Fréttablaðið - 09.02.2022, Síða 6

Fréttablaðið - 09.02.2022, Síða 6
Staðan er sú að ráð- húsið er búið að böggla þessu saman í einn hnút og situr núna eiginlega uppi með skömmina af því að hafa verið að draga okkur á asnaeyrunum. Hrafn Jökulsson Efling-stéttarfélag • Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík • Sími 510 7500 Stjórnarkosning í Eflingu-stéttarfélagi 2022 Stjórnarkosning í Eflingu-stéttarfélagi er hafin og stendur til kl. 20.00 hinn 15. febrúar n.k. Atkvæðisrétt eiga allir fullgildir félagsmenn í Eflingu- stéttarfélagi. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu félagsins þar sem jafn- framt er tekið við kjörskrárkærum. Kosningin er rafræn og fer fram á vef Eflingar, www.efling.is. Til að kjósa þarf rafræn skilríki. Þau sem vilja ekki kjósa rafrænt eða hafa ekki rafræn skilríki geta mætt á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni 1 í Reykjavík eða á skrifstofuna í Hveragerði að Breiðumörk 19 og greitt atkvæði. Á báðum stöðum er opið: miðvikudaginn 9. til sunnudagsins 13. febrúar kl. 09:00 til 15:00 og mánudaginn 14. og þriðju- daginn 15. febrúar frá kl. 09.00 til 20.00. Framvísa ber fullgildum persónuskilríkjum með mynd. Reykjavík, 9. febrúar 2022 Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags Forsætisráðuneytið hyggst styðja við og greiða fyrir rannsókn Reykjavíkurborgar á vöggustofum er starfræktar voru í Reykjavík á síðustu öld. Borgarstjóri hét stuðningi borgaryfirvalda síðasta sumar en málið hefur tafist í stjórnsýslunni og lítið áorkast í rúmt hálft ár. tsh@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Borga r y f ir völd hafa ekki staðið við loforð sín um rannsókn á starfsemi vöggustofa í Reykjavík á síðustu öld, segja tveir fimmmenninganna sem vöktu upp­ haf lega at hygli á málinu síðasta sumar. Málið hefur tafist í stjórn­ sýslunni í rúmt hálft ár en forsætis­ ráðuneytið segist nú reiðubúið að styðja við og greiða fyrir rannsókn borgarinnar eins og þörf krefur. Árni H. Kristjánsson og Hrafn Jökulsson, tveir fimmmenning­ anna, saka borgaryfirvöld um að drepa málinu á dreif og kalla á skýr svör um framhaldið. „Staðan er sú að ráðhúsið er búið að böggla þessu saman í einn hnút og situr núna eiginlega uppi með skömmina af því að hafa verið að draga okkur á asnaeyrunum,“ segir Hrafn. Samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins munu borgaryf irvöld funda með fulltrúum forsætisráðu­ neytisins um málið í dag og hafa fjórir eftirlifandi meðlimir fimm­ menninganna verið boðaðir á fund borgarritara á fimmtudag. Í kjölfar þess að fimmmenning­ arnir gengu á fund Dags B. Eggerts­ sonar í júlí 2021 lýsti borgarstjóri því yfir að borgarráð myndi fara þess á leit við forsætisráðherra að gera almenna og heildstæða athug­ un á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thor­ valdsensfélagsins frá 5. til 8. ára­ tugar síðustu aldar. Í september síðastliðnum fund­ uðu fimm menningarnir svo með Þor steini Gunnars syni borgar ritara og í kjölfar þess var því lýst yfir að borgar ráð myndi skipa rann sóknar ­ nefnd sem fengi fjár magn úr borgar ­ sjóði fyrir verk efni sín. Tillaga þess efnis er tilbúin en hefur þó ekki enn verið lögð fyrir borgar ráð vegna þess að beðið er eftir aðkomu for­ sætisráðuneytisins til að greiða úr ýmsum sjónarmiðum er snúa að stjórnsýslu­ og persónuverndar­ lögum. Árni H. Kristjánsson sagnfræð­ ingur lýsir miklum vonbrigðum með vinnubrögð borgaryfirvalda í málinu. „Þær ástæður sem gefnar eru fyrir kyrrstöðunni standast vart skoðun. Annars vegar er því haldið fram að sjónarmið persónuverndar sé Þrándur í Götu. Það er til skýrt fordæmi hvað það varðar frá starfs­ tíma Vistheimilanefndar sem rann­ sakaði allmargar stofnanir þar sem börn voru vistuð. Eðli þeirra rann­ sókna getur ekki verið frábrugðið rannsókn á starfsemi vöggustofa. Hins vegar halda borgaryfirvöld því fram að ríkið hafi áform um að taka að sér rannsóknina. Allt bendir til þess að það sé úr lausu lofti gripið. Að þessu sögðu þá þarf að fá skýr svör hjá borgaryfirvöldum um hvort þau ætli að standa við gefið loforð og hvenær,“ segir hann. Hrafn Jökulsson tekur í sama streng og segir það ólíðandi að málið skuli hafa dregist svo á lang­ inn þegar fyrirhuguð rannsókn hefði hæglega getað hafist síðasta sumar. „Það er óskiljanlegt að málinu skuli nú hafa verið þvælt upp í forsætisráðuneyti, sem við fimm­ menningar eigum ekkert vantalað við vegna þessa máls. Málið er stopp hjá embættismönnum Reykja­ víkurborgar, sem virðast ekki hlíta pólitískri leiðsögn. Dagur hlýtur að standa við sitt,“ segir Hrafn. „Þetta er ekki bara spurning um mig eða Árna eða Viðar eða Tómas eða Fjölni heitinn, þetta eru mörg hundruð manns sem eru að bíða eftir því að sjá réttlætið verða og að menn standi við orð sín.