Morgunblaðið - 21.01.2022, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022
Hreint loft –betri heilsa
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Láttu þér og þínum
líða vel - innandyra
Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum.
Honeywell lofthreinsitæki eru góð viðmyglugróum,
bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt
að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
HFD323E
Air Genius 5.
Hreinsar allt að 99.9%
af óhreinindum.
Hægt að þvo síuna.
Verð kr. 39.420
Ellen Calmon
borgarfulltrúi
sækist eftir 4. sæti
í flokksvali
Samfylkingar-
innar í Reykjavík
sem fer fram um
miðjan febrúar nk.
Ellen tók sæti í
borgarstjórn sum-
arið 2020.
Í tilkynningu segist hún vera ötul
talskona mannréttinda, jafnréttis og
velferðar. Þar hafi hún talað fyrir
réttindum barna og fatlaðs fólks.
Hún á m.a. sæti í íþrótta- og tóm-
stundaráði og velferðarráði. Einnig
er hún formaður stjórnar Fjölsmiðj-
unnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá
hefur Ellen tekið þátt í stýrihópi um
endurskoðun á jafnlaunastefnu
borgarinnar og menningarstefnu.
Ellen sækist eftir
fjórða sætinu
Ellen Calmon
Björg Fenger,
forseti bæjar-
stjórnar Garða-
bæjar og formað-
ur íþrótta- og
tómstundaráðs,
býður sig fram í
2. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins í
Garðabæ hinn 5.
mars nk. Björg hefur verið bæj-
arfulltrúi undanfarin fjögur ár og
var þar áður varabæjarfulltrúi.
Hún hefur einnig setið í bæjarráði,
verið stjórnarformaður Strætó bs.
og auk þess setið í ýmsum ráðum
og nefndum á vegum bæjarins.
Björg segist hafa brennandi
áhuga og metnað til að vinna að því
að Garðabær verði áfram eft-
irsóknarvert bæjarfélag í fremstu
röð.
Björg stefnir á 2.
sætið í Garðabæ
Björg Fenger
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Míla ehf. hefur gengist undir þá kvöð
„að félaginu sé skylt að halda tiltekn-
um þjóðhagslega mikilvægum fjar-
skiptanetum, ásamt þeim búnaði og
kerfum sem nauðsynleg eru fyrir
virkni eða kerfisstjórn þeirra, að öllu
leyti í íslenskri lögsögu og undir ís-
lenskum lögum. Rekstur slíks bún-
aðar og kerfa skal einnig fara fram í
íslenskri lögsögu, þ.m.t. umsjón og
eftirlit með virkni og ástandi fjar-
skiptanetanna.“
Þetta kemur fram í samantekt um
samning íslenska ríkisins og Mílu
ehf. sem barst Morgunblaðinu frá
mennta- og menningarmálaráðu-
neytinu sl. miðvikudag, um mánuði
eftir að blaðið spurðist fyrir um mál-
ið. Samningurinn var undirritaður
13. desember 2021 af Áslaugu Örnu
Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar-
og nýsköpunarráðherra og stjórn
Mílu ehf.
Með samantektinni var svarað
fyrirspurn Morgunblaðsins sem
send var samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytinu 16. desember
2021. Ríkisstjórnin fól því ráðuneyti
að leiða viðræður við Símann hf. um
leiðir til að tryggja að starfsemi Mílu
ehf. samrýmdist þjóðaröryggishags-
munum yrði fyrirtækið selt. Sem
kunnugt er kom fram í tilkynningu
þriggja ráðuneyta í desember að í
samningnum væru atriði sem vörð-
uðu viðskiptahagsmuni Mílu ehf. og
yrði hann því ekki gerður opinber.
Því var spurt um almenn ákvæði
samningsins sem ekki vörðuðu við-
skiptahagsmuni. Málaflokkurinn
færðist svo á milli ráðuneyta.
Mikilvæg fjarskiptanet
Fram kemur í samantektinni að
með þjóðhagslega mikilvægum fjar-
skiptanetum sé átt við „tiltekna
hluta innlendra fjarskiptaneta Mílu,
sem teljast mikilvægir með tilliti til
almannahagsmuna og þjóðarörygg-
is, sem og þann tækja- og hugbúnað
sem nauðsynlegur er til reksturs og
virkni viðkomandi fjarskiptaneta“.
Mat stjórnvalda er að mikilvægt
sé, til að tryggja aðgengileika og
samfellda virkni þessara fjarskipta-
neta, að búnaður og rekstur þeirra
sé jafnan í íslenskri lögsögu og lúti
íslenskum lögum.
Fyrrnefnd kvöð tekur ekki til bún-
aðar og kerfa sem nauðsynlegt er að
hafa erlendis vegna fjarskipta við út-
lönd. Hún kemur ekki heldur í veg
fyrir að Míla geti útvistað þjónustu
til aðila utan íslenskrar lögsögu, eins
og með notkun á skýjaþjónustu,
vegna kerfa sem ekki eru nauðsyn-
leg fyrir virkni fjarskipta hér á landi.
Skilyrði eru sett fyrir því hvaðan
tækjabúnaðurinn má koma.
„Sá búnaður sem nauðsynlegur er
fyrir virkni og kerfisstjórn um-
ræddra fjarskiptaneta Mílu er frá
framleiðendum í ríkjum sem Ísland á
í öryggissamstarfi við, ríkjum innan
Evrópska efnahagssvæðisins (EES)
og Sviss. Míla undirgengst þá kvöð
að nota aðeins virkan búnað í þess-
um fjarskiptanetum frá núverandi
birgjum eða framleiðendum í fram-
angreindum ríkjum.“
Míla er stærsti eigandi grunn-
virkja fyrir fjarskiptaþjónustu hér á
landi. Félagið ræður yfir þjóðhags-
lega mikilvægum innviðum fyrir ör-
yggi og áreiðanleika fjarskipta hér á
landi, samkvæmt samantektinni. Að-
ilar lýstu sig m.a. sammála um „mik-
ilvægi þess að tryggja öryggi og trú-
verðugleika reksturs á þjóðhagslega
mikilvægum fjarskiptanetum Mílu
án tillits til eignarhalds á hverjum
tíma. Einnig að fullt gagnsæi ríki um
eignarhald þeirra á hverjum tíma.“
Þeir eru einnig sammála um „að
mikilvægt sé að tryggja aðgengileika
og samfellda virkni þjóðhagslega
mikilvægra fjarskiptaneta Mílu á Ís-
landi með því að skilgreindur bún-
aður verði í íslenskri lösögu og lúti
íslenskum lögum og reglum. Einnig
að við þróun, uppbyggingu og rekst-
ur fjarskiptaneta Mílu sé mikilvægt
að grípa til ráðstafana til að bregðast
við áhættuþáttum er varða brýna al-
manna- og öryggishagsmuni sam-
félagsins.“ Tekið verði tillit til sam-
keppnisstöðu Mílu og ekki gengið
lengra en nauðsyn krefur í að leggja
á félagið kvaðir, varðandi þjóðhags-
lega mikilvæg fjarskiptanet, sem
geta skert samkeppnishæfni þess.
Mikilvæg fjarskiptanet
verði í íslenskri lögsögu
- Míla ehf. gekkst undir ýmsar skyldur - Ekki sama hvaðan búnaðurinn kemur
Morgunblaðið/Eggert
Míla Ýmsir hafa lýst yfir áhyggjum vegna sölu Símans á Mílu til franska
fjárfestingasjóðsins Ardian. Þær hafa m.a. komið fram í sölum Alþingis.