Morgunblaðið - 21.01.2022, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.01.2022, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022 ✝ Arna Schram fæddist í Reykjavík 15. mars 1968. Hún lést á Landspítalanum 11. janúar 2022. Foreldrar Örnu eru Anna Guðlaug Ásgeirsdóttir, f. 3. desember 1942, og Ellert B. Schram, f. 10. október 1939. Önnur börn Önnu og Ellerts eru: Ásdís Björg, f. 30. maí 1963, Aldís Brynja, f. 5. júní 1969, og Höskuldur Kári, f. 21. febrúar 1972. Börn Ellerts og Ágústu Jóhannsdóttur eru Eva Þorbjörg, f. 23. mars 1990, og Ellert Björgvin, f. 5. desember 1991. Arna ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún gekk í Vest- urbæjarskóla, sem þá var til húsa við Öldugötu, og síðar í Haga- skóla. Hún varð stúdent frá MR árið 1988. Arna lauk BA-gráðu í stjórnmálafræði og heimspeki frá Háskóla Íslands og Kaup- mannahafnarháskóla, auk MBA- gráðu með áherslu á stjórnun, rekstur og markaðsmál frá Há- sviðsstjóra menningar- og ferða- málasviðs Reykjavíkurborgar. Meðfram þeim störfum var hún m.a. stjórnarformaður Ráð- stefnuborgarinnar Reykjavíkur, Meet in Reykjavik, og átti sæti í stjórn Hörpu tónlistar- og ráð- stefnuhúss frá september 2017. Þá sinnti hún kennslu á sviði fjöl- miðla og almannatengsla í Há- skólanum á Bifröst. Arna sinnti mörgum félags- og trúnaðarstörfum um ævina. Hún átti sæti í Stúdentaráði Háskóla Íslands 1989-1991, var formaður stjórnar Listdansskóla Íslands 1997-2001 og formaður Blaða- mannafélags Íslands 2005-2009, fyrst kvenna. Hún var ritstjóri 19. júní blaðsins árið 2001 og sat í stjórn Íslenska dansflokksins 1999-2001. Þá var hún fulltrúi í íslensku UNESCO-nefndinni og fulltrúi Blaðamannafélagsins í fjölmiðlanefnd, auk annarra starfa. Útför Örnu verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 21. janúar 2022, klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana geta einungis nánustu ættingjar og vinir verið viðstaddir. Athöfninni verður streymt á: http://promynd.is/arna Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat skólanum í Reykja- vík árið 2013. Arna giftist 26. júlí 1996 Katli Berg Magnússyni, f. 9. janúar 1969. Þau skildu. Dóttir þeirra er Birna Ketils- dóttir Schram, f. 15. júlí 1994. Arna starfaði lengst af sem blaða- maður. Fyrst á DV árið 1993 en síðar fór hún á Morgunblaðið, n.t.t. frá 1995 til 2006, þar sem hún starfaði meðal annars sem þingfréttaritari og pistlahöfundur og sá um kvöld- fréttastjórn. Hún var aðstoðar- ritstjóri Krónikunnar 2006 til 2007, fréttastjóri og blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu 2007 til 2009 og sá um kynningar- og út- gáfumál hjá Háskólanum í Reykjavík 2009 til 2010. Árið 2010 var Arna ráðin í starf forstöðumanns almanna- tengsla Kópavogsbæjar og í febr- úar 2014 varð hún forstöðu- maður menningarmála í Kópavogi. Frá því í apríl 2017 og til dauðadags gegndi hún starfi Sérðu hvernig vatnið sefur stóísk hljómalind ástarstjarna að ofan gefur þína spegilmynd Úr bólakafi brosir til mín bægir burt hið svarta skammvinn er sú sólarsýn djúpt er sokkið hjarta Augnablikið, aðeins við áður en við förum ómar