Morgunblaðið - 21.01.2022, Síða 12
Komur og brottfarir um Keflavíkurflugvöll Framboð og nýting
á hótelherbergjumÞúsundir farþega 2020-2021
Í nóvembermánuði 2020 og 2021
160
140
120
100
80
60
40
20
0
Framboð hótel-
herbergja, þúsundir
Gistinætur á hótelum,
þúsundir
2021: Komur
Brottfarir
2020: Komur
Brottfarir
H
ei
m
ild
:H
ag
st
of
a
Ís
la
nd
s
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
6,6
11,3
251
nóvember 2020 nóvember 2021
24
8%
nýting
42%
nýting
104
98
12
69
173
155
170
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Velta í einkennandi greinum ferða-
þjónustu á Íslandi var 91,6 millj-
arðar króna í september til október
2021 samkvæmt virðisaukaskatt-
skýrslum sem er næstum því þref-
öld velta miðað við sama tímabil ár-
ið 2020 þegar hún var 31,6
milljarðar króna. Þetta kemur fram
í Skammtímahagvísum ferðaþjón-
ustu í janúar sem birtir hafa verið á
vef Hagstofunnar.
Þar segir einnig að áætlaðar
gistinætur á hótelum í desember
séu rúmlega 198 þúsund sem sé
rúmlega áttföld aukning borið sam-
an við desember 2020 þegar gisti-
nætur á hótelum voru 21.277. Gisti-
nætur Íslendinga eru áætlaðar
41.400 í desember, eða 137% fleiri
en í desember 2020, og gistinætur
erlendra gesta eru áætlaðar
157.000 samanborið við 3.777 í des-
ember 2020.
Þá kemur fram í Skammtímahag-
vísunum að í desember voru 97.568
brottfarir farþega frá Keflavíkur-
flugvelli í samanburði við 11.646 í
desember 2020. Brottfarir farþega
með erlent ríkisfang voru 64.305
samanborið við 8.135 í desember
2020.
Neysla jókst eftir faraldur
Gústaf Steingrímsson, hagfræð-
ingur hjá hagfræðideild Lands-
bankans, segir í samtali við Morg-
unblaðið að tölurnar sýni að
ferðaþjónustan sé á réttri leið þó að
enn sé íslensk ferðaþjónusta langt
frá því að vera með sömu tekjur og
fyrir faraldurinn.
„Neysla hvers erlends ferða-
manns í hans eigin gjaldmiðli jókst
eftir faraldur sem má helst rekja til
þess að erlendir ferðamenn gistu
lengur en áður. Ástæða þess er að
það voru minni tækifæri til að
ferðast í heiminum. Þú fórst því til
færri landa en dvaldir lengur í stað-
inn og eyddir
meiru,“ segir
Gústaf.
Hann segir að
margir hafi velt
fyrir sér hvort sú
breyting neyslu-
mynstursins yrði
varanleg. „Þró-
unin á seinni árs-
helmingi á síð-
asta ári bendir til
að þessi neyslubreyting sé ekki
komin til að vera. Við teljum að
neysla ferðamanna muni leita nokk-
uð hratt í svipað far og hún var í
fyrir faraldurinn.“
Keyrir áfram hagvöxtinn
Gústaf ítrekar mikilvægi þess að
ferðaþjónustan nái sér sem fyrst á
strik enda sé það fyrst og fremst
hún sem muni keyra áfram hagvöxt
hér á landi á næstu árum.
„Ef við skoðum samanburð milli
síðasta árs og ársins 2019 þá var
heildarútflutningur í ferðaþjónustu
136 milljarðar króna á fyrstu þrem-
ur fjórðungum síðasta árs en hann
var nærri þrisvar sinnum meiri, eða
382 milljarðar á sama tíma árið
2019. Í fyrra komu enda til landsins
einungis 690 þúsund ferðamenn en
þeir voru tvær milljónir árið 2019.“
Gústaf segir að ferðaþjónustan
eigi því enn nokkuð langt í land
með að ná fyrra umfangi. Hann
bendir á að Landsbankinn hafi í
október sl. spáð 1,5 milljónum
ferðamanna til landsins á þessu ári.
