Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Öruggt húsaskjól lýtur að mannrétt- indum. Það er ekkert minna en svo. Öruggt húsaskjól er forsenda þess að fólk fái þrifist. Á kjör- tímabilinu höfum við lagt sérstaka áherslu á stuðning við börn, ungmenni og fjöl- skyldur þeirra. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Gott samfélag verður til þegar allir íbúar fá tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og enginn er skilinn eftir. Jöfn tækifæri, heilsueflandi umhverfi og stuðn- ingur þegar þarf, til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur, eru þar lykilþáttur. Á undanförnum árum hafa lýðheilsa og lífsgæði verið lykiláherslur í framtíðarsýn og áherslum borgarinnar á öllum sviðum. Við erum að byggja upp velferðarborg sem er sjálfbær, stuðlar að öryggi, jöfnuði og vellíðan allra íbúa. Við höfum sett metnaðarfullar stefnur og aðgerða- áætlanir til að ná að tryggja að borgin okkar sé sannar- lega fyrir okkur öll, að við séum sannarlega að stuðla að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði okkar allra. Við höfum stóraukið framlög til velferðarmála, fjölgað félagslegum íbúðum, byggt húsnæði fyrir fatlað fólk, aukið fjárframlög til menntamála og opnað fjölda ungbarnadeilda. Við vinnum markvisst gegn ofbeldi, höfum sett stefnuna á kolefnishlutlausa borg, aukið sérhæfða þjónustu fyrir eldra fólk, málaflokkur heim- ilislausra hefur eflst og nýstofnað alþjóðateymi og jafn- réttisstofa lofa góðu. Við erum að auðvelda aðgengi að allri þjónustu og aðlaga í samræmi við þarfir og óskir íbúa og auka samráð á öllum sviðum, auk þess sem við erum stödd á mesta uppbyggingartíma húsnæðis í sögu borgarinnar. Á kjörtímabilinu höfum við lagt sérstaka áherslu á stuðning við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Við viljum bregðast hratt við ef barn þarf aukinn stuðning og í því augnamiði samþætt skólaþjónustu sem er nú í auknum mæli veitt á vettvangi í skólum eða heimilum fólks. Við höfum opnað þjónustueiningar í öllum hverf- um þar sem fagfólk með margvíslega þekkingu kemur saman og aðlagar þjónustuna að hverju og einu barni og þeirra þörfum en ekki skipulagi kerfisins. Samhliða höfum við stóreflt barnavernd og stuðningsþjónustu fyrir börn og barnafjölskyldur. Næstu kosningar snúast ekki síst um velferðar- borgina Reykjavík. Okkar stórkostlegu borg sem er á fleygiferð inn í framtíðina og það er mikilvægt að við villumst ekki af leið, heldur höldum áfram að nútíma- væða og byggja upp mannvæna og góða borg fyrir okkur öll. Áfram, velferðarborgin Reykjavík! n Velferðarborgin Heiða Björg Hilmisdóttir    borgarfulltrúi Samfylkingar- innar og formaður velferðarráðs Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is Með nokkrum andfælum eru Íslendingar að vakna upp við martröðina á húsnæðis- markaði. Æ fleiri eru að átta sig á þeirri reginfirru frjáls- hyggjuaflanna á fyrri tíð að gera húsaskjól fólks að féþúfu þar sem stjórnlaus gróðavonin er mannúðinni ávallt yfirsterkari. Í reyndinni má segja að aftaka félagsíbúða- kerfis síðustu aldar, sem stjórnað var af helstu höfðingjum hægriaflanna um síðustu alda- mót, hafi reynst einhver alvarlegasta aðför að íslenskri samfélagsgerð í samfelldri lýðveldis- sögunni. Þar var markmiðið á að giska einfalt í mannfyrirlitningu sinni, fjármagn skyldi ráða frekar en fólk, séreignarstefnan ætti að vera ofar öllum öðrum gildum á þessu sviði og fjöl- skyldur mættu greiða þakið yfir höfuðið á sér svo sem eins og nokkrum sinnum áður en yfir lyki, með krónuna sem dónann á heimilinu. Það voru sumsé mannanna verk að hverfa frá einu mesta afreki stéttabaráttunnar á Íslandi, sem var stofnun Verkamannabústaðakerfisins 1929 – þegar skortur á mannsæmandi húsnæði í þéttbýli spillti heilsu og hagsæld fjölda fólks í þéttbýli. Þess þá heldur þyrfti að sníða húsnæð- ismarkaðinn að þeim efnameiri í landinu, en gera hann ýmist erfiðan eða ómögulegan fyrir efnaminna fólk, hvort heldur var í eigin hús- næði eða á leigumarkaði. Og þetta var einbeitt stefna og úthugsuð, í þágu fárra og útvalinna, þvert á hagsmuni fjöldans. Veruleikinn er sá, bæði fyrr og nú, að stór hluti almennings þarf á félagslegum úrræðum að halda á húsnæðismarkaði. Og raunar má færa fyrir því riðvaxin rök að þessi mála- flokkur í heild sinni heyri miklu fremur til félagslegra þátta en þeirra sem eiga að heita markaðsknúnir. Öruggt húsaskjól lýtur að mannréttindum. Það er ekkert minna en svo. Öruggt húsaskjól er forsenda þess að fólk fái þrifist. Þess vegna gengur ekki að láta markaðinn taka hér öll völd. Það þarf að snúa af villu vegarins og viðurkenna mistök auðvaldsins frá því um síðustu áramót og búa málaflokknum það umhverfi sem hann á skilið – og lýtur öðru fremur að almennri skynsemi. Húsnæðismálin á Íslandi eru í meiri ólestri en nokkru sinni frá því alþýða manna þurfti að sætta sig við hriplek kofaskrifli við dagsbrún síðustu aldar. Þá var brugðist við af djörfung og dug og réttur fólksins hafður að leiðarljósi. Nú má ekkert minna vera þegar ungu fólki fallast hendur á markaði sem gerður er fyrir gróða- vonina eina. n Húsnæðiskrísa ser@frettabladid.is Hjördís Í alldri dásemdarumræðunni um þríeyki síðustu tveggja ára, sem vissulega hefur staðið sig afskap- lega vel í alla staði, fer minna fyrir hrósi í garð þeirra sem eiga það ekki síður skilið. Þannig má heita að upplýsingafulltrúi almanna- varna, Hjördís Guðmundsdóttir, hafi gersamlega slegið í gegn í starfi sínu við að miðla mikil- vægri vitneskju og fræðslu um framvindu mála á tímum farsótt- arinnar. Þar hefur hún sannarlega staðið undir starfsheiti sínu, þvert á margan fulltrúa af sama tagi innan fyrirtækja og stofnana sem hafa fyrr og síðar litið á það sem lykilhlutverk sitt að þagga niður og hylma yfir og segja í besta falli hálfa söguna, fáist hún á annað borð út úr þeim. Kjartan Og talandi um persónur og leik- endur í þessu leikhúsi fárán- leikans sem farsóttartímabilið hefur verið í tveggja ára sögu tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Kannski Kjartan Hreinn Njáls- son, upplýsingafulltrúi Land- læknisembættisins, sjái nú fram á náðugri daga. Hann yfirgaf blaðamennskuna kortéri fyrir kófið af því að óreglulegur vinnu- tími og vakta pína fór ekki alveg saman við ómegðina heima fyrir og sá fyrir sér kontórísk hægindi á næstu misserum. Það gekk ekki eftir. En vonandi núna. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.