Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 13
Segja má að afstaða ríkisstjórnarinnar sé bókmenntaleg. Um ábyrgð á verðbólgunni segir hún bara eins og dýrin í Litlu gulu hænunni: Ekki ég. Bjórinn kom við sögu í síðasta þætti. Eftir miklar deilur var ákveðið að leyfa þann forboðna drykk. Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli „Við höfum ekki tapað stjórn á stöðunni, en þetta er óþægilegt að fá verðbólgumælingar, sem fara langt fram úr því sem gert var ráð fyrir.“ Þetta er tilvitnun í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í fréttum RÚV í byrjun síðustu viku. Ummælin gefa tilefni til að skoða tvennt: Í fyrsta lagi: Er það rétt að verð- bólguvöxturinn hafi ekki verið fyrirséður? Í öðru lagi: Hverjir hafa stjórn á stöðunni fyrst hún hefur ekki tapast? Ekki lagt við hlustir Daginn fyrir kjördag skrifaði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor, sem einnig á sæti í peningastefnu- nefnd, grein í Vísbendingu. Þar sagði hann mjög skýrt að búast mætti við hækkun verðbólgu erlendis. Til þess að hafa stjórn á verð- bólgunni hér heima ráðlagði hann að minnka halla ríkissjóðs, hafa raunvexti jákvæða og gæta hófs í launakröfum. Aðalhagfræðingur Seðla- bankans, Þórarinn G. Pétursson, skrifaði svo grein í Vísbendingu mánuði síðar. Þar sagði hann tæpi- tungulaust að verðbólguspárnar kynnu að vera of bjartsýnar. Hann benti jafnframt á að ríkis- fjármálin væru einn helsti áhættu- þátturinn. Báðir þessir kunnu og virtu sérfræðingar höfðu sem sagt með góðum fyrirvara varað við því hvert verðbólgan stefndi. Þeir upp- lýstu ekki bara stjórnvöld heldur allan almenning. Í þessu ljósi getur bara verið ein skýring á því að ríkisstjórnin segist nú koma af fjöllum. Hún hefur ein- faldlega ekki lagt við hlustir og að auki lokað augunum. Kynt undir verðbólgu Fjármálaráðherra sagði réttilega í viðtalinu við RÚV að þeir sem hefðu stjórn á verðbólgunni væru: Hið opinbera, Seðlabankinn og vinnumarkaðurinn. Hið opinbera er ríkisstjórnin. Hvað gerði hún í þessari stöðu? Fyrir lá að helstu hagfræðingar töldu nauðsynlegt að draga úr halla ríkissjóðs til þess að hafa stjórn á verðbólgunni. Ríkisstjórnin tók aftur á móti þá ákvörðun að auka slakann í ríkis- fjármálunum og fresta því að taka á skuldunum þangað til á næsta kjörtímabili. Í umsögnum atvinnulífsins um ríkisfjármálastefnuna og fjárlaga- frumvarpið segir að þetta kyndi undir verðbólgu og ríkisstjórnin sé í raun að færa vandann yfir á næstu stjórn. Þetta er afar hörð gagnrýni, sem Sjálfstæðisflokkur- inn er ekki vanur að fá úr þessari átt. Bókmenntaleg afstaða Segja má að afstaða ríkis- stjórnarinnar sé bókmenntaleg. Um ábyrgð á verðbólgunni segir hún bara eins og dýrin í Litlu gulu hænunni: Ekki ég. Þegar ríkisstjórnin tekur þennan pól í hæðina kemur ekki á óvart að forseti ASÍ segi líka: Ekki ég. Þá er komið að Seðlabankanum. Hann ætlar hvergi að hvika frá lög- bundnu hlutverki sínu í baráttunni gegn verðbólgu. Vextirnir eru hans verkfæri. Að því leyti hefur fjármálaráð- herra rétt fyrir sér að við höfum ekki misst öll tök. En þegar ríkissjóður og vinnumarkaðurinn sleppa takinu eru það lausatök. Vægari getur gagnrýnin ekki verið. Sérstaða ríkisstjórnarinnar er sú að hún, ein af þessum þremur aðilum, er kosin til að bera pólit- íska ábyrgð á því að þeir allir taki sameiginlega á. Afsökunin Ríkisstjórnin segir sér til afsökun- ar að nú sé líka verðbólga erlendis. Það er rétt. En heildarmyndin er sú að krónan féll þegar faraldurinn skall á. Það gerðist hvergi annars staðar og leiddi til þeirrar þverstæðu að samdráttur í þjóðarbúskapnum bjó strax til verðbólgu hér. Á síðasta ári hefur gengi krónunnar gagnvart evru hins vegar hækkað í svipuðu hlutfalli og verðbólga erlendis. Aukin verð- bólga núna er því að stærri hluta heimatilbúin. Undralækningar Nú fyllist umræðan af tillögum um viðbrögð. Þær miða ekki að því að lækna verðbólgumeinið heldur að draga úr sviðanum þar sem hann er sárastur með nýjum útgjöldum úr ríkissjóði. Sjálfsagt verður ekki hjá því komist. En verði það gert án þess að afla ríkissjóði nýrra tekna munu þær sviðabætandi aðgerðir einfald- lega