Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 1
2 8 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 1 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 2 Blóðug kanína Elísabetar Jökuls Daft Punk heyrði í orgeli Menning ➤ 24 Lífið ➤ 28 FJÖLNOTA POKAR Á TILBOÐSVERÐI DAGANA 7.-14. FEB. 99 kr. Velkomin í Svansvottaða verslun! Pssst ... kynntu þér málið betur á kronan.is Andstaða við kvótakerfið er enn mikil samkvæmt nýrri könnun. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarút- vegi efast um að andstæðingar kvótakerfisins vilji að athug- uðu máli taka upp annað kerfi. adalheidur@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Yfir 60 prósent landsmanna eru andvíg núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðana- könnunar Prósents. Af þeim sem tóku afstöðu segjast aðeins 20 pró- sent vera mjög eða frekar hlynnt kerfinu en 61 prósent frekar eða mjög andvígt því. „Ég hef séð svona spurningar og niðurstöður áður, þannig að þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi. Hún segir erfitt að draga skýrar ályktanir af þessu enda kunni fólk að hafa margar og misjafnar skoðanir á því hvernig megi breyta því kerfi sem er við lýði. „Í svona umræðu finnst mér hins vegar mikilvægt að hafa alla söguna í forgrunni. Markmið fiskveiði- stjórnunarkerfisins var að koma á sjálf bærum veiðum. Of mörg skip voru að eltast við of fáa fiska. Þorsk- stofninn hrundi, afkoman var afleit og hið opinbera þurfti ítrekað að veita fyrirtækjum fjárhagslegt lið- sinni. Verkefnið var því að tryggja umhverfislega, efnahagslega og samfélagslega sjálfbærni,“ segir hún og bendir á að kerfið hafi ekki orðið til í einu vetfangi árið 1983. Leiðin að markmiðinu hafi verið bæði löng og erfið. „En okkur Íslendingum tókst þetta – og okkur tókst það sem f lestum þjóðum hefur mistekist. Mér er því til efs að sá hópur sem segist andvígur kvótakerfinu hafi, þegar betur er að gáð, vilja til þess að hverfa af braut og taka upp eitt- hvert annað kerfi, jafnvel með óljósu markmiði og ófyrirséðum afleiðingum,“ segir hún. Þá segist Heiðrún ekki finna fyrir andstöðu við sjálf bærar veiðar, heldur þvert á móti. Enda sé sjálf- bærni forsenda þess að villtur fiskur eigi greiða leið á markað. Könnunin var gerð á netinu 14. til 26. janúar. Úrtak var 2.300 einstakl- ingar og svarhlutfall 50 prósent. n Nánar á frettabladid.is Einn af hverjum fimm hlynntur kvótakerfinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmda- stjóri SFS n Hlynnt n Hvorki né n Andvíg 19% 20% 61% Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi? Björgunarsveitin hefur komið upp búðum fyrir kafara og björgunarfólk við Þingvallavatn. Í dag er stefnt að því að ná fjórmenningunum úr vatninu eftir að TF-ABB missti flugið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.