Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 2
N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið Frost á Fróni Nú er frost á Fróni og hvítt yfir mestöllu landinu. Vetrarkuldinn getur verið hvimleiður en með birtu af endurkasti frá snjónum lýsast dagarnir upp. Úlfarsfellið blasti svona við ljósmyndara Fréttablaðsins í gær. Höfuðborgarbúar nutu sólar um tíma og þótt áfram verði kalt rís sól hærra og hærra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI kristinnhaukur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Willum Þór Þórs- son heilbrigðisráðherra hyggst breyta frumvarpi sínu um stjórn Landspítala á þá leið að notendur fái aðkomu. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins til Fréttablaðsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan janúar vill MND félag- ið að sjúklingasamtök fái sæti í stjórninni. Formaðurinn, Guðjón Sigurðsson, sagði stjórnarsetu fela í sér eðlilegt samráð við notendurna. Þeir hefðu ríka hagsmuni af því að hafa um að segja hvernig þjónustan ætti að vera. Undir þetta tók Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geð- hjálpar, sem sagði mikilvægt að geð- sjúkir kæmu að heilbrigðisþjónustu við geðsjúka. Innsýn þeirra væri önnur. Fleiri samtök hafa bæst í hóp þeirra sem telja eðlilegt að not- endur fái sæti í stjórn. Meðal ann- ars Öryrkjabandalagið og Krabba- meinsfélagið. En einnig félög starfsstétta í heilbrigðisþjónustu, bæði sjúkraliðar og hjúkrunar- fræðingar. Í svari heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að eftir að frumvarps- drögin hafi verið birt hafi ábend- ingar komið fram um að raddir sjúklinga eða notenda þjónustunn- ar þurfi að heyrast. Ráðherra taki undir þessi sjónarmið og verið sé að vinna að breytingum á frumvarpinu með hliðsjón af þessu. n Notendur fái aðkomu að stjórn Landspítala Kettir úr Reykjavík hafa fundist á Selfossi að undan- förnu og verið komið til síns heima. Auðvelt er að finna eigendur ef kettir eru örmerktir en það er því miður alltof sjaldgæft. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Það er eiginlega ömur- legt hvað fáir kettir eru örmerktir. Þess vegna dönsum við eiginlega stríðsdans þegar það gerist. Eins og í tilviki Flóka, sem var kominn heim til Reykjavíkur stuttu eftir að hann var kominn í okkar hendur,“ segir Guðný Tómasdóttir, bóndi á Orms- stöðum og meðlimur Villikatta á Suðurlandi. Kötturinn Flóki, sem hefur almennt búsetu í póstnúmeri 108 í Reykjavík, týndist síðasta vor. Hann dúkkaði svo upp á Selfossi, var skannaður og komst til síns heima. Það merkilega er að hann er annar kötturinn úr hverfinu í Reykjavík sem finnst á Selfossi. Þegar Frétta- blaðið talaði við Guðnýju var hún að koma frá dýralækni með kött sem var trúlega úr Reykjavík. „Það er svo sem ekkert einsdæmi að borgarkisar finnist hér á Selfossi. Ég man eftir einum í fyrra sem var örmerktur og hann kom frá Stokks- eyri.“ Guðný segir að það sé allt of mikið að gera hjá Villiköttum og bara á einni viku hefur félagið tekið að sér fimm ketti og komið tveimur til síns heima enda voru þeir með örmerkingu. „Ég veit að það urðu miklir fagn- aðarfundir. Við vitum því miður lítið sem ekkert um hina tvo annað en að þetta eru ljúfir og góðir kettir þannig að þeir eru af góðum heim- ilum. Þeir voru alveg grindhoraðir þannig að maður heldur að þeir séu að koma langt að,“ segir Guðný. Hún segir að sem bóndi finnist henni leiðinlegt að horfa upp á dýr sem hafa það ekki gott. Eitt hafi leitt af öðru og áður en hún vissi af var hún komin á kaf í starf Villikatta. „Ég sótti 111 ketti í fyrra og það voru kannski fimm af þeim örmerktir. Það var ekki meira. Ábyrga fólkið sem örmerkir kett- ina sína virðist ekki týna köttunum sínum. Örmerking er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Guðný. Hún tekur sem dæmi kött sem sé ekki örmerktur og er þá hjá eftirliti eða hjá fólki sem finnur þá þar sem er reynt að hafa uppi á eigendum. Takist það ekki koma Villikettir til sögunnar enda sé kötturinn að öðrum kosti af lífaður eða hent aftur út. Kötturinn sé þar geldur og örmerktur og settur frekari kraftur í að finna rétta eigendur en töluvert er um að ókunnugt fólk vilji eigna sér kisurnar. „Þetta getur tekið óhemju langan tíma. Þess vegna er mikilvægt að örmerkja. Þá er ekk- ert mál að koma köttunum til síns heima,“ segir Guðný. n Reykjavíkurkettir finnast sem aldrei fyrr á Selfossi Guðný segir að örmerking sé númer eitt, tvö og þrjú annars þurfa kettirnir að dúsa í húsi Villikatta. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Guðný Tómasdóttir, bóndi á Orms- stöðum. MYND/AÐSEND bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir í umsögn sinni um frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um afglæpavæðingu neyslu- skammta, að afnám á refsingum við vörsluskömmtum fíkniefna til eigin nota sé mikilvægt skref í rétta átt. Það muni sæta tíðindum ef frum- varp af þessu tagi verður samþykkt á Alþingi. „Ljóst er að hlutverk lögreglu mun breytast verði frumvarpið samþykkt. Fólk í fíknivanda þyrfti ekki lengur að óttast eða forðast lög- regluna, heldur gæti lögreglan veitt þjónustu af ýmsu tagi. Aðstoðað fólk með fíknivanda, komið á tengslum við aðila er bjóða félags- og heilbrigðisþjónustu,“ segir Helgi. Hann segir heildarendurskoðun á fíkniefnalöggjöfinni á Íslandi löngu tímabæra og mjög mikilvæga. „Svarti markaðurinn er ráðandi án nokkurrar neytendaverndar í skugga lögmála frumskógarins. Refsingar fyrir framleiðslu, inn- f lutning og sölu fíkniefna hafa þyngst og refsiramminn er nýttur til fulls. Fátt bendir til þess að hertar refsingar dragi úr þeim vanda sem fíkniefni valda í samfélaginu,“ segir Helgi. Hann segir að víða eigi sér gerjun stað erlendis hvað varði nýja stefnu- mótum í fíkniefnamálum. n Styður refsileysi neysluskammta Helgi Gunn- laugsson, af- brotafræðingur 2 Fréttir 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.