Fréttablaðið - 09.02.2022, Side 4
Fyrst þá fer að skýrast í
hvaða átt rannsóknin
beinist.
Ragnar Guðmundsson, hjá
Rannsóknarnefnd samgöngu-
slysa
Gerð nýrra kjarasamninga
verður ekki auðveld í ár. For-
menn verkalýðsfélaga telja
ríkið þurfa að koma að með
stuðningi.
kristinnhaukur@frettabladid.is
KJARAMÁL Ragnar Þór Ingólfsson,
formaður VR, segir þá stöðu sem
uppi er í efnahagsmálum benda til
þess að þær kjaraviðræður sem fram
fara á árinu verði gríðarlega flóknar
og erfiðar. Þær verði þær langflókn-
ustu síðan hann hóf aðkomu að
samningagerð árið 2009.
Fulltrúar verslunar hafa boðað
verðhækkanir næstu mánuði,
einkum vegna hækkandi olíuverðs.
Verðbólga er 5,7 prósent. Stýrivextir
eru 2 prósent og verða sennilega
hækkaðir ríf lega í dag. Húsnæðis-
verð hækkaði um meira en 12 pró-
sent í fyrra og ríkissjóður tapaði um
500 milljónum á dag. 50 kjarasamn-
ingar losna í október og nóvember.
Ragnar segir leigu venjulegrar
íbúðar hafa hækkað úr 280 þúsund
krónum í 310 á tveimur árum. „Ég
þarf að semja um 50 þúsund króna
launahækkun fyrir þennan hóp,
bara til þess að standa undir vísi-
töluhækkun leiguverðs,“ segir hann.
VR er nú að gera umfangsmikla
könnun hjá félagsmönnum sínum.
Spurt er út í heildarmyndina, rétt-
indahlutann og kröfur utan við
launaliðinn sjálfan. Hann er mót-
aður út frá því sem talið er að hag-
kerfið þoli. Alvöru viðræður við
atvinnurekendur hefjist svo í vor.
Hjá Starfsgreinasambandinu er
einnig undirbúningur undir kröfu-
gerð í gangi. Björn Snæbjörnsson
formaður gerir ráð fyrir að vinna
félaganna með félagsmönnum
sínum ljúki í mars og kröfugerð
verði til fyrir miðjan maí.
„Verðbólga er kjararýrnun og
fólk vill sækja hana til baka ef ekki
verður hægt að koma böndum á
verðbólguna,“ segir Björn.
Bæði Björn og Ragnar benda á að
ríkið þurfi að koma inn til að liðka
fyrir viðræðunum eins og við gerð
Lífskjarasamninganna árið 2019, en
þá lofaði ríkisstjórnin aðgerðum í
42 liðum. Björn bendir á að margt
hafi enn ekki verið efnt, svo sem er
varðar húsnæðismál, verðtryggingu
og löggjöf um húsaleigu og starfs-
kjör. „Þau verða að hysja upp um sig
buxurnar og klára það,“ segir hann.
„Ríkisstjórnin hefur stutt mjög
myndarlega við atvinnulífið en
stuðningurinn við fólkið er tak-
markaður,“ segir Ragnar um aðgerð-
ir í faraldrinum. Stærsta aðgerðin
fyrir fólk hafi verið að leyfa því að
taka út séreignarsparnaðinn sinn.
30 milljarðar hafi verið teknir út og
ríkissjóður tekið 12 í skatt.
Aðkoma ríkisins skipti höfuðmáli
í ljósi komandi dýrtíðar og verð-
hækkana. „Ef hið opinbera myndi
bregðast við þessum erlenda þrýst-
ingi, meðal annars í gegnum virðis-
aukaskatt og tolla, myndi það tala
mjög sterkt inn í kjarasamningana.
En ef þau sitja á hliðarlínunni mun
það gera stöðuna enn þá erfiðari
og flóknari.“ Björn segir barnafólk
hafa orðið út undan og að ríkið verði
að styðja við þennan hóp í gegnum
vaxta- og barnabótakerfið.
Samtök atvinnulífsins hafa bent á
að samningarnir geti orðið flóknir
vegna misjafnrar stöðu atvinnu-
greina. Ragnar tekur undir að þetta
auki á flækjustigið, sem og að staða
félagsmanna stéttarfélaga sé einnig
mismunandi.
