Morgunblaðið - 21.01.2022, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022
Biden forseti hélt sinn fyrsta
stóra blaðamannafund í 10
mánuði, en hann hefur sætt gagn-
rýni vegna flótta
undan fréttamönn-
um. Nú er svo kom-
ið skv. könnunum
að vaxandi van-
traust er á „the
mainstream media“
(MSM) sem hefur
jafnan stutt demó-
krata, hvað sem á gengur, en aldr-
ei jafn áberandi og síðustu fimm
ár.
- - -
Áhorf á stöð eins og CNN hefur
hrunið. Það er mikið áfall,
ekki síst fjárhagslegt. MSM-
miðlarnir eru iðulega með sömu
fyrirsagnirnar, svo pínlegt sem
það er.
- - -
En nú vottar þar fyrir varfær-
inni gagnrýni á Biden og
demókrata, og er þá einnig sam-
ræmi í fyrirsögnum! En menn létu
sig þó hafa að lýsa blaðamanna-
fundi forsetans sem eins konar
sigri. Var þá helst vitnað til þess
að fundurinn hafi staðið 20 mín-
útum lengur en svona fundir for-
seta áður.
- - -
Kannanir eftir fundinn sýna að
repúblikönum í hópi áhorf-
enda þótti flestum lítið til fram-
mgöngu forseta koma en demó-
kratar voru sæmilega sáttir eða
töldu hann sleppa. En það setur
óhug í forystu demókrata að mikill
meirihluti óháðra kjósenda var
óánægður með Joe Biden á fund-
inum, en sá hópur ræður gjarnan
úrslitum í kosningum vestra.
- - -
Almenn mæling á starfi forset-
ans í embætti sýnir nú 33-43%
stuðning. Biden var spurður um
þessa mælingu og sagðist þá ekki
trúa á skoðanakannanir lengur. Sá
leikur minnir óneitanlega á kjall-
araafbrigði hans.
Joe Biden
Hræðilegt en slapp
STAKSTEINAR
SPORTÍS SKE I FAN 1 1
1 08 REYKJAV ÍK
S POR T I S . I S
520-1000
CARETTA FERÐAVAGN - FERÐAFÉLAGI ÁRSINS!
- TRYGGÐU ÞÉR VAGN TIL AFHENDINGAR Í VOR -
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Reykjavíkurborg var ekki heimilt að
gera að skilyrði við úthlutun almenns
félagslegs leiguhúsnæðis í borginni
og með vísan til húsaleigulaga að
leigjendur tækju reglulega á móti
starfsmanni borgarinnar á heimili
sínu gegn þeirra vilja. Þetta kemur
fram í áliti umboðsmanns.
Leigjendurnir sem um ræðir gerðu
athugasemir við að gert hefði verið að
skilyrði við úthlutun húsnæðisins að
þeir skyldu taka á móti starfsmanni
sveitarfélagsins á heimili sínu tvisvar
sinnum í mánuði með svonefndri eft-
irfylgd við leigutakann. Leigjendurn-
ir kærðu ákvörðun borgarinnar til úr-
skurðarnefndar velferðarmála sem
staðfesti ákvörðun borgarinnar.
Sendu þeir þá kvörtun til umboðs-
manns sem kemst að þeirri niður-
stöðu að ákvæði húsaleigulaga, sem
byggt hefði verið á, hefðu ekki að
geyma heimild til þess að gera út-
hlutun húsnæðis háða slíku skilyrði
um að leigjendunum bæri að þiggja
eftirfylgd borgarinnar.
Úrskurðarnefnd leysti ekki
úr málinu í samræmi við lög
„Íþyngjandi ráðstafanir stjórn-
valda yrðu að eiga sér stoð í lögum.
Eftir því sem ákvörðun teldist meira
íþyngjandi fyrir borgarana, ekki síst
ef hún fæli í sér inngrip í stjórnar-
skrárvarin réttindi, því meiri kröfur
væru gerðar að þessu leyti,“ segir í
umfjöllun um málið á vefsíðu um-
boðsmanns. Auk þess hafi að mati
umboðsmanns úrskurðarnefnd vel-
ferðarmála ekki leyst úr málinu í
samræmi við lög og mæltist umboðs-
maður til að nefndin tæki það aftur til
meðferðar ef eftir því yrði leitað.
omfr@mbl.is
Skilyrði um eftirfylgd ekki heimil
- Leigjendur félagslegs leiguhúsnæðis í borginni leituðu til umboðsmanns Alþingis
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Fjöldi nafna hefur verið færður á
mannanafnaskrá eftir nýlega úr-
skurði mannanafnanefndar. Þannig
mega karlmenn nú bera eiginnöfnin
Issa, Chris, Bæssam, Rósmar, Lúgó,
Sólmáni og Jöklar. Beiðni um eigin-
nafnið Laxdal var hins vegar hafnað.
Þá var samþykkt beiðni um aðlög-
un kenninafns. Foreldrar fóru þess á
leit að sonur þeirra yrði kenndur til
föður síns, Yuriys, og að nafnið yrði
jafnframt lagað að íslensku máli.
Samþykkt var að kenninafn drengs-
ins yrði skráð Georgsson í þjóðskrá.
Konur mega nú bera eiginnöfnin
Brim, Lóley, Fjara og Haffý auk
þess sem samþykkt var að Viola
skyldi fært á mannafnaskrá með vís-
an í hefð nafnsins hér á landi.
Mannanafnanefnd tók nýverið
fyrir að nýju ósk um að karlkyns-
nafnið Regin yrði leyft. Í beiðni um
endurupptöku málsins var meðal
annars vísað í fyrri úrskurði nefnd-
arinnar er varða nöfn á borð við Ell-
iott, Kateri, Hunter, Rosemarie,
Erykah, Ullr, Leonardo og Theo.
Nefndin ákvað að leyfa nafnið Regin
nú enda beri þrír karlar nafnið sem
eiginnafn í þjóðskrá og ritháttur
þess geti þýtt að það sé tökunafn úr
til dæmis færeysku eða dönsku.
Að síðustu féllst mannanafna-
nefnd á kvenkynsnafnið Moon í ann-
arri tilraun. Áður hafði því verið
hafnað sem millinafni en nú var það
samþykkt sem eiginnafn.
Nöfnin Brim, Fjara
og Jöklar nú leyfð
- Nýir úrskurðir
mannanafnanefndar
- Laxdal var hafnað
Morgunblaðið/Eggert
Leikur Nú mega stúlkur bera eig-
innöfnin Lóley, Viola og Haffý.