Fréttablaðið - 09.02.2022, Síða 2
Við virðumst komin
inn í nýjan veruleika í
kirkjunni. Það fer að
vanta presta.
Arnaldur Bárðarson,
prestur í Árborgarprestakalli
Vélinni sigað á snjóinn
Húsvörðurinn í Menntaskólanum í Reykjavík sat síður en svo aðgerðalaus þegar allt fylltist af snjó fyrir utan skólabygginguna í gær. Húsvörðuinn vann
hörðum höndum að því að hreinsa snjóinn frá göngustíg á lóðinni með aðstoð snjómokstursvélar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Einstæð uppákoma í Íslands-
sögunni þegar hjón sóttu
um sömu prestsstöðuna við
Skálholt. Hjónafriði borgið
að hvorugt fékk, segir annað
þeirra. Misrétti leiðrétt.
bth@frettabladid.is
ÞJÓÐKIRKJAN Í fyrsta skipti í kirkju-
sögu Íslands sóttu á dögunum hjón
um sama prestsembættið við Skál-
holt, hvort á móti öðru. Þetta voru
þau séra Arnaldur Bárðarson og
séra Ingibjörg Jóhannsdóttir. Með
umsókninni reyndi á embættisgengi
Ingibjargar. Hvorugt fékk brauðið en
sú niðurstaða er til marks um hve
vegir Drottins eru snjallir, að sögn
Arnaldar, prests í Árborgarpresta-
kalli.
Forsaga þess að hjónin sóttu bæði
um tengist öðrum þræði því að Ingi-
björg hafði ekki hlotið embættis-
gengi sem prestur á Íslandi eftir að
hún lærði guðfræði í Noregi. Gömul
lög sögðu að hún þyrfti próf frá guð-
fræðideild Háskóla Íslands til að
þjóna sem prestur hér á landi. Hafði
Ingibjörgu áður verið synjað um
stöðu á grunni gömlu laganna.
Með lagabreytingu í fyrra opnuð-
ust ný tækifæri fyrir umsækjendur
sem læra guðfræði utan Íslands.
Með því að Ingibjörg þótti nú hæf,
þótt hún fengi ekki brauðið, er hún
sannarlega með embættisgengi hér
á landi.
„Hjónafriði okkar er borgið. Vegir
Drottins eru snjallir,“ segir Arnaldur.
Séra Dag ur Fann ar Magnús son
fékk brauðið í Skálholti en alls sóttu
fimm um. Arnaldur segir til marks
um breytta tíma að svo fáir hafi
sótt um þetta forna og virta brauð. Í
eina tíð hefði fjöldi presta barist um
þetta brauð.
„Við virðumst komin inn í nýjan
veruleika í kirkjunni. Það fer að
vanta presta.“
Arnaldur telur ekki ólíklegt að
innan nokkurra ára þurfi erlenda
presta til að sinna þjónustu hér
innanlands. Lagabreytingin hafi
ekki síst í því ljósi verið þörf. Þá sé
áhyggjuefni hve fáir læri til prests
þessa dagana. Mögulega verði
breytingar á kröfum í framtíðinni,
enda námið langt og strangt.
„Áhugi á guðfræði og kirkju hefur
einhverra hluta vegna minnkað. Ég
efast þó ekki um að það mun breyt-
ast aftur.“
Arnaldur segir að guðfræði snúist
um tengsl við Guð og manneskjur,
að elska Guð og náungann.
„Þau skilaboð þurfa alltaf að
halda velli.“ n
Friði prestshjóna bjargað
þegar hvorugt fékk brauð
Hjónin séra Arnaldur og séra Ingi-
björg sem bæði sóttu um Skálholt.
Happ fyrir hjónafriðinn. MYND/AÐSEND
Í Skálholtskirkju en þar sóttu fimm um brauðið, þar á meðal hjón.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
gar@frettabladid.is
FJÖLMIÐLAR Aðgerðastjórn lögreglu
sendi frá sér tilkynningu í gær sem
stangast á við svör talsmanna lög-
reglu og Landhelgisgæslunnar um
farsímagögn sem vísuðu á flak flug-
vélarinnar TF-ABB.
Fréttablaðið sagði frá því í gær að
upplýsingar sem staðsettu síma í
TF-ABB hefðu ekki borist stjórnend-
um leitar að vélinni fyrr en talsvert
eftir að þær bárust í gagnagrunn
björgunarsveita og til einstaklinga
í flugi. Þetta segir aðgerðastjórn lög-
reglunnar rangt.
Frásögn Fréttablaðsins byggði á
upplýsingum sem gefnar voru er leit
að flugvélinni TF-ABB hófst í Þing-
vallavatni og svörum talsmanna
lögreglu og Landhelgisgæslu. Frétta-
blaðið sá ekki ástæðu til að rengja
þau svör. Nú virðist komið á daginn
að gögnin voru í fórum stjórnenda
leitarinnar þegar síðdegis daginn
sem TF-ABB hvarf en ekki um nótt-
ina eða morguninn eftir eins og
áður hefur verið sagt. Nánar er farið
yfir málið á frettabladid.is. n
Breytt frásögn um
gögn frá TF-ABB
Viðbragðsaðilar sinntu umfangs-
miklu starfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
birnadrofn@frettabladid.is
DÓMSMÁL „Ég var 15 ára þegar
ókunnugur maður nauðgaði mér.
Ég var bara barn en enginn hjálpaði
mér að skilja hvað hafði gerst eða
hjálpaði mér með áfallið,“ segir Haf-
dís Arnardóttir, ein fimm kvenna
sem í gær stigu fram og fara fyrir
áskorun á Jón Gunnarsson dóms-
málaráðherra um að brotaþolar fái
formlega aðild að málum sínum í
réttarkerfinu.
Jón hyggst leggja fram frumvarp
um breytta réttarstöðu brotaþola á
næstu vikum.
Konurnar eiga það allar sameigin-
legt að hafa verið beittar ofbeldi og
reynt að leita réttar síns. Þær upp-
lifðu vanmátt, útilokun og virð-
ingarleysi í vegferð sinni í gegnum
réttarkerfið. „Að fara í gegnum
kæruferli var áfall ofan í áfallið. Ég
myndi aldrei leggja það á mig aftur,“
segir Hafdís.
Samkvæmt upplýsingum frá
Stígamótum áður en blaðið fór í
prentun höfðu yfir tvö þúsund
manns skrifað undir undirskrifta-
söfnun til stuðnings málinu. n
Brotaþolar skora á dómsmálaráðherra
Þórdís, Júnía, Hafdís, Linda Björg og
Sigrún Emma hafa sagt frá hvernig
þær reyndu að leita réttar síns.
2 Fréttir 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