Fréttablaðið - 10.02.2022, Síða 18

Fréttablaðið - 10.02.2022, Síða 18
Kínversku jakkafötin mín eru klárlega bestu kaupin. Verstu kaupin eru úr þessum ódýru stóru keðjum því þær flíkur eiga það til að minnka í þvotti og missa allt shine-ið fljótlega. Notar þú fylgihluti? Ég er oft með úr, hálsmen og af og til með hringi og eyrnalokka. Eyðir þú miklum peningum í föt miðað við jafnaldra þína? Ætli það fari bara ekki eftir aðstæðum en yfirleitt er ég ekki að eyða miklum peningum í föt. Er einhver ein f lík sem þú ætlar að kaupa á næstunni? Það er ekkert planað en augun rekast örugglega á eitthvað. n Svört, sérsaumuð jakkaföt sem hann keypti í Kína þegar hann og unnusta hans voru á ferðalagi þar. Skyrtan er úr Zöru á Spáni. Úrið er frá Michael Kors. Þessi fallegi brúni jakki var keyptur í Zöru á Spáni. Rósaskyrtan var sérsaumuð í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Tónlistarmaðurinn og upptöku- stjórinn Birgir Örn Magnússon, betur þekktur sem Bixxi, hefur haft nóg að gera undanfarið við að taka upp tónlist fyrir ýmsa listamenn. Auk þess er hann að vinna að eigin tónlist og semja með unnustu sinni, Álfrúnu Kol- brúnardóttur, en hægt er að hlusta á tónlistina á Spotify og YouTube undir Bixxi. „Helsta áhugamál mitt er auð- vitað tónlist en ég stunda líka ræktina og les eitthvað. Mestur frítími minn fer þó í að semja tón- list, læra eitthvað nýtt sem tengist tónlist og æfa mig á píanó, gítar eða bassa.“ Um miðjan janúarmánuð kom út lagið I’ll wait með honum og söngkonunni Alyriu sem hefur gefið út tónlist undanfarin tvö ár við góðar viðtökur. „Lagið var samið af okkur báðum og ég sá um upptökur og gekk frá öllu saman. Lagið sjálft er sexí og dularfullt ástarlag sem snertir þær mörgu tilfinningar sem fylgja ástinni en með blæ af frelsi og yfirvegun í ást.“ Árið fram undan verður hans stærsta hingað til að eigin sögn. „Ég geri ráð fyrir að gefa út mikið efni sem ég hef unnið að síðustu ár þar sem ég er loks orðinn rosalega ánægður með hljóðheiminn og þann stíl sem ég hef þróað með mér í gegnum tíðina. Næsta lag kemur út 10. mars en það ber heitið ÚAA/Labbar inn.“ Bixxi sýnir lesendum Frétta- blaðsins inn í fataskápinn og svarar nokkrum spurningum í tengslum við tísku. Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast undanfarin ár? Maður var náttúrlega algjör skoppari áður fyrr og það var mikið um svona bling bling og baggy-föt, hettupeysur og svo- leiðis. Í dag er ég meira klassí og ekki að reyna of mikið. Ég klæðist oftast fötum sem mér finnst fara vel með persónuleikanum mínum þó svo að ég elski líka að vera stundum extra. Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Ég fylgist aðallega með því sem er í gangi í kringum mig og yfirleitt gerist eitthvað skemmtilegt. Um daginn var ég að horfa á Bachelor- ette með konunni og sá þar einn keppandann með flotta klippingu. Þá hugsaði ég með mér að hún gæti farið mér vel. Ég lét verða af því og sé ekki eftir því. Hvar kaupir þú helst fötin þín? Ég kaupi aðallega föt þegar ég er í útlöndum. Þegar ég og konan mín vorum til dæmis í Kína þá keypti ég ýmislegt sem greip augað. Ann- ars er ég ekki mikið að spá í hvar ég kaupi flíkurnar heldur hvað ég kaupi. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Það er eitthvað við fjólubláan sem ég hef alltaf elskað. Áttu minningar um gömul tísku- slys? Ætli það sé ekki bara allt sem er á Myspace. Hvaða þekkti einstaklingur er svalur þegar kemur að fatnaði? Bríet er gríðarlega töff í sínu fata- vali. Einnig er Zayn, sem var í One Direction, klárlega eitraður hvað varðar stíl. Hvaða f líkur hefur þú átt lengst og notar enn? Það er uppáhaldsskyrtan mín sem er gulllituð og kínversk. Ég keypti hana á ferðalagi um Kína og nota í nýjasta tónlistarmynd- bandinu mínu sem kemur út á næstunni. Áttu uppáhaldsverslanir? Nei. Ég elska að rekast á óvæntar flíkur. Ég get verið mjög vandlátur og er aldrei að drífa mig í að kaupa mér neitt. Áttu eina uppáhaldsf lík? Ég held mikið upp á jakkaföt sem ég lét sérsauma fyrir mig úti í Kína og einnig Philipp plein skóna mína. Bestu og verstu fatakaupin? Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Það er eitthvað við fjólubláan sem ég hef alltaf elskað. Bixxi 2 kynningarblað A L LT 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.