Morgunblaðið - 21.01.2022, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022
✝
Sigríður Jó-
hannsdóttir,
Sissý, fæddist í
Reykjavík 20. júní
1952. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 2.
janúar 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhann
Finnsson tann-
læknir frá Hvilft í
Önundarfirði, f.
23.11. 1920, d. 2.6. 1973, og
Kristveig Björnsdóttir frá Vík-
ingavatni í Kelduhverfi, f. 29.3.
1926, d. 29.8. 2009.
Systkini Sissýjar eru: Björn, f.
1950, maki Guðrún Rannveig
Daníelsdóttir, f. 1954; Sveinn, f.
1954, maki Jóna Þorsteinsdóttir
f. 1954; Guðrún, f. 1957, maki
Þorvaldur Bragason, f. 1956.
Árið 1970 kynnist Sissý Bald-
vini Má Frederiksen mál-
arameistara, f. 1952. Foreldrar
lengst af í Hvassaleiti en á sumr-
in flutti fjölskyldan í sumarhús
þeirra, Skóga í Mosfellssveit. Ef
frá eru talin árin 1962-1963 þar
sem fjölskyldan bjó í Birm-
ingham, Alabama í Bandaríkj-
unum.
Hún útskrifaðist sem hjúkr-
unarfræðingur frá Hjúkr-
unarskóla Íslands árið 1974 og
hóf um leið störf á Landspít-
alanum við Hringbraut þar sem
hún starfaði allt til starfsloka
2019. Árið 1996 útskrifaðist hún
frá háskólanum í Gautaborg
sem uroterapeut ásamt sam-
starfskonu sinni, fyrstar Íslend-
inga. Sissý vann lengi á 13D en
að námi loknu í Gautaborg hóf
hún, ásamt samstarfsfólki, und-
irbúning þvagfæradeildar sem
seinna varð 11A þar sem hún
var fyrsti deildarstjóri.
Árið 2019 fluttu Sissý og Balli
í hús sem þau byggðu á æsku-
slóðum Sissýjar í Mosfellssveit-
inni.
Útför Sigríðar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 21. jan-
úar 2022, klukkan 15.
Hlekkir á streymi:
https://youtu.be/kna56eNg-HY
https://www.mbl.is/andlat
hans voru Gunnar
V. Frederiksen, f.
25.7. 1922, d. 5.5.
2013, og María El-
ísabet Árnadóttir
Frederiksen, f.
26.1. 1924, d. 21.6.
2019. Sissý og Balli
gengu í hjónaband
28. desember 1974.
Börn þeirra eru: 1)
Bryndís, f. 28.2.
1974, eiginmaður
hennar er Rúnar Berg Guð-
leifsson, f. 3.11. 1971. Þeirra
börn eru: a) Bjartur, f. 27.7.
2000, b) Bergdís, f. 16.4. 2003,
og c) Kolbeinn, f. 14.1. 2007. 2)
Jóhann Gunnar, f. 30.6. 1977. 3)
Baldvin Már, f. 25.4. 1985, eig-
inkona hans er Fríða Kristbjörg
Steinarsdóttir, f. 11.10. 1985.
Þeirra börn eru a) Harpa Guð-
rún, f. 2.3. 2011, og b) Jóhann
Kári, f. 3.6. 2014.
Sissý ólst upp í Reykjavík,
„Tíma, auðvitað hef ég tíma,
þegar ég hef engan er ég dáinn.“
Þannig vangaveltur gat borið á
góma og það var sátt um þær í
okkar samskiptum. Lífið með þér
elsku Sissý var þannig að við
höfðum tíma til góðra verka og
elskuðum það á okkar einlæga
hátt.
Nú eru krossgötur, þá er svo
gott að hafa tíma, tíma til að
kveðja þig og muna hjartalag þitt
og góðvild í 52 ár af lífi okkar.