ætíð bergmálið að liðnum bernskudögum Pabbi. Sólin hnígur til viðar og húmið leggst á. Það ríkir friður í þögn- inni og þú ert hjá okkur. Mín fal- lega systir er fallin frá. Hún Arna mín var einstök manneskja og hafði allt til brunns að bera. Fegurð, gáfur, mann- gæsku og ótrúlega innsýn í fólk og málefni. Hún var minn visku- brunnur þegar ágjöfin var mikil, félagi og trúnaðarvinur á lífsins vegi. Þú háðir þína baráttu eins og þú lifðir lífinu. Af æðruleysi, ein- urð og einlægni með húmorinn að vopni. Já og auðvitað með smá kæruleysi líka. Þegar ég var lítill gutti á fótstignum leikfangabíl á Stýrimannastíg reyndi „hverfis- fanturinn“ að stela bílnum. Þá kom Arna út, stóra systir, og verndaði litla bróður. Hún var alltaf þarna og lét engan vaða yfir sig eða sína. Fann til skyldurækni þegar sótt var að þeim sem stóðu henni næst en talaði einnig af hreinskilni og sagði sína skoðun umbúðalaust þegar svo bar undir. Ég og Arna áttum líka blaða- mennskuna sameiginlega. Blaða- mennska var hennar ástríða. Við áttum óteljandi fundi þar sem við ræddum fréttir og það nýjasta í umræðunni. Þetta voru góðar stundir og alltaf gat hún komið með nýja sýn á hlutina. Við fund- um okkur alltaf tækifæri til að hittast í amstri hversdagsins og sökkva okkur í rökræður og hlæja saman. Ég mun sakna þessara stunda með þér Arna mín. Þetta voru okkar stundir. Örnu var allt- af hugsað til Birnu dóttur sinnar. Hún lifði fyrir Birnu sem hún elskaði mest af öllu. Æi elsku Arna mín. Þú áttir ekki að fara svona snemma. Það er svo margt sem við eigum eftir að ræða og allt sem við eigum eftir að gera. Þín verður sárt saknað. Höskuldur Kári Schram. Fallin er frá einstök systir og það allt of snemma. Arna var einu ári eldri en ég og þótt vegir okkar hafi ekki alltaf legið saman, þá hefði ég sannarlega óskað þess að samverustundirnar okkar hefðu orðið fleiri. Ég var farin að hlakka til að rölta yfir til hennar í kaffi og spjall um ferðamál og stjórnenda- mál eða með að hennar mati heimsins bestu kjötsúpu. Ég tal- aði einnig um það að þegar veik- indi hennar væru yfirstaðin myndi ég fara með henni í sjósund og skála fyrir henni í heita pott- inum. Ég á mjög erfitt með að trúa því að þessar fyrirhuguðu samverustundir okkar muni ekki eiga sér stað, allavega ekki í þessu lífi. Hún Arna systir var glæsileg kona í orðsins fyllstu merkingu. Hún var hjartahlý, hnyttin, eld- klár og alltaf smart. Arna var líka einstaklega barngóð og hún var meðal þeirra fyrstu sem fengu að vita af óléttu minni og gaf mér ótal mörg ráð í kjölfarið sem nýttust mér vel. Hún gaf ávallt mikið af sér til sonar míns, hans Brynjars, sem talar um hve góðhjörtuð hún hafi verið og hve gaman það hafi verið þegar Arna frænka bauð honum í leikhús eða á söfn. Þær yndislegu minningar lifa. En nú er komið að kveðjustund og það er þyngra en tárum taki! Ég tek ut- an um þig og bið Guð að geyma þig elsku hjartans systir mín! Þín systir, Aldís Brynja Schram. Örninn, hinn tígulegi fugl, er einfari, fer eigin leiðir, flýgur hátt, fjarri mannabyggð, er sjálfum sér nægur. Og þannig var Arna – eins og nafnið ber með