“ n Ríki og borg funda um vöggustofur Fimm menningarnir gengu á fund Dags B. Eggertssonar borgar stjóra þann 7. júlí 2021. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR arib@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Samtök leigjenda á Íslandi hafa sett upp reiknivél á vef sínum sem sýna á viðmiðunarverð á leigu hér á landi. Gunnar Smári Egilsson, ritari stjórnar samtakanna, segir reikni­ vélina gerða að erlendri fyrirmynd. Þannig fái bæði leigjendur og leigu­ salar mynd af sanngjörnu verði sem stuðli að heilbrigðum leigumarkaði. „Með því að halda verðinu í myrkri þá eru öll ráð í höndum þeirra sem leigja,“ segir hann. Til dæmis, ef slegið er inn í reikni­ vélina 90 fermetra, þriggja her­ bergja íbúð í Árbænum í Reykjavík í slæmu ástandi þá segir að markaðs­ leigan sé 145 þúsund krónur á mán­ uði og okurmörk séu 175 þúsund krónur. „Það var farin sú leið að taka meðalverð á íbúðum eftir hverfum og eftir stærð á árinu 2020, nota það sem stofn. Þá getum við búið til meðalverð þar sem leigusalinn fær ávöxtun á eign sinni vegna hækkun­ ar á húsnæðisverði, kostnað við að leigja og greiðslufall, byggt á reynslu Félagsbústaða,“ segir Gunnar Smári. „Þetta er byggt á því að húsnæði sé ekki venjuleg markaðsvara. Það er hægt að gagnrýna þetta með því að segja að svona sé ekki markaðurinn Bæði leigjendur og leigusalar fái mynd af sanngjörnu leiguverði Gunnar Smári Egilsson, ritari stjórnar Sam- taka leigenda Ef slegin er inn í reiknivélina 80 fermetra, tveggja herbergja íbúð í Hlíðunum í Reykjavík í sæmilegu ástandi þá segir að markaðsleigan sé 158 þúsund krónur á mánuði og okurmörk séu 190 þúsund krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM en það er stefna Samtaka leigjenda, hér og úti um allan heim, að hús­ næði sé ekki venjuleg markaðs­ vara. Ef þú vilt auðgast hratt þá er hægt að stofna ísbúð, ekki fara inn á húsaleigumarkað og láta fólk sem fær ekki greiðslumat borga upp íbúð á tuttugu ára tímabili.“ Hægt er að nálgast reiknivélina á vef samtakanna, leigjendasam­ tokin.is/reiknivel. n olafur@frettabladid.is NEYTENDUR Á sama tíma og verð­ bólga mælist hærri en hún hefur mælst í áratug, verð á matvælum rýkur upp og fullyrt er að frekari hækkanir séu í pípunum lækkar verð á lausasölulyfjum, samkvæmt verðkönnun sem Veritabus gerði í síðustu viku í þeim apótekum og keðjum sem eru með netverslanir. Kannað var verð hjá Lyfjaveri, Lyfju og Garðs apóteki, en Lyf og heilsa eignuðust Garðs apótek á síðasta ári. Könnuð var vörukarfa með 68 lausasölulyfjum sem til voru hjá öllum söluaðilum. Meðalverð körf­ unnar var um 150 þúsund krónur. Mæld var breyting verðs frá síð­ ustu verðkönnun ASÍ, sem gerð var 2. nóvember 2021. Á þessu tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,4 prósent. Vörukarfan hafði hins vegar lækkað hjá öllum apó­ tekunum og keðjunum. Mesta lækkunin var hjá Lyfju, 3,5 prósent. Miðað við 2,3 prósenta skekkjumörk getur lækkunin legið á bilinu 1,2 til 5,8 prósent. Hjá Garðs apóteki lækkaði karfan um 3 prósent. Miðað við 2,1 pró­ sents skekkjumörk getur lækkunin legið á bilinu 0,9 til 5,1 prósent. Minnst var lækkunin hjá Lyfja­ veri, 0,1 prósent. Miðað við 1,9 pró­ senta skekkjumörk getur verðbreyt­ ing þar hafa verið frá 1,8 prósenta hækkun til 2,0 prósenta lækkunar. Verðlækkun lyfja á sama tíma og verðlag almennt hækkar mjög getur gefið vísbendingu um að verðsam­ keppni á markaði með lausasölulyf hafi aukist hér á landi. n Verðlækkun lyfja Breyting Óvissa(+/-) á körfu Garðs apótek -3% 2,1% Lyfja -3,5% 2,3% Lyfjaver -0,1% 1,9% Vísitala 1,4% 0,0% neysluverðs Lyf lækka í verði þótt verðbólgan rjúki upp 6 Fréttir 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.