Takk elskan mín, takk fyrir að
umvefja mig og börnin okkar ást,
umhyggju og umburðarlyndi í
okkar lífi. Hjartað mitt, bestu
þakkirnar fyrir að gera mig betri
mann. Ég kveð með óendanleg-
um söknuði.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr.)
Þinn
Baldvin (Balli).
Mikið skelfilega er heimurinn
tómlegur án þín elsku mamma og
óhætt að segja að hjarta mitt sé
gjörsamlega brostið af harmi.
Erfitt að hugsa til þess að maður
fái aldrei aftur mömmuknús.
Þú varst einfaldlega stórkost-
leg manneskja. Ástrík, um-
hyggjusöm, glaðlynd, ósérhlífin,
örlát, félagslynd, harðdugleg og
eiturklár. Gullfalleg, ungleg og
liðug. Bara núna seinast í desem-
ber varstu að sýna mér að þú
gætir enn sett löppina aftur fyrir
haus, þrátt fyrir aldur og veik-
indi. Þú náðir þér í mjög góða
menntun og stöðu, og lagðir alltaf
mikla áherslu á að við systkinin
gerðum það sama. Þú kenndir
mér að labba og hjóla, lesa og
skrifa, elda og bera fram, yrkja
jörðina og hlúa að blómum. Þú
hugsaðir mikið um tannhirðu, út-
lit og framkomu, og varst alltaf til
reiðu með bursta eða greiðu að
ógleymdum varalitnum góða. Þú
ástundaðir góða mannasiði og
kurteisi. „Vertu sjálfum þér og
fjölskyldu þinni til sóma“ voru
stöðluð kveðjuorð þegar ég sem
barn byrja að fara í bekkjarpartí
eða keppnisferðir í fótboltanum,
sem þú svo oft fylgdir mér í, ein
fárra foreldra. Allt það sem þú
gerðir fyrir elsku Þrótt maður lif-
andi. Þvoðir keppnisbúninga,
stóðst vaktina, bakaðir fyrir bas-
ara, mættir á alla leiki og alltaf
fyrst inn á völlinn ef einhver
meiddi sig.
Svona varstu alltaf að annast
aðra, hlúa að þeim og hugsa um
þarfir þeirra. Sönn fyrirmynd
fyrir stétt hjúkrunarfræðinga.
Þú hafðir nefnilega einstakt lag á
að setja aðra í fyrsta sætið, jafn-
vel annað og þriðja. Þú gafst og
gafst og gafst, en fékkst ekki eins
mikið til baka.
Þú varst einstakur gestgjafi og
gast rúllað fram kökum, tertum,
brauðtertum og öllu því sem til
þarf á óeðlilega stuttum tíma.
Alltaf til með allt. Mömmumatur
er uppáhaldsmaturinn minn en þú
varst meistarakokkur, þótt þú tal-
aðir alltaf um að allar veitingar
væru bara lítilræði, ekkert merki-
legar eða bara eitthvað sem þú
tókst til í flýti. Þú dróst okkur um
landið þvert og endilangt í tjald-
útilegur, fjallgöngur og skíðaferð-
ir, og alltaf varstu vel undirbúin.
Maður var varla búinn að leggja
bílnum þá var frú Sigríður komin
með dúk, smurt nesti, heitt kakó
og kaffi, ávexti, ber og breitt úrval
kaldra drykkja. Ósjaldan fylgdu
einhver sætindi eins og Freyju-
karamellur og lakkrís. Rauður
Opal var heldur aldrei langt und-
an.