sér. Alveg frá barnsaldri var hún mjög sjálf- stæð, vissi hvað hún vildi. Ekki allra, að vísu, en íhugul og sein- þreytt til vandræða. Ég kynntist þessari bróður- dóttur minni þegar hún var smá- barn og kom í heimsókn til okkar að sumarlagi vestur á firði. Arna og Snæfríður, dóttir mín, voru jafnaldrar og urðu fljótt nánar vinkonur. Báðar með ljósan hadd og himinblá augu. Önnur feimin og hlédræg, hin á heimavelli á Ísa- firði, og líklega ögn heimarík. Nokkrum árum seinna, þegar við fluttumst suður, öll fjölskyld- an, og settumst að á Vesturgöt- unni, varð Arna fljótlega ein af okkur – daglegur gestur. Þarna sátu þær skólasysturnar, hún og Snæfríður, iðulega við eldhús- borðið að hlýða hvor annarri yfir þegar ég kom heim úr vinnunni síðla dags. Þær sváfu í sama rúm- inu – gott ef þær ekki gengu í föt- um hvor af annarri. Þetta voru yndisleg ár, og fjöl- skyldan náði að sameinast á Vest- urgötunni. Húsið stóð alltaf opið, og allir voru velkomnir, þar á meðal systkinabörn mín – allt Vesturbæingar. Arna hafði svo- litla sérstöðu, af því að hún var besta vinkona Snæfríðar og brosti svo fallega. Þegar Snæfríður var borin til grafar fyrir níu árum skrifaði Arna eftirfarandi, og læt ég henn- ar fallegu orð vera lokaorðin í þessari kveðju minni: „Ég sakna vinkonu minnar og frænku, og sorgin rífur í hjartað, en á sama tíma gleðst ég yfir góð- um minningum um hana, sem ég mun varðveita og hlúa að, þar til minn tími kemur. Ég ætla að trúa því, að þá munum við hittast að nýju.“ Verði henni að ósk sinni, því að þá verða þar fagnaðarfundir. Bryndís Schram. Það var mikil harmafregn að heyra af því að Arna frænka okk- ar væri látin. Við systkinin vissum sem var að hún hafði háð hetju- lega baráttu við krabbamein en leyfðum okkur að vona að bata- ferli og uppbygging væri fram- undan. Nú sitjum við saman og minnumst Örnu og þess æðru- leysis sem hún sýndi í baráttunni sinni. Kærrar frænku og vinkonu sem lét að sér kveða hvar sem hún kom, bæði í leik og starfi. Þegar við vorum að alast upp bjuggu Arna og fjölskylda svo að segja í næsta húsi við okkur fjöl- skylduna. Samgangurinn var mikill. Mæður okkar voru ein- eggja tvíburar og var mjög náið samband á milli þeirra alla tíð eða allt þar til Ása móðir okkar lést fyrir rúmum sex árum. Við systkinin ásamt Örnu og systkinum hennar, Ásdísi, Aldísi og Höskuldi, lékum okkur mikið saman á þessum tíma. Í dag yljum við systkinin okkur við ljúfar minningar um ævintýri og leiki í garðinum á Stýrimannastígnum og í Kjósinni. Minningarnar draga upp bjarta mynd af uppá- tækjasamri, skemmtilegri, örlítið alvarlegri, þenkjandi og hug- myndaríkri manneskju. Þegar við svo uxum úr grasi var venjan að hittast á gamlárs- kvöld og fagna nýju ári í samein- ingu. En boðin fækkuðu með ár- unum og eins og vill verða, höfðu allir nóg með sitt. Við hittumst þegar eitthvað var um að vera í fjölskyldunni og erum við þakklát fyrir þær stundir. Það var alltaf gaman að hittast og eins og geng- ur voru fyrirheit um frekari hitt- inga. En tíminn líður og hann tek- ur. Hugur okkar er hjá Birnu dótt- ur Örnu, foreldrum hennar þeim Önnu og