Spáin kom út áður en Ómíkron-
afbrigði kórónuveirunnar byrjaði
að herja á heimsbyggðina og áður
en smit innanlands fóru í nýjar
hæðir, eins og raunin hefur verið í
byrjun þessa árs með tilheyrandi
fjölda fólks í sóttkví og einangrun.
„Líklegt er að við munum lækka
þessa spá eitthvað“.
Kom misjafnt niður á greinum
Gústaf bendir á að faraldurinn
hafi komið mismunandi illa niður á
hinum ýmsu greinum ferðaþjónust-
unnar. „Veltan var almennt að
dragast saman um 42% á fyrstu tíu
mánuðum síðasta árs miðað við árið
2019, en á sama tíma dróst veit-
ingasala og þjónusta einungis sam-
an um 6,3% á sama tímabili. Mis-
munandi tekjusamdrátt greina í
ferðaþjónustu má m.a. rekja til
þess að vægi Íslendinga í tekjum
greinanna var mismunandi fyrir
faraldur. Þar sem vægi Íslendinga
var mikið varð mun minni sam-
dráttur í tekjum.“
Af öðrum greinum á sama tíma-
bili var samdráttur hjá bílaleigum
um 19% og 40% samdráttur varð í
rekstri gististaða. „Þarna hjálpar
til að Íslendingar gátu ekki heldur
ferðast til útlanda og stórjuku því
eftirspurn sína eftir gistingu.“
Gústaf gerir ráð fyrir töluverðum
vexti í ferðaþjónustu á þessu ári.
„Ef við náum 1,5 milljónum ferða-
manna til landsins er það 75% af
því sem það var síðasta árið fyrir
faraldur. Þó að innviðirnir séu allir
til staðar eins og hótel, eftir mikla
og góða uppbyggingu fyrir farald-
ur, þá mun taka tíma að smyrja
hjólin og koma öllu af stað á ný.
Þar á meðal að ráða fólk með þekk-
ingu inn í greinina, enda hurfu
margir útlendingar sem unnu í
greininni úr landi þegar faraldur-
inn skall á, og óvíst hvort þeir komi
aftur.“
Allar hugmyndir fóru í bið
Spurður hvort menn í greininni
séu farnir að huga að fjárfestingum
á nýjan leik, vegna væntinga um
fleiri ferðamenn á þessu ári en á
því síðasta, segir Gústaf að allar
nýjar hugmyndir hafi meira og
minna farið í bið þegar faraldurinn
skall á, þótt menn hafi klárað verk-
efni sem farin voru af stað fyrir far-
aldur. „Umtalsverður hluti ferða-
þjónustunnar er með lán í frystingu
hjá lánastofnunum sem hafa komið
til móts við fyrirtækin með því að
leyfa þeim að greiða litla sem enga
vexti meðan þetta ríður yfir,“ segir
Gústaf að lokum.
