Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 16
Allt eru þetta skref í rétta átt sem við getum verið stolt af og eru í anda jafnaðarstefnu. Samkvæmt stefnu um stafræna þjónustu hins opinbera frá 2021 er markmiðið að Ísland verði meðal allra fremstu þjóða heims í staf- rænni þjónustu. Metnaðurinn stendur til þess að bjóða þegnum landsins upp á skilvirka og heild- ræna opinbera þjónustu sem ein- faldar líf þeirra þar sem einstakl- ingar þurfa ekki að skila aftur og aftur gögnum á pappírsformi eða senda tölvupósta þegar þeir þurfa á þjónustu hins opinbera að halda. Samband íslenskra sveitarfélaga er aðili að þessari stefnu f.h. sveitar- félaga og sveitarfélög þurfa nú að bretta upp ermar til að ná þeim markmiðum sem þar eru sett. Stafrænt umbreytingarteymi sveitarfélaga hefur verið stofnað hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem vinnur með sveitarfélögum og styður þau í þeim fjölmörgu verkefnum sem tækniframfarir bjóða upp á. Teymið vinnur náið með sérfræðingum sveitarfélaga um stafræna þróun og stafrænu ráði sveitarfélaga sem er skipað f ramk væmdastjór um sveit ar- félaga og pólitískt kjörnum full- trúum úr öllum landshlutum. Auk þess vinnur teymið með Stafrænu Íslandi og fjármálaráðuneytinu til að stuðla að samnýtingu og sam- hæfingu þvert á opinbera geirann. Gríðarlega mikilvægt er fyrir sveitarfélög og hið opinbera að leggja áherslu á stafræna umbreyt- ingu enda er varla nokkurt verkefni eða áskorun leyst nema með tækni. Stafræn umbreyting felur í sér nýtt og breytt verklag með nútíma- legri tækni. Þetta þýðir að sveitar- félög, opinberir aðilar og fyrirtæki eru að ganga í gegnum róttækar breytingar með það að markmiði að bæta notendaupplifun með snjallari og skilvirkari lausnum. Hún byggist á samtengingu tækni- lausna til að fá betri yfirsýn og betri nýtingu á mannafla og fjár- magni. Þessi vegferð getur falið í sér að breyta þurfi skipulagi, færa til ábyrgð, endurskrifa reglur eða endurhanna ferla. Þetta snýst því alls ekki bara um tækni heldur jafn mikið um breytingastjórnun, þekk- ingaruppbyggingu og breytingu á skipulagi, stefnumótun og stjórn- sýslu. Starfsmenn og fastir stjórnendur sveitarfélaga eru í auknum mæli farnir að átta sig á þeim tækifærum sem stafræn þróun og nútímatækni getur haft á rekstur sveitarfélaga, á verkferla, vinnubrögð og afgreiðslu mála til að ná meiri skilvirkni, en kjörnir fulltrúar þurfa líka að átta sig á þessum tækifærum og þessari hröðu þróun og möguleikum sem tæknin býður upp á. Nú fer senn að líða að sveitar- stjórnarkosningum og vona ég að þeir sem bjóða sig fram til sveitar- stjórna geri sér grein fyrir því hvað framfarahugsun er mikilvæg og skilningur og þekking á tækifær- um tækninnar til að búa til öf lug sveitarfélög. Íbúar gera oft ekki greinarmun á því hvaða þjónustu ríkið veitir og hvaða þjónustu sveitarfélög veita, auk þess sem þjónusta ríkis og sveitarfélaga tengist oft. Íbúinn ætti ekki að þurfa að byrja upp á nýtt þegar hann færir sig á milli stjórnsýslustiga. Þjónusta hins opinbera þarf að birtast íbúum sem ein heild og því eru gríðarlega mikil tækifæri fólgin í samstarfi ríkis og sveitarfélaga í endurhönnun þjón- ustu með nýrri tækni til að einfalda líf einstaklinga. Að nota ólíka styrkleika og þekkingu stafrænna leiðtoga mis- munandi sveitarfélaga og ríkisins fyrir heildarárangur stafrænnar þróunar landsins. Það hefur þegar sýnt sig að sam- tal og samstarf sveitarfélaga í staf- rænni umbreytingu hefur borgað sig og ávinningurinn á eftir að koma enn betur í ljós. Ísland er hálfgert þorp þó sveitarfélögin séu býsna mörg en þau eru mörg hver lítil og standa ekki vel að vígi í þekkingu á stafrænni