, samkennd
og mjög skýra framtíðarsýn,“ segir
Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO.
„Allir þessir þættir falla meira eða
minna undir hina mannlegu hlið
rekstrarins, en starfsfólk er ein af
mikilvægustu auðlindum hvers
fyrirtækis og okkar góða starfsfólk
hefur gert fyrirtækið að því sem
það er í dag. Að treysta, útdeila
verkefnum og ábyrgð og það að
fólk raðist í stöður þar sem styrk-
leiki þess fær að njóta sín og gleðin
birtist, er lykilatriði.
Sérstaða BYKO liggur í þeirri
hæfni og þekkingu sem býr í
mannauðinum og ég er ákaf-
lega stoltur af samstarfsfélögum
mínum og framlagi þeirra til
fyrirtækisins. Starfsmannavelta
er lág hjá okkur og starfsaldur er
hár,“ segir Sigurður. „Á hverju ári
heiðrum við starfsfólk sem hefur
starfað fyrir BYKO í 10 ár og lengur
og það þýðir að við heiðrum í
kringum 30 starfsmenn á ári, en
hjá fyrirtækinu starfar stór hópur
starfsmanna sem hefur fylgt fyrir-
tækinu í 30 ár eða lengur.
Starfsánægja og hollusta starfs-
fólks, eru áskoranir sem fyrirtæki
landsins standa frammi fyrir og
við gerum okkur grein fyrir þeim
breytingum sem eru að verða á
gildismati fólks,“ segir Sigurður.
„Fólk er byrjað að gera kröfur um
sveigjanlegri vinnutíma, aukinn
tíma með fjölskyldu og vinum og
svo mætti áfram telja. Við tökum
vitanlega mið af þessum breyt-
ingum í okkar framtíðarsýn.“
Fjölbreytileiki skilar
betri niðurstöðu
„Jafnrétti í öllum sínum myndum
er okkur hjá BYKO mjög hugleikið.
Skýr jafnréttisáætlun er til staðar
þar sem allir bera sameiginlega
ábyrgð á að gæta að jafnræði og að
jafnrétti sé virt í hvívetna innan
félagsins,“ segir Sigurður. „Við
vorum til að mynda að innleiða
einn þátt verkefnisins, sem snýr að
þátttöku BYKO við greiðslu fæð-
ingarorlofs, en við greiðum 20% af
launum hvers starfsmanns sem kýs
að taka fæðingarorlof og megin-
markmiðið er að hvetja öll kyn
til töku fæðingarorlofs. BYKO er
enn nokkuð karllægt fyrirtæki og
gögnin segja okkur að karlmenn
nýti sér síður fæðingarorlofsrétt,
meðal annars vegna tekjufalls.
Það er auðvelt að skrifa fallegar
stefnur og orð, en við gerum okkur
grein fyrir þeim áskorunum sem
við stöndum frammi fyrir. Ein
þeirra er að tryggja að starfsfólk
sjái tilgang og ávinning af jafn-
réttisáætluninni og hafi um leið
skilning á henni. Það gerist með
stöðugri fræðslu og samtali,“ segir
Sigurður. „Jafnrétti kynjanna er
eitt af heimsmarkmiðunum sem
við höfum valið okkur að styðja
við og við höfum náð góðum
árangri í að jafna kynjahlutföllin,
í þeim annars karllæga heimi sem
byggingavörumarkaðurinn er og
það hefur náðst jafnvægi í helstu
stjórnunarlögum félagsins.
Við viljum einnig beita okkur
út á við og hafa áhrif og teljum
það hlutverk okkar sem ábyrgt
fyrirtæki. Eitt af verkefnunum
sem við erum að vinna að er að
brjóta niður staðalímyndir í
byggingariðnaði og hvetja konur
til náms í iðngreinum og áfram
inn á vinnumarkaðinn,“ segir
Sigurður. „Gögnin segja okkur að
konum í iðnnámi sé að fjölga, sem
er ánægjulegt, en þær eru ekki að
skila sér í sama hlutfalli út á vinnu-
markaðinn. Við viljum hafa áhrif
á báða þætti, því betur má ef duga
skal, við eigum afar langt í land.
Okkar skoðun er einfaldlega
sú að fjölbreytileikinn skili betri
niðurstöðu. Byggingariðnaðurinn
er að verða af svo miklum hæfi-
leikum vegna þess að það er
hindrun fyrir konur að ganga
þennan veg og því viljum við
breyta,“ útskýrir Sigurður. „Við
stefnum á fullkomið jafnrétti sem
byggir á fjölbreytileika og fræðslu
og viljum vera góð fyrirmynd og
hafa áhrif á aðra.“
Samfélagsábyrgð fyrirtækja á
tímamótum
„Allar atvinnugreinar standa
á tímamótum þegar kemur að
samfélagslegri ábyrgð. Margar
eru komnar mjög langt, á meðan
aðrar eru að máta sig inn í nýjan
og breyttan veruleika. Heimurinn
allur eru í umbreytingarferli hvað
þetta varðar og samfélagsleg
ábyrgð er gríðarlega stórt hugtak
sem nær yfir mjög marga þætti í
rekstri fyrirtækja,“ segir Sigurður.