Höfuð fjölskyldunnar eða ætt-
móðir hefur maður ósjaldan
heyrt. Þú ræktaðir frændgarðinn
af þvílíkri elju að tengslanetið þitt
var óvenju stórt og virkt. Hringd-
ir í alla á afmælisdögum, sem þú
svo ótrúlega mundir eins og staf-
rófið, heimsóttir með gjafir eða
skrifaðist á við. Það var því engin
tilviljun að þér skyldi hafa verið
afhent nammisvuntan hans
Hjálmars frænda. Við áttum ein-
staklega gott samband og tíð sam-
skipti, sem ég verð ævinlega
þakklátur fyrir. Það var alltaf
hægt að leita til þín og vera alinn
upp sem barn hjúkrunarfræðings
setur á mann mark sem aðeins
þau skilja. Þú áttir í mér trúnaðar-
mann og ég í þér, og við ræddum
oft okkar dýpstu hugsanir og til-
finningar. En stundum bara kon-
ungsfjölskylduna. Þú áttir stóran
þátt í að ég skyldi hætta að drekka
og ég veit hversu stolt þú varst af
því og að ég skyldi aldrei byrja
aftur. Fáir einstaklingar sem
staðið hafa þriðju vaktina eins
hart og þú.
Þú varst alltaf smá spíritisti
þótt gamla barnstrúin væri sterk í
þér og þú héldir mikið upp á
kristnina. Hvor leiðin sem það var
sem þú fórst, þá óska ég mér þess
heitt að þú farir í friði elsku hjart-
ans mamma mín. Ég skal hugsa
vel um hann pabba eins og ég var
búinn að lofa þér, elsku ljósberinn
okkar.
Meira á www.mbl.is/andlat
Þinn
Jóhann Gunnar.
Elsku hjartans mamma mín
kvaddi okkur mjög snögglega í
byrjun árs eftir stutt veikindi, svo
snöggt að við hin fengum ekki
tækifæri til að kveðja. Við sitjum
eftir hnípin og sorgin er djúp.
Mamma var sterkur persónuleiki,
brosmild, glaðlynd, góðhjörtuð og
gull af manni. Hún var mikill
prímus mótor í öllu sem hún tók
sér fyrir hendur, mikil ættfræði-
kona, þekkti alla í stórfjölskyld-
unni með nafni, fæðingardaga og
jafnvel símanúmer skyldmenna
langt aftur í ættir. Það var ein-
stakur hæfileiki. Það var alveg
sama hverju ég þurfti svör við, ég
gat alltaf hringt í mömmu og hún
átti svör á reiðum höndum við
öllu, bæði stóru og smáu.
Barnabörnin elskaði hún meira
en allt annað og þau voru ófá
skiptin sem hún bauð þeim til sín
og afa, þau fengu að gista og best
fannst þeim þegar hún græjaði
ömmu Sissýjar hafragraut,
smurði rúgbrauð og gaf þeim safa
í morgunsárið. Hún var endalaust
tibúin að hjálpa til, skutla eða gera
það sem þurfti fyrir þau og okkur.
Hún var gjafmild og stórtæk og
alltaf með eitthvað uppi í erminni
við öll tækifæri. Hún hafði mikinn
áhuga á því að halda í hefðir og
nutum við fjölskyldan góðs af því.
Lærðum réttu handtökin, sama
hvort það var að steikja laufa-
brauð, búa til slátur, sulta eða
stússa í eldhúsinu, allt gert af mik-
illi natni og nákvæmni. Hún og
amma Kristveig kenndu mér líka
öll réttu handtökin í garðinum
enda ófáar stundir sem við fjöl-
skyldan nutum samveru í sumó.
Hún var frændrækin, fór með
okkur á æskustöðvar foreldra
sinna á Hvilft í Önundarfirði og á
Víkingavatn og Kópasker í Keldu-
hverfi en þeir staðir voru nærri
hennar hjarta. Hún tók Rúnari
mínum sem sínum eigin þegar ég
kynnti hann fyrir fjölskyldunni.