þróun. Fag- hópur um stafræna umbreytingu sveitarfélaga hefur nú hist a.m.k. mánaðarlega í um tvö ár og lagt grunninn að samstarfi sveitar- félaga og þeirri stefnu sem er í mótun í stafrænni umbreytingu. Innan hópsins hefur átt sér stað deiling á þekkingu, upplýsingum og reynslu sem hefur verið ómetan- legt fyrir ákvarðanir og framþróun. Á lokaðri Facebook-síðu hafa sveit- arfélögin einnig getað deilt upp- lýsingum og reynslu og nú á nýrri og glæsilegri vefsíðu samstarfsins, stafraen.sveitarfelog.is, sem sett var upp sl. sumar. Þar deila þau reynslusögum af lausnum og snjöll- um lausnum sem öll sveitarfélög geta nýtt sér til að bæta þjónustu sína. Þar er einnig að verða til verk- færakista með leiðbeiningum og sniðmátum sem sveitarfélög geta nýtt sér í stafrænum verkefnum. Stafræn færni er stór og mikilvægur þáttur í stafrænni umbreytingu og eru upptökur af hinum ýmsu fyrir- lestrum um stafræna þróun sveit- arfélaga og ríkisins aðgengilegar á síðunni. Markmiðið er að bæta og þróa síðuna jafnt og þétt þar sem stafrænt umbreytingarteymi sambandsins og sveitarfélögin styðja hvort annað í þessari hröðu stafrænu þróun og ef la færni og getu sveitarfélaganna svo þau geti nútímavætt vinnuumhverfi sitt og þjónustu. Samstarf er lykillinn og þannig munum við halda áfram. n Það þarf heilt þorp til að koma stafrænum sveitarfélögum á legg Fjóla María Ágústsdóttir leiðtogi stafræns umbreytingar- teymis og breyt- ingastjóri hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga Það er alltaf mikilvægt en sjaldan eins og í heimsfaraldri að standa sérstakan vörð um jöfnuð í mennta- kerfinu, ekki síst með því að verja börn í viðkvæmri stöðu. Þetta er leiðarljós okkar jafnaðarmanna við stjórn menntamála í borginni. Það er forgangsverkefni til að auka jöfnuð í menntakerfinu að styðja betur við bakið á börnum með annað móðurmál en íslensku. Í Reykjavík höfum við þrefaldað fjár- magn til þess málaflokks á undan- förnum árum og erum að innleiða nýtt úrræði sem kallast íslenskuver. Markviss móttaka barna sem flytja til borgarinnar að utan getur skipt sköpum um að þau nái að blómstra í okkar skólakerfi. Þess vegna höfum við stigið nýtt skref á þessu skólaári með því að stofna íslenskuver í tveimur borgar- hlutum þar sem þessi börn fá mikla og markvissa íslenskukennslu fyrstu mánuðina eftir f lutning til borgarinnar. Á þessu ári munum við bæta við tveimur íslenskuverum til viðbótar í austurborginni, þar á meðal í Breiðholti. Aukið tillit til félagslegra aðstæðna Við höfum lagt sérstaka áherslu á það að bæta kjör og starfsaðstæður í leikskólum, grunnskólum og frí- stundastarfi og varið til þess meira en 5 milljörðum frá 2017. Nú um áramótin bætist við árleg aukning upp á 1,5 milljarða í fjárframlög til grunnskóla og við úthlutun á fjár- magni verður nú meira tillit tekið til félagslegra aðstæðna í hverju skóla- hverfi. Þannig verður 425 milljónum króna úthlutað í fyrsta sinn á grundvelli upplýsinga um mennt- unarstig foreldra, ráðstöfunartekjur heimila og hlutfall innflytjenda af heildarfjölda fjölskyldna í við- komandi hverfi. Skólar fá þannig meira fjármagn í hverfum þar sem félags- og efnahagsleg staða heimila er þrengri. Allt eru þetta skref í rétta átt sem við getum verið stolt af og eru í anda jafnaðarstefnu. Stóra verkefnið verður áfram að jafna aðstöðu barna og lyfta þeim sem standa höllum fæti svo þau geti látið drauma sína rætast. n Jöfnuður og menntun Skúli Helgason borgarfulltrúi og frambjóðandi í 3. sæti í f lokksvali Samfylkingarinn- ar í Reykjavík Gætið þess að börn nái ekki í vöruna. www.msb.is illjant þvottaefni fyrir 16 Skoðun 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.