„Lög og reglur sem gilda hverju
sinni eru hluti af samfélagslegri
ábyrgð sem allflest fyrirtæki eru
vel meðvituð um og fylgja í hví-
vetna. Það sem snýr að mannauðs-
málum, sérstaklega jafnréttis-
málum, er styttra á veg komið og
breytist hratt.
Sjálfbærnivegferðin er svo enn
einn armurinn sem fellur undir
samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.
Ég spái og reikna fastlega með því
að hraði breytinga sé svo mikill að
þau fyrirtæki sem átta sig ekki á
mikilvægi þess að móta sér skýra
stefnu og framtíðarsýn hvað þetta
varðar heltist úr lestinni,“ segir
Sigurður. „Kröfur stjórnvalda, sam-
félagsins, eigenda, hagsmunaaðila
og viðskiptavina eru allar þær
sömu, þannig að ég er bara viss
um að innan tíu ára (ath. Parísar-
samkomulagið 2030) verði búin að
eiga sér stað einhver endurnýjun
fyrirtækja á byggingavörumark-
aði. Myndin verður alveg skýr.
Vistvænir valkostir og byggingar
byggðar eftir umhverfismerkjum
Svansins eða BREEAM verða
ráðandi og öllum mun finnast eðli-
legt og sjálfsagt að leggja áherslu á
jafnréttis- og sjálfbærnimál.“
Viðurkenningin hvetjandi
og vekur stolt
Þann 21. janúar síðastliðinn fékk
BYKO viðurkenningu á verðlauna-
hátíð Íslensku ánægjuvogarinnar,
sem mælir ánægju viðskiptavina
með þjónustu fyrirtækja, en
fyrirtækið fékk flest stig í f lokki
byggingavöruverslana.
„Þetta er gríðarlega mikilvæg
viðurkenning fyrir okkur og við
erum mjög stolt af því að hafa
fengið þessa viðurkenningu fimm
ár í röð og unnið með marktækum
mun. Um leið hvetur þetta okkur
áfram og staðfestir að við séum
á réttri leið,“ segir Sigurður. „Við
höfum það að leiðarljósi alla daga
að mæta þörfum og væntingum
viðskiptavina okkar og skapa
bestu heildarupplifun viðskipta-
vina sem völ er á.
Þjónustuþættirnir eru eitt af
því sem gefur okkar sérstöðu,“
útskýrir Sigurður. „Viðskiptavinir
gera kröfur um aukna þjónustu
þegar kemur að ráðgjöf, vöru-
úrvali og að varan sé til þegar á
þarf að halda. Með öðrum orðum
þurfum við að skapa góða heildar-
upplifun.
■ Síðasta ár einkenndist af mikilli
greiningar- og stefnumótunar-
vinnu sem tók mið af þörfum og
væntingum viðskiptavina BYKO,
með það að leiðarljósi að skapa
bestu heildarupplifun við-
skiptavina í framkvæmdum og
fegrun heimilisins. Við settum
mikla áherslu á að þróa stafræn-
ar lausnir sem gera viðskiptavini
BYKO meira sjálfbjarga. Mörg
verkefni hafa orðið að veru-
leika sem styðja vel við okkar
framtíðarsýn. Við settum til að
mynda rafrænar tímabókanir í
loftið sem gera viðskiptavinum
kleift að bóka tíma í palla-, lita-,
framkvæmda-, innréttinga- og
viðskiptaráðgjöf á netinu í gegn-
um https://byko.is/thjonusta/
radgjof-og-thjonusta.
■ Við gerðum viðskiptavinum líka
kleift að sækja um reikningsvið-
skipti á BYKO.is með rafrænum
skilríkjum.
■ Við vorum fyrsta bygginga-
vöruverslunin til að innleiða
sjálfsafgreiðslukassa í versl-
anir okkar. Í fyrra opnuðum við
eingöngu fyrir staðgreiðslu en
frá og með næstu viku verður
einnig hægt að setja greiðslur í
viðskiptareikning í öllum okkar
verslunum.
■ Við byrjuðum einnig að vinna
í nýjum vef og í vikunni opna
nýjar þjónustusíður BYKO, sem
við köllum mínar síður. Þjón-
ustuvefurinn verður mun not-
endavænni en áður og verður
þróaður áfram.
Við erum full þakklætis fyrir
traustið og þá tryggð sem við-
skiptavinir hafa sýnt okkur í
gegnum tíðina. Það skiptir okkur
einfaldlega máli að okkar við-
skiptavinum vegni vel í því sem
þeir eru að fást við hverju sinni,
hvort sem það er fegrun heim-
ilisins eða aðrar minni eða stærri
framkvæmdir,“ segir Sigurður.
„Við horfum björtum augum til
framtíðar og hlökkum til áfram-
haldandi samstarfs við okkar við-
skiptavini.“ ■
Framúrskarandi
fyrirtæki byggir á
hæfileikaríku fólki
kynningarblað 5FIMMTUDAGUR 3. febrúar 2022 ÍSLENSK A ÁNÆGJUVOGIN