Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 4
Ég er hrædd um að stórútgerðin sé að reyna að sölsa þetta kerfi undir sig. Lilja Rafney Magnúsdóttir, vara- þingmaður Vinstri grænna Pólskir ríkisborgarar voru um 21 þúsund talsins um síðustu mánaðamót. Ef ástandinu er leyft að grassera er hættan sú að það komi miklu almennari krafa um launahækkanir sem verða mun dýrari fyrir fyrirtæki og ríkið. Kristrún Frosta- dóttir, þingmað- ur Samfylkingar Met halda áfram að falla í hús- næðiskrísunni og ungt, tekju- lágt fólk skuldsetur sig um milljarða króna. Samkvæmt stjórnarandstöðunni er hætta á að neyðarástand skapist verði ekki brugðist við. kristinnhaukur@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Íbúðum í sölu heldur áfram að fækka og krísan á húsnæð- ismarkaði harðnar. Stjórnarand- staðan hefur lagt fram þingsálykt- unartillögu um að stjórnvöld greini vandann og bregðist við í tæka tíð. Samkvæmt mánaðarskýrslu Hús- næðis- og mannvirkjastofnunar eru nú 74 prósent færri íbúðir á sölu en fyrir tæpum tveimur árum. Á höfuðborgarsvæðinu eru nú aðeins 440 íbúðir í sölu, miðað við 600 í desember. Það er samdráttur upp á 27 prósent. Af leiðingarnar eru verð sem rýkur stjórnlaust upp. 39,6 prósent íbúða seljast á yfirverði, þar af 43,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er nýtt Íslandsmet. Árshækk- un íbúðaverðs er 16,6 prósent og á aðeins þremur mánuðum, frá októ- ber til desember, hækkaði meðal- kaupsverð um 5 milljónir króna. Í gær hækkaði Seðlabankinn svo stýrivexti um 0,75 prósent. Níu þingmenn Samfylkingar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu um að ríkisstjórnin grípi til mótvægisaðgerða til að kortleggja vandann og grípi til mótvægisað- gerða. Eigi þetta að liggja fyrir eigi síðar en 8. mars. „Vandinn er hversu hratt þessar breytingar hafa átt sér stað. Vextir voru lækkaðir um tvö prósent á einu ári og skömmu seinna hækk- aðir aftur upp um tvö. Á þessum tíma hefur fólk, sérstaklega tekju- lágt ungt fólk, bætt við sig mörgum milljörðum í skuldir,“ segir Krist- rún Frostadóttir, þingmaður Sam- fylkingar og f lutningsmaður til- lögunnar. „Hættan við að hringla svona mikið með hagstjórnina á skömmum tíma er sú að það skapist ójafnvægi í samfélaginu sem leiðir til meiri kostnaðar síðar meir.“ Kristrún bendir á að þriðjungur þeirra sem hafa keypt fasteign í þessu ástandi séu fyrstu kaupendur. Að stærstum hluta ungt fólk sem er í fyrsta skipti að komast í gegnum greiðslumat. Hættan er sú að neyð- arástand geti skapast hjá þeim sem hafa skuldsett sig hátt á dýrum fast- eignamarkaði. Ofan á ástandið á fasteigna- markaði blasir við verðbólga upp á 5,7 prósent og boðaðar verðhækk- anir birgja næstu mánuði. Kristrún segir tekjulága viðkvæmari fyrir Neyðarástand geti skapast hjá ungu skuldsettu fólki í húsnæðismálum UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U F J Ó R H J Ó L A D R I F JEEP COMPASS LIMITED TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI 7.479.000 KR. ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX. KOMDU OG REYNSLUAKTU! Jeep rafknúnu jepparnir henta íslenskum aðstæðum um allt land Íbúðum í sölu á höfuð- borgarsvæðinu fækkaði um 27 prósent á 2 mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANDRI þessu þar sem nauðsynjavörur eru mun hærra hlutfall af innkaupum þeirra. Rétt eins og með afborganir af húsnæði. