Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 36
Umfjöllun Íslendinga um sjálf- stæðisstríð Grikkja á nítjándu öld verður til tals á málþingi Félags um átjándu aldar fræði næsta laugardag. arnartomas@frettabladid.is Félag um átjándu aldar fræði stendur fyrir málþingi í Þjóðarbókhlöðunni næsta laugardag þar sem farið verður yfir nýjar rannsóknir sagnfræðinga á átjándu og nítjándu öld. Einn þeirra er Arnór Gunnar Gunnarsson sem flytur erindi þar sem rýnt er í sjálfstæðisstríð Grikklands og umfjöllun Íslendinga um það. „Ég datt eiginlega inn á þetta efni þegar ég var að taka kúrs í meistaranámi mínu í New York þar sem fjallað var um gríska sjálfstæðisstríðið og alþjóðlega hreyfingu fyrir því,“ segir Arnór Gunnar. „Þetta var hálfgert æði í Evrópu á sínum tíma og mig langaði að skoða aðeins íslenska vinkilinn á því.“ Sjálfstæðisstríð Grikklands gegn Ottómanveldinu stóð yfir frá árunum 1821 til 1829 og lauk með sjálfstæði Grikkja. Í fyrirlestrinum mun Arnór Gunnar fara yfir hvernig fjallað var um stríðið í íslenskum tímaritum á þeim tíma. „Þessi alþjóðlega hreyfing fyrir sjálf- stæðu Grikklandi var mál málanna á þessum tíma,“ útskýrir hann en hug- myndir Íslendinga um þjóðerni voru að fara af stað um þær mundir. Arnór Gunnar vill þó ekki ganga svo langt að segja að sjálfstæðisstríð Grikkja hafi verið nokkur kveikja. „Þetta vakti samt athygli enda er einhver skyldleiki þarna á milli. Það eru miklar umræður um þjóðir, menningararf, tungumál og þess háttar og síðar meir áttu Fjölnismenn og Baldvin Einarsson eftir að líkja Íslandi við Grikkland.“ Áhuga umheimsins á sjálfstæðisstríði Grikklands segir Arnór Gunnar að megi meðal annars rekja til ímyndarinnar sem Forn-Grikkland naut á þessum tíma. „Þetta var úti um allt í menntun fólks Evrópu á þessum tíma, hvort sem það voru bókmenntir, listir, tungumál og fleira,“ segir hann og nefnir sem dæmi Byron lávarð, sem bæði ferðaðist til Grikklands og dó þar þegar hann tók þátt í þessu. „Hann vakti athygli á þessu enda var hann hálfgerð rokkstjarna á þessum tíma.“ Málþingið hefst klukkan 13.30 á laugardag. Auk erindis Arnórs Gunnars verða þrír aðrir fyrirlestrar í boði sem hægt er að kynna sér á Facebook-síðu félagsins. n Síðar meir áttu Fjölnis- menn og Baldvin Einars- son eftir að líkja Íslandi við Grikkland. Arnór Gunnar Gunnarsson Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma, Jóhanna Lárentsínusdóttir frá Stykkishólmi, til heimilis að Skagfirðingabraut 45, Sauðárkróki, lést á hjúkrunardeild HSN á Sauðárkróki 4. febrúar. Minningarathöfn og útför auglýst síðar. Sigurður Lárus Hólm Jóhanna Bárðardóttir Jóhann Ari Lárusson Alda Stefaníudóttir Friðrik Lárusson Helga Marín Gestsdóttir langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ragnhildur Jóna Magnúsdóttir frá Lambhól, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 2. febrúar síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 10. febrúar klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á www.youtube.com/watch?v=lCFMHu_G4vg Trausti Björnsson Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir Kristján Kristjánsson Jóhannes Bragi Kristjánsson Svava Hansdóttir Auður Kristjánsdóttir Guðmundur Bragason Guðný Einarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, Óskar Henning Valgarðsson Áldal vélvirki, Hólastekk 2, sem lést á Líknardeild Landspítalans föstudaginn 28. janúar, verður jarðsunginn frá Garðakirkju í Garðabæ mánudaginn 14. febrúar klukkan 13. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Kolbrún Karlsdóttir börn, barnabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Steinþór Sigurðsson listmálari og leikmyndahönnuður, er látinn. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 14. febrúar, kl. 13.00. Erna Guðmarsdóttir Sigurður Orri Steinþórsson Ragnheiður Guðmundsdóttir Anna Þóra Steinþórsdóttir Harry Mashinkila Stígur Steinþórsson Sigurlaug Arnardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri Eysteinn Bragason sjómaður, Vesturbergi 8, Reykjavík, lést 26. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Blessuð sé minning hans. Hrefna Guðmundsdóttir Bragi Emilsson Valgeir Gestur Eysteinsson Björgvin Bragason Maria Silva Anton Emil Bragason Guðrún Kristófersdóttir Bryndís Bragadóttir Elvar Grétarsson Andrés Bragason Elínborg Rabanes Sjöfn Bragadóttir Helga Bragadóttir og frændsystkini hins látna. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa, Guðna B. Guðnasonar fyrrverandi kaupfélagsstjóra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi fyrir góða umönnun. Gunnar Guðnason Erna Olsen Þórólfur Guðnason Sara Hafsteinsdóttir Guðni B. Guðnason Ásta Björnsdóttir afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kristín Blöndal hjúkrunarfræðingur, Smáraflöt 41, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 8. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Hjálmar Blöndal Guðjónsson Elías Blöndal Guðjónsson Kristín Hrund Guðm. Briem Katrín og Jóhann Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðleifur Guðmundsson fv. kennari, Boðaþingi 6, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 4. febrúar. Útförin fer fram frá Lindakirkju miðvikudaginn 16. febrúar kl. 13. Allir hjartanlega velkomnir. Bestu þakkir til starfsfólks á líknardeild Landspítalans fyrir hlýlegt viðmót og góða umönnun. Bára Stefánsdóttir Stefán Guðleifsson Steinar Þór Guðleifsson Hulda Hákonardóttir Rúnar Berg Guðleifsson Bryndís Baldvinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Grikkland norðursins Herbúðirnar við Karaiskak- is. Theodoros Vrzyakis, 1855. 1824 Simón Bolívar verður einræðisherra í Perú. 1931 Nýja-Delí verður höfuðborg Indlands. 1943 Orlofslög eru samþykkt á Alþingi sem tryggja einn frídag fyrir hvern unninn mánuð. 1944 Þrjár þýskar flugvélar gera árás á 10 þúsund lesta olíuskipið El Grillo á Seyðisfirði og sökkva því með sprengjum. 1975 Evrópuráðið gefur út jafnlaunatilskipun. 2005 Karl Bretaprins tilkynnir trúlofun sína og Camillu Parker Bowles. 2006 Vetrarólympíuleikar hefjast í Tórínó á Ítalíu. Merkisatburðir TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.