kynda undir meiri verðbólgu. Það verður prófsteinn á ríkis- stjórnina. En Framsókn á einföldustu undralækningahugmyndina. Hún vill afnema verðbólguna með því að reikna ekki þann lið í vísitöluna, sem veldur mestri hækkun hennar. Er ekki bara best að kjósa Fram- sókn? n Ekki ég, sagði ... Auglýst eftir framboðum til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins - Með framboðum skulu fylgja helstu upplýsingar um frambjóðanda, s.s. nafn, kennitala, netfang, sími og heimilisfang Óskað er eftir framboðum til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins. Stjórnar- kjör fer fram með rafrænum hætti. - Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal stjórn skipuð þremur konum og þremur körlum og þriggja manna varastjórn skal skipuð minnst einum karli og einni konu. - Kjörtímabili tveggja karla í aðalstjórn og eins karls í varastjórn rennur út á ársfundinum. Eingöngu karlar geta boðið sig fram í aðalstjórn en bæði karlar og konur í varastjórn. - Allir sjóðfélagar geta boðið sig fram til stjórnar en nánari hæfisskilyrði er að finna í 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Framboðsfrestur er til kl. 23:59 þann 24. febrúar 2022. Framboð verða að berast kjörnefnd fyrir lok framboðsfrests til þess að teljast lögleg. Hægt er að senda framboð á netfangið kjornefnd@almenni.is Kjörnefnd Almenna lífeyrissjóðsins, 10. febrúar 2022 Í kjörnefnd sitja Ólafur H. Jónsson, Ingvar Júlíus Baldursson og Lára V. Júlíusdóttir Nánar á: www.almenni.is - Taka skal fram hvort framboð er aðeins til aðalmanns, aðeins til varamanns eða aðalmanns og varamanns til vara - Lögmætum frambjóðendum verður boðið að kynna sig á vef sjóðsins Nánar um framboð: Eigum við að ræða aðeins meira um Verbúðina? Þessa snilldarþætti sem staðsetja okkur svo rækilega í for- tíðinni að við erum meira að segja farin að horfa á línulega dagskrá. Við rifjum upp tíðarandann og gleðjumst um leið yfir því hversu mikið samfélagið okkar hefur mótast og þroskast. Bjórinn kom við sögu í síðasta þætti. Eftir miklar deilur var ákveð- ið að leyfa þann forboðna drykk. Ekki í þeim tilgangi að auka við almenna drykkju, heldur miklu fremur vegna þess að ríkisvaldið á að treysta borgurunum meira fyrir eigin velferð en tíðkaðist áður. Þættirnir fanga líka vel hversu almennar reykingar voru á þessum árum en í dag spúum við ekki sígar- ettureyk yfir börnin okkar. Og það hafa orðið f leiri róttækar lýðheilsu- framfarir því túperað hár heyrir sögunni til og krumpugallarnir og herðapúðar í yfirstærð sjást varla lengur og er það vel. Við brosum yfir kjánalegum klæðaburði, hlæjum að kauðs- legum karakterum og vörpum öndinni léttar yfir því að vera ekki lengur svona búraleg og lummó. Á sama tíma fyllumst við nostalgíu og fortíðarþrá yfir þáttunum, því þetta er jú partur af sögunni okkar. En þættirnir sýna líka vel óheil- brigt samband stjórnmála og við- skipta þar sem sérhagsmunir fárra eru settir skör ofar hagsmunum almennings. Um leið og við brosum og fyll- umst fortíðarþrá skulum við því hafa það hugfast á sunnudags- kvöldum, að umhverfið sem þætt- irnir sýna er ekki bara fortíð, held- ur líka nútíð. Tíðarandi tískunnar er vissulega horfinn en hinn pólitíski tíðarandi og veruleiki er enn til staðar. Ára- tugum síðar standa heilu stjórn- málaflokkarnir enn grimman vörð um sérréttindi. Sérréttindi sem skapa gríðarlegan arð sem í orðsins fyllstu merkingu er veiddur í troll og landað inn á bankareikninga útgerðarinnar, án þess að þjóðinni sé greitt eðlilegt markaðsgjald fyrir. Og varðstaðan snýst ekki síður um að koma í veg fyrir þá sjálfsögðu breytingu að sett sé í stjórnarskrá almennilegt auðlindaákvæði sem tryggir hagsmuni okkar allra en ekki bara fárra. Ákvæði sem kemur í veg fyrir að fyrirtæki hafi ótíma- bundinn rétt til að veiða fisk sem þjóðin á sameiginlega. Verbúðin sýnir okkur fæðingu þessa óréttlætis. Það er grátleg staðreynd að efniviðurinn í fram- haldsþáttaraðir nær til dagsins í dag. Vonandi verða þær seríur gerðar. n Verbúðin í núinu Sigmar Guð- mundsson þingmaður Við- reisnar FIMMTUDAGUR 10. febrúar 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.