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er fyrirséð að kjarasamninga- gerð gæti orðið þung í haust vegna ástandsins. „Við höfum sértækar leiðir til að koma peningum til þeirra sem þess þurfa, svo sem vaxtabætur, barna- bætur og húsaleigubætur,“ segir Kristrún. „Ef ástandinu er leyft að grassera er hættan sú að það komi miklu almennari krafa um launa- hækkanir sem verða mun dýrari fyrir fyrirtæki og ríkið.“ Auk þess að fara í sértækar aðgerðir fyrir viðkvæma hópa sé hægt að dreifa greiðslum yfir lengra tímabil. Þá leið hafi breska íhaldsstjórnin kynnt síðastliðinn fimmtudag vegna orkukrísunnar þar í landi. n kristinnhaukur@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Lilja Rafney Magn- úsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, telur það hættulega þróun að stórútgerðin sé að kaupa upp smábátana og kvótann. „Ég er hrædd um að stórútgerðin sé að reyna að sölsa þetta kerfi undir sig. Kerfið var byggt til að vera mót- vægi við þá stóru,“ segir Lilja. „Þetta er ekki auðvelt því mönnum er frjálst að selja sín fyrirtæki. En það er mikilvægt að koma upp girð- ingum til að allar af laheimildir í landinu fari ekki á örfárra hendur.“ Sem dæmi keypti FISK Seafood smábáta í Ólafsvík, Höfn í Horna- firði og Stöðvarfirði á síðasta ári. Rúm tvö ár eru síðan Brim keypti hafnfirsku félögin Kamb og Grá- brók og fóru þar með yfir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki, sem er kerfi handfærabátanna. Lilja Rafney bendir á að stórút- gerðin sé komin yfir kvótaþakið í aflamarkskerfinu, sem er almenna kerfið, og ekki virðist hægt að koma böndum á hana. Þetta séu stór hlutafélög sem hugsi einungis um að skapa arð fyrir hluthafana. Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, harmar þróunina. Stórútgerðin pressi á að eyðileggja krókaaf lamarkskerfið og sameina það aflamarkskerfinu. Rótin sé í stækkun skilgreiningar á smábátum í lögum árið 2004 í 15 tonn sem olli því að stærri bátar urðu ofan á. Rúmlega 700 smábátar verið í landinu en séu um 200 í dag. „Stjórnvöld ættu að efla sem frjáls- asta sókn lítilla báta, svo sem með strandveiðum, og hafa úrræði til að almenningur hafi aðgang þessari auðlind,“ segir Arthur. „Þetta er eini glugginn inn í greinina fyrir þá sem eru ekki moldríkir eða erfingjar.“ n Stórútgerðin kaupir upp bæði smábátana og kvótann bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Alls var 55.181 erlendur ríkisborgari skráður með búsetu hér á landi 1. febrúar síðastliðinn. Þeim fjölgaði um 202 frá 1. desember 2021 eða um 0,4 prósent. Á sama tímabili fjölgaði íslensk- um ríkisborgurum sem eru með skráða búsetu hér á landi um 572 einstaklinga eða um 0,2 prósent. Pólskum ríkisborgurum fækkaði á ofangreindu tímabili um 89 ein- staklinga og voru 21.102 talsins um síðustu mánaðamót og eru nú 5,6 prósent landsmanna. Tölurnar eru byggðar á skráningu þjóðskrár um einstaklinga með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi. n Erlendum fjölgar hér á landi birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Í gær voru 10.100 manns í einangrun með Covid-19 hér á landi og ríf lega 8.700 manns voru í sóttkví. Sólarhringinn á undan greindust yfir tvö þúsund smit innanlands. Frá því að fyrsta smit greindist á Íslandi í lok febrúar 2020 hafa hér verið staðfest tæplega 82 þúsund Covid-19 smit. Það þýðir að 22 pró- sent íbúa landsins hafa greinst með sjúkdóminn. n Yfir tíu þúsund í einangrun 4 Fréttir 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.