Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 26
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr @frettabladid.is The Mistress Firðinum Hafnarfirði 2.hæð themistress.is Undirfataverslun Kynfræðingurinn Indíana Rós Ægisdóttir segir að kyn- lífstæki geti verið skemmti- leg viðbót við kynlífið og veitt örvun sem líkaminn getur ekki veitt. Hún segir að traust og góð samskipti skipti máli þegar pör prófa sig áfram með tækin og fagnar aukinni umræðu um þau. Indíana segir að kynlífstæki séu langt frá því að vera nýtt fyrirbæri, en hún er með masterspróf í kyn- fræði, sem er fræðigrein sem snýst um allt sem viðkemur kynlífi og kynhegðun. Þegar hún var í námi í Bandaríkjunum vakti hún athygli fyrir kynfræðslu sem hún veitti á Snapchat og Facebook. „Núna er ég forstöðumaður frístundaheimilis og félagsmið- stöðvar í Þorlákshöfn og kenni valáfanga í kynfræðslu. Ég sinnti líka mikið af kynfræðslu víðs vegar um landið fyrir alls konar hópa eftir að ég kláraði námið en svo kom Covid og þá var ekki lengur hægt að vera að ferðast svona um,“ segir hún. „Ég þekki söguna ekki nákvæm- lega, en ég veit að það hafa fundist gömul tæki og tól, fyrst og fremst fallískir munir, sem er talið að hafi verið notuð sem kynlífstæki. Svo er líka spurning hvað hefur ekki fundist og mun aldrei finnast en hefur verið til.“ Krydd fyrir kynlífið Hún segir að kynlífstæki geti verið góð viðbót við kynlífið hjá pörum. „Ég hugsa alltaf um þau sem skemmtilega viðbót, en margir þurfa þau líka til að geta fengið fullnægingu, ef það er mark- miðið með kynlífinu. Þau geta veitt örvun sem munnur, hönd eða kynfæri geta ekki veitt,“ segir Indíana. „Ég hugsa oft um þetta út frá þeirri samlíkingu að þú getur farið út á strönd og leikið þér með sandinn en þú getur líka haft með þér skóflu og fötu og dót sem gerir þetta skemmtilegra og getur breytt Örvun sem líkaminn getur ekki veitt Kynfræðingur- inn Indíana Rós Ægisdóttir segir að kynlífs- tæki geti verið skemmtilegt krydd fyrir kyn- lífið hjá pörum, því þau geta veitt örvun sem munnur, hönd eða kynfæri geta ekki veitt. MYND/AÐSEND hlutunum og leyft þér að prófa nýja hluti sem þér datt kannski ekki í hug áður og getur kannski ekki gert með líkamann. Kynlífstæki geta gert gott kynlíf betra og það er engin ástæða til að vera feimin(n) við að prófa þau. Kannski er þetta eitthvað sem hentar og kannski ekki, en það er um að gera að prófa og leyfa sér að vera forvitinn,“ segir Indíana. Veita aukna örvun „Það er alls ekki skrítið að vilja nota kynlífstæki. Ég hef oft heyrt fólk í pörum tala um að þau eigi að vera nóg og þau eigi að geta fullnægt makanum sínum en þetta snýst ekki um það, heldur að bæta einhverju skemmtilegu við. Stund- um þarf meiri örvun en líkaminn getur veitt eða að ná á staði sem hann nær ekki til. Kynlífstæki geta líka verið mjög gagnleg fyrir fötluð pör, sem eiga kannski erfitt með ákveðnar stellingar, hreyfingar eða að ná á einhverja staði.“ Indíana segir að traust og góð samskipti skipti máli þegar pör nota kynlífstæki. „Ef fólk er kannski búið að vera lengi saman og er orðið leitt á því sem það er að gera er hægt að prófa alls konar hluti, ekki bara titrandi egg og titrara. Það er alls konar dót þarna úti sem getur verið gaman að prófa sig áfram með og það er ekki nauðsynlegt að festa sig við eitthvað eitt,“ segir hún. „En ég held að ef fólk er ekki með opin og góð samskipti geti kynlífstæki, eins og allt annað, haft neikvæð áhrif. Ef fólk er ekki að tala um hlutina, laumupúkast eða fela eitt- hvað og samskipti eru ekki opin og hrein getur þetta haft neikvæð áhrif, en auðvitað ætti það aldrei að vera þannig.“ Opnar umræðu um sjálfsfróun Indíana segist fagna aukinni umræðu um kynlífstæki. „Umræðan kemur líka mikið inn á sjálfsfróun, sem hefur lengi verið mjög mikið tabú, svo hún hefur líka opnast. Sjálfsfróun bætir kynlíf að því leyti að hún hjálpar fólki að læra á líkamann sinn og hvað því finnst gott. Hún getur líka haft jákvæð áhrif á líkamsímynd og veitt góða streitu- losun og þannig verið almennt góð fyrir andlega heilsu,“ segir hún. „Það þurfa auðvitað ekki allir að stunda sjálfsfróun, en það getur verið gott að kynnast kynfærun- um sínum og skoða þau, aðallega ef fólk ætlar að stunda kynlíf með öðrum. Fólk er oft kannski feimið við að tala um sjálfsfróun en talar svo við mig um kynlífstækin sín og hvað þau séu geggjuð, þannig að aukin umræða um kynlífstæki hefur gert það samtal auðveldara,“ segir Indíana. „Fólki í parasamböndum finnst líka oft auðveldara að lýsa því sem því finnst gott með því að lýsa tæki og hvað er gott við það, en fólk á erfiðara með að tala um það í samhengi við sjálfsfróun.“ ■ Hægt er að fylgjast með Indíönu í gegnum heimasíðu hennar, indianaros.is, og á samfélagsmiðl- um, á facebook.com/Indianaros6/ og instagram.com/indianaros6/. 6 kynningarblað 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGURUNAÐSVÖRUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.