Ellerti og systkinum hennar, Ásdísi, Aldísi og Hösk- uldi. Við vottum þeim okkar dýpstu samúð og syrgjum frænku okkar og vinkonu sem fór alltof fljótt. Kristín og Jón Ásgeir. Rúmlega fjörutíu ár eru frá því að ég hitti Örnu fyrst. Ég var nýbúinn að kynnast Ásdísi og ég vissi ekki betur en við værum ein á Stýrimannastígnum síðdegis þegar svefndrukkin unglings- stelpa birtist og spurði hvað klukkan væri. Hún var fimm og hún var búin að sofa í átján tíma. Slíkt geta bara kettir og ungling- ar. Og eiginlega var Arna þarna lifandi komin. Hún hafði ekki bara til að bera hæfileika kattarins til að njóta lífsins, bera sig tignar- lega og hreyfa sig fjaðurmagnað. Hún tapaði heldur aldrei æsku- fjöri unglingsins og jú jú líka duttlungum táningsins. Heldur ekki forvitninni og réttlætis- kenndinni sem eru drifkraftur þess góða blaðamanns sem Arna var alltaf í hjarta sínu, þótt lífið leiddi hana á aðrar brautir. Frænka kattarins er ljónið og í myndasafninu á ég mynd frá skírn Ásgerðar dóttur minnar og guðdóttur Örnu. Þar standa þær systurnar Arna og móðirin Ásdís og horfa alvarlegar í myndavélina eins og ljónynjur sem hafa slegið varnarhring um ungviðið. Og þarna var enn önnur hliðin. Kletturinn í hafi dótturinnar Birnu. Hún horfir á bak móður sinni allt of snemma en minning- arnar um hlýja faðminn, fallega brosið og leiftrandi gáfurnar eru huggun harmi gegn. Elsku Birna, Anna og Ellert, Ásdís, Höskuldur og Aldís og aðr- ir ættingjar og vinir: hugur minn er hjá ykkur þótt heilt Atlantshaf skilji okkur að á þeim sorgardegi þegar við kveðjum Örnu Schram. Blessuð sé minning hennar. Árni Snævarr. Maður velur sína lífsförunauta, Arna Schram og ég völdum hvor aðra. Ég hékk á hvolfi á stigahand- riði er ég spurði „viltu leika?“ og þú sagðir „já“. Árið var 1975 í Vesturbæjarskóla og við höfum leikið síðan. Ég man ekki ná- kvæmlega eftir þessu atviki, en þú mundir það og rifjaðir það oft upp. Ég man annað, margt annað, lífið er fullt af minningum með þér. Við hættum aldrei að leika þrátt fyrir að ég fimm árum seinna flytti til útlanda þar sem ég hef búið síðan. Mig langar svo að skrifa fallega minningargrein um þig Arna og segja öllum hvað þú varst einstök manneskja, hvað þú varst ómet- anlega góð vinkona og hvað þú varst klár og skemmtileg. En ég veit ekki hvernig ég á að fara að því. Hvenær hef ég skrifað eitt- hvað af viti á íslensku án þinnar hjálpar? Þú hefur alltaf verið til staðar, lesið yfir, leiðrétt og hjálp- að mér að finna réttu orðin, eins og hið rétta í öllu öðru. Ég votta Birnu og fjölskyldu Örnu allri mína dýpstu samúð. Ýrr Jónasdóttir. Arna Schram, yndislega okkar, er látin eftir harða baráttu við krabbamein. Það er svo öfugsnúið að skrifa um kæra vinkonu sem er horfin frá okkur á besta aldri. Vin- konu sem hafði svo mikið að gefa og átti eftir að gera svo margt. Við kynntumst allar á ung- lingsárunum. Með stofnun saumaklúbbsins í Menntaskólan- um í Reykjavík hófst vinátta, sem hefur vaxið og þroskast í meira en 30 ár. Aldrei vorum við nánari en í veikindum Örnu. Það var alltaf mikill klassi yfir Örnu. Hún var sérlega glæsileg og tignarleg – heimskona og ofur- skvísa sem ekki lét sjá til sín nema í fallegum fötum og hælaháum skóm. Þar lét hún veikindin ekki slá sig út af laginu. Undir glæsi- leikanum var einstök kona; klár og listhneigð, hlýr og góður vinur. Í Örnu sáum við andstæður, hún var viðkvæm en á sama tíma svo sterk, gat verið utan við sig og hvatvís en líka skynsöm og skipu- lögð. Arna var réttsýn og mikill femínisti í bestu merkingu þess orðs. Hún elskaði starfið sitt hjá Reykjavíkurborg enda var hún af- bragðsstjórnandi og frábær leið- togi menningar- og ferðamála þar. Á sama tíma var hún hógvær og auðmjúk og það var fjarri henni að tala um eigin afrek og velgengni. En það sem stendur upp úr er einstakt hugrekki Örnu og baráttuþrek. Þegar á móti blés neitaði hún að gefast upp. Hún steig fram og tjáði sig um geðræn veikindi löngu áður en slíkt þótti eðlilegt og sjálfsagt. Í baráttunni við krabbameinið stóð Arna and- spænis veikindunum án þess að blikna og barðist eins og ljón fram á síðustu stundu, þótt hún hafi að lokum þurft að lúta í lægra haldi. Ekkert var Örnu mikilvægara en dóttir hennar. Birna var ljósið sem lýsti upp líf Örnu; stolt henn- ar og augasteinn. Fátt gladdi hana meira en samverustundir með dóttur sinni; það leyndi sér aldrei. Endalokin komu snöggt. Við vorum ekki undir það búnar og fráfall hennar skall á okkur öllum eins og bjarg. Góðu stundirnar sem við vorum búnar að lofa Örnu þegar hún næði bata, ferðalög, góður matur, kaffihúsaferðir, leikhús … verða ekki að veru- leika. Mikið eigum við eftir að sakna elsku vinkonu okkar. Það sem eftir situr eru margar dásam- legar minningar um yndislega og sterka konu og fyrir það erum við þakklátar. Hugur okkar nú er hjá Birnu Örnudóttur sem hefur misst móð- ur sína allt of snemma. Einnig hjá móður Örnu, föður og systkinum, ættingjum og öllum þeim fjöl- mörgu sem kynntust Örnu á lífs- leiðinni og munu sakna hennar sárt. Þegar við hittumst hér eftir vinkonurnar (kannski fínt klædd- ar í háum hælum) munum við skála fyrir lífinu, minningunum og Örnu Schram. Nanna Briem, Ása M. Ólafsdóttir, Kristín Heimisdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Mússa (Sigrún Faulk), Rósbjörg Jónsdóttir, Sigrún Helgadóttir. Arna Schram, kær æskuvin- kona mín, lifir enn með mér í huga og hjarta. Ég man varla eftir mér fyrir okkar kynni í sex ára bekk í Vesturbæjarskóla við Öldugötu og með engum hef ég gert jafn mörg prakkarastrik um ævina. Hún var ætíð uppáfinningasöm og skrefin stutt yfir í heim skáld- skapar og lista. Ég man þegar við stofnuðum „menningarmiðstöð“ með listnámskeiðahaldi í garðhúsi við heimili foreldra hennar á Stýrimannastígnum, varla orðnar 10 ára gamlar. Þrömmuðum sam- an reglulega á Borgarbókasafnið í Þingholtinu enda var Arna óstöðvandi lestrarhestur og flug- læs er hún hóf skólagöngu. Hug- rekki skorti Örnu aldrei fremur en frjótt ímyndunarafl og leik- gleði. Skíðaferðir voru ófáar og saman vorum við skátaforingjar um árabil og þvældumst með yngri krakka um fjöll og firnindi. Dvöl okkar saman í sveitinni var gjöful og ógleymanlegar ferðirnar inn á Fjallabak í för með rollum. Við