Morgunblaðið - 21.01.2022, Page 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022
Apóteki Apótekarans í Domus Med-
ica-húsinu hefur verið lokað. Er það
gert í kjölfar þess að ákveðið var að
leggja niður læknastofur og skurð-
stofur í Domus Medica um áramótin.
Kjartan Örn Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Lyfja og heilsu, sem
rekur Apótekarann, staðfesti þetta
við Morgunblaðið og sagði að rekstri
apóteksins hefði því sem næst verið
sjálfhætt eftir að tugir barnalækna
sem störfuðu í húsinu fluttu starfsemi
sína í Urðarhvarf.
Iðunnarpótek var opnað í Domus-
húsinu árið 1995 en Lyf og heilsa
keypti reksturinn árið 2000. Nafninu
var síðar breytt í Apótekarann.
Enn er rekin röntgenþjónusta í
Domus-húsinu og heimilislæknar eru
með óbreytta starfsemi þar. Jón
Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri
Domus Medica hf., segir að stefnt sé
að því að selja þann hluta hússins sem
var áður nýttur af sérfræðilæknum
eða koma honum í útleigu. Hann seg-
ir að einhverjar þreifingar hafi átt sér
stað.
„Þær hafa ekki borið ávöxt en það
er lífsmark. Þetta húsnæði gæti hent-
að fyrir margvíslega starfsemi og við
erum sallaróleg að skoða mögu-
leikana,“ segir hann. hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Domus Medica Þar var rekið apótek í rúman aldarfjórðung en hefur nú
verið lokað í kjölfar þess að tugir sérfræðilækna fluttu starfsemi sína.
Apótekinu lokað
- Apótekarinn lokar í Domus Medica
- Framtíð hússins óljós og til skoðunar
Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15
GÖMLU GÓÐU
KOMNIR AFTUR
Teg. 11010
Haldari 5.990,-
Buxur 1.995,-
Teg. 4457
Haldari 5.990,-
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Yfir 3.800 börn 17 ára og yngri voru í
einangrun í gær vegna Covid-19-
smits samkvæmt covid.is. Þar af
voru 1.866 á aldrinum 6-12 ára. Smit-
uð börn þurfa að vera sjö daga í ein-
angrun eins og aðrir og í sumum til-
fellum lengur ef einkennin vara.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir sagði að á þriðjudaginn var
hafi 25-30% þeirra sem greindust
með Covid-19 verið 16 ára og yngri.
Daginn þar á undan voru börn helm-
ingur þeirra sem greindust. Með út-
breiðslu smita byggist upp ónæmi í
samfélaginu.
„Ég held að nú sé tækifæri til að
einfalda ýmislegt eins og varðandi
sýnatökur, reglur um sóttkví og ein-
angrun. Við skoðum þetta næstu
daga og vikur. Ef allt gengur vel og
álagið á spítalanum verður ekki of
mikið þurfum við að athuga hvort við
getum ekki aflétt einhverju af þess-
um takmarkandi aðgerðum,“ sagði
Þórólfur. Hann rifjaði upp að í byrj-
un faraldursins hafi smit hjá börnum
verið fátíð. Þau voru ekki að veikjast
og smituðu ekki mikið.
„Þetta breyttist þegar Delta-af-
brigðið kom. Börn fóru að smitast
meira, veikjast meira og vera meiri
smitberar í samfélaginu. Það er
reyndar algengt með öndunarfæra-
sýkingar að þær séu mikið reknar
áfram af börnum. Það virðist svipað
eiga við um Ómíkron-afbrigðið,“
sagði Þórólfur.
Yfirleitt virðist vera um að ræða
smit á milli barna og svo bera þau
smitið heim þar sem það heldur
áfram. Þórólfur sagði erfitt að spá
um framhaldið. Börnin séu móttæki-
leg fyrir smiti enda yfirleitt ekki jafn
vel varin með bólusetningu og þeir
eldri. Hópur yngri fullorðinna, það
er 18-29 ára, er yfirleitt ekki búinn
að fá örvunarskammt. Það var
stærsti aldurshópur þeirra sem voru
í einangrun í gær, 2.146 manns. „Það
er greinilegt að örvunarskammtur-
inn kemur í veg fyrir smit hjá eldri
aldurshópunum,“ sagði Þórólfur.
