Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 23
Kristín Björg Hrólfsdóttir, annar eigenda Hermosa, vandar mjög til verka þegar vörur er valdar fyrir verslunina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hermosa er vefverslun sem selur gott úrval unaðs tækja. Eigendur Hermosa leggja áherslu á að veita góða þjónustu og velja aðeins hágæða endurhlaðanlegar vörur fyrir verslunina. Kristín Björg Hrólfsdóttir, annar eigenda Hermosa, segir mark­ mið fyrirtækisins vera skýrt. Þau líta ekki á Hermosa sem verslun heldur þjónustufyrirtæki. „Markmið okkar er einfald­ lega að verða besta netverslun á landinu. Hvort sem við erum að tala um kynlífstækjaverslanir eða aðrar netverslanir. Við höfum nokkrar leiðir til að uppfylla þetta markmið. Við erum með einfalda vefsíðu, gegnsæi í verði, sem þýðir að viðskiptavinir þurfa ekki að óttast um falið verð sem bætist við í kaupferlinu. Einnig erum við með netspjall þar sem hægt er að hafa beint samband við starfs­ mann. Við reynum að vera alltaf til staðar á spjallinu, en notendur vefsíðunnar eru mjög virkir í að nota spjallið til að fræðast um vörur eða þjónustu,“ segir Kristín. Hún segir að þjónustan miði öll að því að tryggja ánægju við­ skiptavina og einfalda kaupferlið. „Við státum okkur af einstak­ lega góðri þjónustu eins og sjá má á umsögnum, en við förum til dæmis umfram það sem lög gera ráð fyrir varðandi skil á vöru með 30 daga skilafrest og ánægjuvernd og enginn kostnaður er við heim­ sendingu,“ segir hún. Hermosa er með svokallaðan Unaðsklúbb þar sem viðskipta­ vinir fá afslátt af næstu kaupum. Eins og með annað vildu eigendur Hermosa hafa hann einfaldan og því var tekin sú ákvörðun að ekki þurfi að skrá sig sérstaklega. „Þótt þú skráir þig ekki fyrir fyrstu kaup þá fær viðskiptavinur­ inn samt punkta sem veita afslátt næst,“ segir Kristín. „Fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi unaðstækja er sérstök síða í netversluninni þar sem hægt er að skoða vörur sem eru fullkomnar fyrir byrjendur. Þar eru sogtækin áberandi en þau hafa reynst afar vel og hvað titrara snertir þá er Slimline kanínu­ titrarinn tilvalinn.“ Taka bara inn hágæðavörur Hjá Hermosa er lagður ríkur metnaður í að finna og bjóða upp á bestu hugsanlegu vörurnar. „Við byrjum alltaf á að skoða hvað selst mikið hjá okkar birgjum. Við förum yfir þessar vörur og tökum út þær vörur sem ekki eru endurhlaðanlegar því við viljum þær ekki. Því næst skoðum við umsagnir um vörurnar og ef þær eru góðar og birgirinn stað­ festir að lítið sé um bilanir og framleiðandinn áreiðanlegur þá pöntum við vörurnar inn,“ segir hún. Ferlið tryggir að vörurnar geti uppfyllt ítrustu kröfur viðskipta­ vina, að sögn Kristínar. „Við erum með mjög strangt ferli í að taka inn nýjar vörur, sérstaklega ef um er að ræða framleiðanda sem við höfum ekki prófað áður. Það verður til þess að við tökum bara inn hágæðavörur. Um leið og við sjáum að vara bilar oft, en um 5% skil vegna galla telst almennt eðlilegt, þá tökum við ekki inn þá vöru aftur. Það hefur þó eingöngu gerst einu sinni hjá okkur að við tökum vöru ekki inn aftur. Það er vegna þess stranga ferlis sem við förum í áður en við kaupum vörur inn.“ Bjóða upp á ánægjuvernd „Við erum alltaf að leita nýrra leiða til að auka ánægju viðskiptavina okkar. Sérstaða okkar er vissulega þjónusta og við erum sífellt að finna upp á nýjungum til að bæta þjónustuna enn frekar. Eitt af því sem við bjóðum upp á er ánægju­ vernd. Ánægjuvernd þýðir að ef viðskiptavinurinn er ekki ánægður með vöruna getur hann skilað henni og fengið nýja sambærilega vöru í staðinn,“ útskýrir Kristín. Hún segir að þessi þjónusta njóti algjörrar sérstöðu, ekki einungis hér á landi heldur sennilega einnig á heimsvísu. „Engin kynlífstækjaverslun á landinu býður upp á þetta, og í raun fáar í heiminum. Ánægðir viðskiptavinir auka metnað okkar í að finna nýja hluti til að gera enn betur,“ segir hún. Viðskiptavinir Hermosa eru fjöl­ breyttur hópur fólks á öllum aldri. „Það er gaman að segja frá því að karlmenn versla ekki síður hjá okkur en konur og eru þeir ótrúlega duglegir að versla fyrir konurnar sínar. Að sama skapi er eldra fólk sem er að kaupa sín fyrstu kynlífstæki skemmtilega stór hópur.“ Vinsælustu vörurnar Nokkrar vörur frá Hermosa hafa verið vinsælli en aðrar og fengið sérlega góða dóma frá notendum. Kristín nefnir nokkrar þeirra. n Satisfyer Signet Ring „Vinsælasta varan okkar er Satisfyer Signet Ring. Þetta er kröftugt tæki sem hægt er að nota sem fingratitrara, typpahring, egg og jafnvel setja hann á strap-on,“ útskýrir hún. „Hringurinn er silíkon- húðaður og með plasti að hluta til. Hringurinn veitir einstaka upplifun þegar tækið er notað sem typpahringur og hinn aðilinn finnur fyrir unaðslegum titringi á snípnum þegar kynlíf er stundað með hringinn á.