Neyslubreyting ekki
komin til að vera
- Ferðaþjónustan á réttri leið, en á enn langt í land
Gústaf
Steingrímsson
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022
VINNINGASKRÁ
598 14453 25507 34488 43126 52438 62729 72156
1291 15045 25657 34599 43441 52496 63367 72186
2169 15231 25949 35160 43622 52740 63618 72507
2170 15535 26133 35212 43738 53027 63806 72651
3023 16649 26148 35459 44212 53178 64198 72667
3307 16794 26185 35513 44473 53524 64257 72992
3941 16818 26191 35612 44478 53534 64416 73382
4143 17128 26303 35901 45085 53538 64522 73405
4153 17851 26684 35967 45156 53669 64542 73685
4460 18014 27570 36104 45177 53678 64773 74062
4640 18119 27690 36541 45512 54647 64918 74070
4972 18480 27741 36959 46379 54843 65300 74175
5117 18577 27773 37110 46600 54982 65651 75379
5253 18697 27915 37416 47030 54998 65793 75433
5308 19596 28134 37926 47217 55160 66773 75451
5517 19964 28204 38204 47721 55759 66813 75582
5675 20034 28728 38239 48180 55820 67002 75619
6635 20711 28759 38272 48659 56165 67427 75895
7287 20888 29024 38355 48694 56579 68134 77563
7635 21006 29447 38392 48742 57019 68147 77596
8527 21227 29763 38597 48796 58214 68558 77931
8632 21268 29803 39540 48941 58223 69030 78019
8760 21519 30436 39801 49410 58742 69327 78183
8830 21939 30858 40132 49448 58875 69328 78308
9735 21980 31521 40473 49651 59037 69332 78627
10071 22131 31975 40711 49662 59360 69372 78855
10154 22157 32168 41069 49822 59596 69777 79104
10318 22830 32245 41249 49908 59888 69819 79198
11510 23072 32535 41380 50788 60195 69850 79259
11889 23509 32820 41481 51069 60402 69862 79671
12231 23565 33467 42043 51123 60679 70262 79855
12262 24180 33478 42118 51563 61127 70281
12448 24331 33589 42160 51677 61180 70465
13183 24464 33626 42380 52088 61289 71281
13194 24755 33810 42805 52279 61363 71313
13414 24964 34127 42827 52316 61646 71318
13870 25340 34354 42891 52318 61710 71899
197 13285 24808 30305 45755 57002 65774 74588
2734 14068 25385 33420 45756 57100 65914 75894
4715 14625 25828 34014 48171 58085 66313 75912
5294 15043 26287 35780 50254 58191 67326 76167
7022 15973 26643 35846 51104 58518 69035 76213
8971 18315 26893 36379 51487 59207 69380 78168
9100 18879 27121 37240 51527 60521 70545 79401
9137 18961 27667 37861 51775 61594 71232 79554
9724 20045 27882 39944 52175 63096 71542 79882
10184 20443 27910 43008 53199 64180 71944
10288 20444 28488 43051 53336 64273 72910
11348 23437 29365 43161 54599 64403 73927
12471 24292 29812 45189 56498 65130 74431
Næsti útdráttur fer fram 27. janúar 2022
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
8803 41199 46458 67601 74804
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1650 15096 33483 48094 62053 66396
2395 18516 34281 57088 62213 69993
9281 21460 36384 59175 63577 73607
14539 28718 37382 60386 63614 79205
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
6 6 3 1 7
38. útdráttur 20. janúar 2022
« VEX I, framtakssjóður í stýringu
hjá VEX, sem keypti nú í desember
allt hlutafé í Opnum kerfum, og hlut-
hafar upplýsingatæknifélagsins
Premis, hafa undirritað samning um
að sameina félögin og eignarhald
þeirra. Samanlögð velta félaganna
árið 2021 var rúmlega fimm millj-
arðar króna og EBITDA rúmlega 300
milljónir. Þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu.
Þar segir einnig að rekstur félag-
anna skiptist í tvær megin stoðir;
vélbúnaðarsölu og rekstur og hýs-
ingu tölvukerfa. Í sameinuðu félagi
verða rúmlega 120 starfsmenn með
starfsstöðvar bæði í Reykjavík og á
Sauðárkróki. Hluthafar félagsins eftir
sameiningu verða eins og segir í til-
kynningunni; VEX I, Fiskisund og fé-
lög í eigu starfsmanna. „Fyrirhuguð
sameining við Premis gerir okkur
kleift að veita viðskiptavinum enn
betri þjónustu,“ segir Ragnheiður
Harðar Harðardóttir, forstjóri Opinna
kerfa.
Stefnt að sameiningu Opinna kerfa og Premis
Allt um sjávarútveg
21. janúar 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.99
Sterlingspund 174.59
Kanadadalur 102.66
Dönsk króna 19.511
Norsk króna 14.612
Sænsk króna 14.039
Svissn. franki 139.84
Japanskt jen 1.1181
SDR 179.53
Evra 145.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.1159