Björn segir hins vegar að það
verði erfitt að mismuna verkafólki
hvort sem það vinni hjá Jóni eða
Páli. Einnig að þau fyrirtæki sem
illa hafi farið út úr faraldrinum hafi
verið ríflega styrkt af ríkissjóði. n
Flókin og erfið staða fyrir viðræður
í ljósi yfirvofandi dýrtíðar á árinu
Fulltrúar
verslunarinnar
hafa boðað
verðhækkanir
næstu mánuði.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Ragnar Þór
Ingólfsson,
formaður VR
kristinnhaukur@frettabladid.is
SLYS Ragnar Guðmundsson, rann-
sakandi hjá Rannsóknarnefnd
samgönguslysa, segir önnur gögn
en f lug vélina sjálfa ekki geta
skýrt f lugslysið í Þingvallavatni.
Vélina verði að rannsaka. Kallað
hefur verið eftir myndefni úr nær-
liggjandi sumarhúsahverfi. Einn-
ig hefur því verið velt upp hvort
mennirnir fjórir hafi tekið upp
myndefni, sem annað hvort sé í
myndavélum í vatninu eða upp-
halað.
„Við lítum enn þá mjög vítt á
málið og erum ekki byrjuð að líta
á einstaka þætti,“ segir Ragnar.
Verið sé að safna öllum gögnum
sem tengjast málinu. Hann segist á
þessum tímapunkti ekki getað tjáð
sig um einstaka rannsóknarþætti
málsins. Nefndin vinnur fyrst
vettvangsrannsókn á vélinni. Hún
hefur reynst erfið þar sem vélin
er undir vatni. Aðeins hefur verið
hægt að skoða hana með kaf báta-
myndavélum.
Þegar vélin hefur verið hífð
upp úr vatninu fer fram svokölluð
frumrannsókn í skýli Rannsóknar-
nefndarinnar. Þar eru hin ýmsu
kerfi vélarinnar skoðuð. „Fyrst
þá fer að skýrast í hvaða átt rann-
sóknin beinist,“ segir Ragnar.
Að sækja f lugvélina er ekki auð-
velt verk og aðstæður á þessum
árstíma ekki góðar til þeirrar
aðgerðar. Mikilvægt er hins vegar
að sækja vélina sem fyrst að mati
Ragnars því að sýni gætu hæglega
mengast, svo sem eldsneytissýni
og olía. Bendir hann hins vegar á
að það sé mun skárra að vélin sé í
ferskvatni heldur en í sjó. n
Önnur gögn geti ekki skýrt slysið ein og sér
Ólafur Stephen-
sen, fram-
kvæmdastjóri
Félags atvinnu-
rekenda
arib@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Félag atvinnurekenda
hefur sent Bjarna Benediktssyni,
fjármála- og efnahagsráðherra, og
Svandísi Svavarsdóttur matvæla-
ráðherra ítrekun á erindi sínu til
ráðuneytanna þar sem farið er fram
á endurskoðun tolla á blómum.
Fyrra erindi var sent fyrir ári.
„Þarna er mjög auðgripið tæki-
færi fyrir stjórnvöld til að lækka
tolla sem myndu hafa veruleg áhrif
á verðlag á blómum,“ segir Ólafur
Stephensen, framkvæmdastjóri
Félags atvinnurekenda.
„Við leggjum til leiðir sem hægt
er að fara til að lækka tollana og
lækka verð án þess að það kippi fót-
unum undan innlendri framleiðslu
á blómum enda er hún mjög tak-
mörkuð og annar ekki eftirspurn á
markaðnum.“ n
Telur það auðsótt
að lækka verð til
muna á blómum
bth@frettabladid.is
KÓPAVOGUR Mál vegna bruna-
varna áfangaheimilis við Fannborg
í Kópavogi hefur verið í gangi í tæpt
ár en ekki hefur verið brugðist við
athugasemdum frá slökkviliðinu og
byggingarfulltrúa Kópavogs. Þetta
segir Sigríður Björg Tómasdóttir,
almannatengill Kópavogsbæjar.
Sigríður segir slökkviliðið hafa
gert úttekt á húsnæðinu í ágúst og
í kjölfar þess hafi borist beiðni til
byggingarfulltrúa um að húsnæðið
yrði rýmt. Gefinn var rúmur frestur
til úrbóta en athugasemdum ekki
sinnt. Eigandi húsnæðis er Árkór en
Betra líf er með húsið á leigu.
„Brunavarnir í húsnæðinu eru
óásættanlegar og þar sem húsnæð-
ið er skrifstofuhúsnæði er búseta
í því óheimil. Ekki er hægt að gefa
undanþágu á brunavörnum. Þarna
búa einstaklingar við óviðunandi
brunavarnir,“ segir Sigríður Björg. n
Búseta í Fannborg
er í raun óheimil
4 Fréttir 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