“ Kristín segir typpahringi hjálpa til við að halda stinningu lengur og betur. Auðvelt er að stjórna Satisfyer Signet Ring tækinu með takka sem er á hringnum en einnig er hægt að tengja hringinn við Satisfyer app-ið í síma og stjórna honum þannig. „Í appinu er hægt að búa til sínar eigin stillingar og deila að- gangi að tækinu svo fjarlægðin verður ekki lengur fyrirstaða! Það er hægt að hala niður Satis- fyer connect appinu frítt í App Store fyrir Iphone og Google Play fyrir Android,“ segir hún. n Satifyer Double Joy Annað vinsælt tæki er Satis- fyer Double Joy. Það er nýjasta paratækið frá Satisfyer. „Þetta tæki hentar gagnkynhneigðum pörum og í því eru tveir mótorar. Tækið er kraftmikið og er notað á meðan kynlíf er stundað, annar endi þess fer inn í leggöng og hinn leggst ofan á snípinn, typpið fer meðfram tækinu inn í leggöng,“ útskýrir Kristín. „Tækið er endurhlaðanlegt og sturtuhelt. Það eru takkar á tæk- inu sem hægt er að nota til þess að stjórna því en einnig er hægt að tengja það við app í símanum og stjórna því með því.“ n Uberlube sleipiefnið Sleipiefnið frá Uberlube er vin- sælasta sleipiefnið sem fæst hjá Hermosa. Sleipiefnið er úr silíkoni sem gerir það að verkum að það hefur einstaklega góða Vilja verða besta vefverslun landsins endingu. „Uberlube hentar vel í kynlífi eða sjálfsfróun og það má nota með smokkum. Áferðin á því er einstaklega mjúk eins og silki og klístrast lítið sem ekkert. Það þarf að nota minna af því en flestum öðrum sleipiefnum og flaskan endist þess vegna lengur,“ segir Kristín. Þar sem sleipiefnið er gert úr silíkoni hentar það ekki sílíkon-leik- föngum. n Satisfyer Love Breeze Love Breeze frá Satisfyer hefur verið mjög vinsælt sogtæki og Kristín segir það vera tilvalið sem fyrsta sogtæki. „Tækið er hljóðlátt og einfalt í notkun en samt sem áður með kraft- mikinn mótor. Love breeze er sérstaklega hannað til þess að veita mikla og djúpa örvun á snípinn með léttu sogi,“ út- skýrir hún. Hún segir tækið nota þrýstibylgjutækni til þess að örva snípinn og líkja þannig eftir unaðslegum munnmökum. „Þetta er létt tæki sem auð- velt er að þrífa það þar sem það er vatnshelt. Love Breeze er endurhlaðanlegt eins og öll önnur sogtæki sem við bjóðum upp á,“ segir hún og bætir við að þau mæli með að nota vatns- leysanleg sleipiefni með öllum þeirra tækjum. n Satisfyer Curvy Curvy sogtækin frá Satisfyer hafa einnig verið vinsæl en þau eru til í þremur gerðum. Satisfyer Curvy 1+, 2+ og 3+. „Satisfyer Curvy sogtækin eru sérstaklega hönnuð til þess að veita djúpa og kraftmikla örvun á snípinn. Tækið er með tvo mótora, annar veitir sog og hinn djúpan titring. Sogið er myndað með þrýstibylgjum sem örva snípinn og líkja eftir munnmökum. Curvy 1+ er með stærsta stútinn og Curvy 3+ þann minnsta,“ segir Kristín. Satifyer Curvy sogtækjunum er hægt að stjórna bæði með tökkum og appi. n Margar gerðir af múffum Múffur hafa verið vinsælar hjá Hermosa en úrvalið af þeim er gott. Kristín nefnir nokkur dæmi. „Go surge er léttari og nettari útgáfa af uppruna- legu og vinsælustu fleshlight múffunni og er með stillanlegu sogi. Hún er hönnuð til þess að auðvelt sé að taka hana með sér hvert sem er,“ segir hún. Satisfyer Men Masturbator Heat Vibration er múffa frá Satisfyer men línunni. „Þessi múffa er frábrugðin öðrum múffum frá Satisfyer að því leyti að hún er með hitastill- ingum sem gerir upplifunina mjög líka því að stunda kynlíf og þú getur valið mismunandi hitastig eftir því hvað þér finnst best. Til þess að gera hlutina enn betri er hún með 70 titr- ingsstillingum til að koma þér alla leið,“ segir Kristín. „Manta frá Fun Factory er svo frábær tilbreyting frá hinni venjulegu múffu. Manta er dót fyrir hann en er líka skemmtilegt í para- leiki. Það er með öflugan mótor sem veitir djúpan titring. Hægt er að leika sér með tækið einn eða láta makann nota það á sig.“ n Hægt er að skoða úrvalið á her- mosa.is Satisfyer Men Masturbator Heat Vibrations er með hita og titrings- stillingum til að bæta upplifunina. Satifyer Double Joy er nýjasta paratækið frá Satisfyer. Satisfyer Signet ring er vinsæl- asta varan hjá Hermosa. Satisfyer Love Breeze er tilvalið fyrsta sogtæki. Satifyer Curvy 1+ er sérhannað til að veita kraftmikla örvun. Ubuerlube sleipiefnið er úr silíkoni sem gefur því góða endingu. kynningarblað 3FIMMTUDAGUR 10. febrúar 2022 UNAÐSVÖRUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.