Við bárum gæfu til að njóta sam-
vista með mömmu og pabba, í
sumó, í Reykholti, útilegum, út-
landaferðum og Þórsmörk, en það
var okkar uppáhaldsstaður sem
við fjölskyldan tókum sérstöku
ástfóstri við og fórum ófáar ferðir
í Bása. Næsta ferð verður án
hennar, Ítalíuferð sem elsku
mamma var búin skipuleggja fyrir
löngu og safna fyrir. Þau pabbi
ætluðu með afkomendur og
tengdabörn þangað í tilefni af sjö-
tíu ára afmæli þeirra beggja og
njóta þess með fólkinu sínu. Við
tökum elsku mömmu með í hjart-
anu og hún brosir sínu blíðasta.
Læt fylgja bænina sem
mamma kenndi börnunum okkar
Rúnars og þau kölluðu ömmu
Sissýjar bæn. Farðu í friði elsku
mamma og guð geymi þig um alla
tíð.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
(Páll Jónsson)
Bryndís.
Elsku mamma, þetta átti ekki
að fara svona. Pabbi að hætta
störfum núna um áramótin, við öll
fjölskyldan að fara í júní til Ítalíu í
tilefni 70 ára afmælis ykkar pabba
og í vor ætlaðir þú, einn minn
helsti stuðningsmaður í lífinu, að
vonandi sjá mig útskrifast úr
námi. Ég gæti setið hér endalaust
og grátið það óréttlæti að þú hafir
verið tekin frá okkur svona snögg-
lega en ég veit að þú hefðir sagt
við mig að horfa frekar á það já-
kvæða, þótt það virðist núna vera
næstum því ómögulegt að gera.
Þú gafst alltaf af þér mamma mín
og við börnin þín og barnabörn
fundum alltaf fyrir því hvað við
vorum þér mikilvæg og hversu
mikið þú elskaðir okkur. Þótt við
stundum deildum mamma þá var
samt hlýr faðmurinn alltaf opinn
þegar ég sá að mér. Og mamma,
ég sagði það kannski ekki þá en þú
hafðir oftast rétt fyrir þér. Flest-
allt í lífinu kenndir þú mér og í
raun merkilegt hversu mikla þol-
inmæði þú hafðir fyrir mér því ég
veit að ég var og er ekki alltaf auð-
veldur í samskiptum. Þú varst
skjöldurinn minn þegar ég var
yngri og þú hélst því áfram þótt ég
væri orðinn „stór“.
Ég er í erfiðleikum með hvaða
fallegu minningar ég ætti að rifja
upp mamma því þær eru svo
margar og kannski ekki rétt að
gera upp á milli þeirra á blaði. En
ég ætla samt að gera smá upp á
milli mamma og tala um hversu
yndislegt var að fá að upplifa
ömmu Sissý. Ástríka amman sem
þú varst og hversu gleðilegar
minningar ég á af þér með Hörpu
Guðrúnu og Jóhanni Kára. Ég
geri mitt besta að tala um þig við
þau svo þau aldrei gleymi hversu
rík þau voru að hafa átt þig. En
mamma, eins og þú best veist sjálf
þá get ég blaðrað og skrifað enda-
laust svo ég þarf víst að fara að
huga að endanum.
Mamma, ég verð þér alltaf
óendanlega þakklátur fyrir allt
sem þú hefur kennt mér og miðlað
til mín, hvort sem það er áhuginn
á náttúrunni, nýtni, ást og um-
hyggja, leikni í eldhúsinu, vönduð
vinnubrögð eða það sem var þér
svo mikilvægt, að rækta fjölskyld-
una, frændgarðinn. Þú varst ljósið
mitt þegar allt annað var myrkur.
Þú lýsir áfram í minningunni
elsku besta mamma mín.
Elska þig að eilífu.
Þinn sonur,
Baldvin Már.
Hún var óvænt og óraunveru-
leg fréttin sem okkur barst 2. jan-
úar að elsku systir og mágkona
væri búin að kveðja okkur. Áttum
von á símtali þess eðlis að hægt
væri að hefja árás á óvininn
krabbameinið sem lét vita af sér í
lok nóvember en enginn undan-
fari þessarar fréttar.
Minningar streyma fram.
