Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 48
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Stefáns Ingvars Vigfússonar n Bakþankar Ég var skikkaður til þess að vinna í sjálfum mér og byggja mig upp, fólk hefur svo sem mátt þola harðari refsingar. Vandinn fyrir mig er hve óljós tímaramminn er. Ég hóf þessa vegferð fyrir rúmum fimm árum þegar ég lét renna af mér. Þegar ég steig út af Vogi hugsaði ég að þetta væri komið en svo var aldeilis alls ekki, þá opnaðist ormagryfja troðfull af áföllum, félagskvíða, almennri kvíðaröskun, óheilbrigðum samskiptamynstrum og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er eins og whack-a- mole leikur, um leið og ég kveð niður einn draug vaknar annar til lífsins sem ýfir einhvern andskotann upp hjá þeim fyrri. Þetta er endalaust. Ég tek mig til og laga svefn- rútínuna og um leið og ég jafna mig á stöðugri þreytunni átta ég á mig á því að mér er ómögulegt að sitja í sjálfum mér og án þess að skoða símann minn. Fokk, segi ég þá, ég er bara að deyfa mig eins og með áfenginu og dópinu. Ég slekk á símanum og sný honum á hvolf og set inn í annað herbergi. Fljótlega átta ég mig á því að ég er að einangra mig aftur af því að ég get ekki talað við neinn án símans. Þá er ég að leyfa félagskvíðanum að ná tökum á mér. Ég kveiki aftur á símanum og sé að mér er boðið í partí, mig langar alls ekki. Ég verð samt að fara, er það ekki? Ég má ekki gefa undan félagsfælninni? „Mæti með læti ;)“ skrifa ég og fatta að þetta er meðvirkni. Þetta er ekkert líf. n Sjálfsvinna Opnaðu þig! Ekki vanrækja geðræktina. Talaðu um tilnningar. Við bjóðum 2 fyrir 1 af sálfræðitímum á netinu hjá Mín líðan. Þú færð því 50 mínútna tíma á 7.990 kr. Öll bestu fríðindin FyrirÞig eru í appinu. Sálfræðiviðtal FyrirÞig Öskudags- búningar Fermingar- skraut Faxafeni 11, 108 Reykjavík www.partybudin.is FJÖLNOTA POKAR Á TILBOÐSVERÐI DAGANA 7.-14. FEB. 99 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.