Mjög hefur dregið úr spítalainn-
lögnum vegna Covid. Þetta sést
greinilega þegar ástandið nú er bor-
ið saman við september 2021. Hlut-
fall innlagna var um 1,5% smitaðra
þegar Delta-afbrigðið var ráðandi en
er orðið um 0,2% smitaðra nú.
„Flestir með Covid inni á spítalan-
um (Landspítalanum) eru annað-
hvort fólk sem liggur á spítalanum út
af einhverju öðru og hefur smitast
þar eða leggjast inn og greinist þá
með smit,“ sagði Þórólfur.
Þórólfur sagði spurningarnar nú
m.a. snúast um hvernig spítalinn ætli
að bregðast við ef smit breiðist út á
meðal inniliggjandi sjúklinga. Út-
breidd veikindi koma einnig niður á
starfsmönnum spítalans og fleiri
verði frá vinnu af þeim sökum. Það
skapi ákveðin vandamál.
Í fyrradag greindust 1.302 innan-
lands með kórónuveirusmit. Af þeim
voru 54% í sóttkví við greiningu. Þá
greindust 88 smit á landamærunum.
Í gærmorgun voru 32 á Landspítala
með Covid-19, þrír á gjörgæslu og
voru allir í öndunarvél.
Tilefni til að endurskoða aðgerðir
- Mikil útbreiðsla smita í yngri aldurshópum - Hlutfallslega fáir þurfa nú að leggjast inn á spítala
Börn í eftirliti hjá LSH vegna Covid-19
Frá 1. desember 2021 til 20. janúar 2020
10
8
6
4
2
0
50%
40%
30%
20%
10%
0%
Heildafjöldi í eftirliti, þúsundir
Þar af börn Sem% af heild
desember 2021 janúar 2020
Heimild:
LSH
8.815
36%
3.150
Sumarið 2019 sást til kinda í Flatey á Breiðafirði sem
ýttu kríu af hreiðri sínu og átu síðan egg hennar. Frá
þessu er greint í Náttúrufræðingnum undir fyrirsögn-
inni Sauðfé étur kríuegg og unga. Þar kemur fram að hér
á landi hafi örfá tilvik verið skráð um slíkt afrán þar sem
kindur urðu uppvísar að eggja- eða ungaáti. Ætla megi
að það sé algengara en þau tilvik sýni. Afrán sauðfjár á
eggjum og ungum villtra fugla sé einnig þekkt erlendis.
Krían þeyttist af hreiðrinu
Höfundar greinarinnar eru Ævar Petersen, Sverrir
Thorstensen, Scott Petrek og Kane Brides og segir í
greininni um atvikið sem vitnað var til hér í upphafi:
„Sumarið 2019 urðum við vitni að því að ær og tvö lömb
hennar umkringdu kríu á hreiðri. Fuglinn sat sem fast-
ast uns annað lambið hnippti í hann þannig að krían
þeyttist af hreiðrinu og tók flugið. Tóku kindurnar sig þá
til og átu eggin. Á meðan renndi fuglinn sér í kindurnar
eins og kríur eiga vanda til en þær létu ekki segjast.“
Síðar sama sumar fundust í Flatey bæði lifandi og
dauðir kríuungar með hluta vængjar eða allan vænginn
afstýfðan, svo og dauðir hauslausir ungar. Einnig fannst
hauslaus stelksungi og síðar fleiri kríuungar. Alls fund-
ust 17 hauslausir og vængstýfðir kríuungar þetta sumar.
Kindur voru rétt hjá en engir aðrir hugsanlegir orsaka-
valdar. Sumrin 2020 og 2021 fundust einnig dauðir haus-
lausir ungar og lifandi ungar sem á vantaði hluta vængj-
ar, segir í Náttúrufræðingnum. aij@mbl.is
Kindur átu egg á hreiðri
- Hauslausir og vængstýfðir
kríuungar - Fá atvik skráð
Ljósmynd/Kane Brides
Flatey Ær og tvö lömb hennar átu egg í kríuhreiðri.
Eliza Reed, rithöfundur og forsetafrú, ræsti í gær þriðju lestrarkeppni
grunnskólanna í Smáraskóla. Keppnin gengur út á að lesa sem flestar setn-
ingar inn í gagnasafn Samróms og stendur yfir í viku. Upptökurnar verða
svo notaðar til að þróa máltæknilausnir sem kenna tölvum og tækjum að
skilja íslensku. Smáraskóli las mest allra skóla í fyrra.
Morgunblaðið/Eggert
Þriðja lestrarkeppnin ræst