vorum ætíð samferða á Haga- skólaárunum en leið hennar lá síð- an í MR en mín í MH. Eftir menntaskóla tóku við Parísarár mín og áttum við góðar stundir þegar Arna kom í heimsókn, upp- rifin af borg lista og góðs matar. Samverustundir okkar í gegnum lífið voru margar og gjöfular. Mjög ung að árum sagði ég við Örnu að hún yrði annaðhvort rit- höfundur eða ráðherra og á vissan hátt gekk það eftir því hún var kjarnmikill blaðamaður og leið- andi menningarstjórnandi er vandaði orð sín og framkomu. Styrkur Örnu var heiðarleiki umvafinn trausti, hlýju og áhuga á lífinu í fjölbreytileika sínum. Hún var eldklár og gat ætíð greint allt og alla út frá ótal sjónarhornum af skilningi og skörpu innsæi. Sam- ræður okkar í gegnum tíðina voru nærandi og opnuðu fyrir nýja sýn eða nýjan skilning á heiminum. Lúmskur húmor var aldrei langt undan eða bros á vör. Við treyst- um hugsun og dómgreind hvor annarrar og á síðari árum leituð- um við í skjól vináttunnar að ráð- um í lífi okkar og starfi. Arna var hrifnæm kona er kunni virkilega að njóta þess fagra í lífinu og leyfa öðrum að hrífast með sér. Hún bar harm sinn í hljóði og faðmaði sína ákveðin, styrk og björt. Hún ljómaði ætíð með Birnu sér við hlið sem var augasteinninn henn- ar og naut Marta dóttir Snæfríðar líka hennar stóra móðurhjarta, umhyggju og lífsáhuga. Hún hlúði vel að því að þær fengju að kynn- ast því áhugaverða og litríka í líf- inu. Stórt skarð er komið í vin- kvennahópinn er lifað hefur frá skólaárunum í Vesturbænum, skarð sem við fyllum ljósi og kær- um minningum. Síðustu skilaboð hennar til mín voru yfirveguð: „Takk elsku Heiða. Þetta er brekka núna. Kærar kveðjur til þín og þinna.“ Arna er nú komin inn í ljósið fagra og þaðan mun hún lifa áfram með okkur. Ég votta Birnu dóttur hennar, Mörtu, Katli, Önnu, Ellerti, Ás- dísi, Aldísi, Höskuldi og fjölskyld- um þeirra innilega samúð. Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir. Kenn oss að telja daga vora, að við megum öðlast viturt hjarta. Arna Schram fór vel með sína daga. Ferðaðist fallega. Við kynntumst 1992. Hún að lesa stjórnmálafræði og heim- speki við Kaupmannahafnarhá- skóla, ég á Ríkisspítalanum. Arna var náinn vinur Nönnu Briem. Meðmælin skotheld. Eilítið lokuð en auðvelt að skynja hennar góð- mennsku og dýpt. Sterkgreindur, áræðinn töffari með óaðfinnanleg- an smekk. Viðkvæm og hlý. Ynd- isleg blanda í góðum vini. Sá vinur sem heimsótti okkur oftast til Lundúna. Hlaðin gjöfum og hlýju. Létt kaótísk. Hátísku- vara og Vogue í bland við jafnrétti fylltu íbúðina. Miðar voru keyptir á merkustu leikhús Lundúna. Arna Schram Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA DANÍELSDÓTTIR Grundargerði 5e, Akureyri, lést á heimili sínu laugardaginn 8. janúar eftir langvarandi veikindi. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. janúar klukkan 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat Dýrleif Jónsdóttir Ármann Guðmundsson Guðrún Jónsdóttir Sölvi Ingólfsson Rúnar Jónsson Brynja Rut Brynjarsdóttir Kristinn Hreinsson Hildur Eir Bolladóttir ömmu-og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.