Allar samverustundir fjöl-
skyldunnar, í sumó, laufa-
brauðinu, jóladegi og öll gamlárs-
kvöldin þar sem Sissý mætti alltaf
með rjúpuafgang í tartalettum til
að borða á miðnætti. Hún var sér-
staklega að hugsa um að Björn
stóri bróðir fengi örugglega
rjúpnabragðið, sem hann var
mjög svo þakklátur fyrir.
Öll afmælin og aðrir viðburðir
sem fjölskyldurnar komu saman
eru dýrmætar minningar.
Við í vikuleigu í sumarbústöð-
um í Bifröst, Munaðarnesi og Sel-
vík. Sissý með krakkana í heim-
sókn og oftar en ekki gist hjá
okkur. Sissý að drífa okkur með í
ferðir á Látrabjarg, Strandir og
ferðin norður eftir að mamma lést
til að koma vefstól heim á Kópa-
sker. Sissý alltaf jafn drífandi og
dugleg.
Hringing – eruð þið heima –
viljið þið gulrætur úr garðinum –
vantar ykkur rabarbara – eða
bara má ég líta við er á heimleið.
Hún var hafsjór af fróðleik um
allt sem var að gerast hjá allri
stórfjölskyldunni eða öllu heldur
ættleggnum enda dugleg að hafa
samband og fá fréttir.
Alltaf ef eitthvað bjátaði á hjá
okkur heilsufarslega var hringt í
Sissý að leita ráða. Alltaf til staðar
fyrir okkur.
Sissý var bara Sissý frænka
barnanna okkar og síðan barna-
barnanna, sem segir meira en
mörg orð.
Sorg okkar og söknuður er
mikill en sárastur og mestur er
hann hjá þér elsku hjartans Balli
okkar og ykkur Bryndís, Jóhann
og Baldvin Már og fjölskyldum
ykkar.
Guð veri með ykkur öllum og
gefi ykkur styrk.
Björn og Guðrún
(Gunna Veiga).
Guðrún frænka mín hringdi í
mig í byrjun desember og sagði
mér að Sissý væri veik. Fjölskyld-
an sá að hún var sjálfri sér ólík í
árlegri laufabrauðsgerð, var hæg
á sér, ekki þessi snara og fráa
kona sem þau þekktu. Mánuði síð-
ar var þessi glaðværa, lífsglaða og
klára frænka mín öll.
Sissý var stóra systir hennar
Guðrúnar, og Guðlaug systir var
stóra systir mín. Þær voru jafn-
gamlar og við Guðrún svo til jafn-
gamlar. Það var mikill samgangur
á milli heimila okkar þegar við
vorum að alast upp, pabbar okkar
tvíburabræður og mikil samheldni
hjá þeim og reyndar allri þeirra
stóru fjölskyldu, Hvilftarfjöl-
skyldunni. Svo áttum við systra-
tvennurnar tvo bræður hvor
tvenna svo þetta var allt eins og
átti að vera.
Samskipti okkar frænkna hafa
verið góð alla tíð en misnáin eins
og gengur. Alltaf strengur og við
héldum honum við með útilegum
með börnunum eftir að þau komu
til, frænkusamkomum, í ferming-
ar- og giftingarveislum og öðrum
fjölskylduboðum. Ekki síst áttum
við Sissý samleið í sameiginlegu
fagi. Sissý var hjúkrunarfræðing-
ur og starfaði mestmegnis við
hjúkrun sjúklinga með sjúkdóma í
þvagfærum en hún og Gunnjóna
Jensdóttir voru fyrstar íslenskra
hjúkrunarfræðinga til að ljúka
framhaldsnámi í þeim fræðum.
Ég starfaði með Sissý á þvag-
færadeild Landspítala þegar ég
var nýútskrifaður hjúkrunarfræð-
ingur og ég leit mikið upp til stóru
frænku minnar sem kunni allt, gat
allt og mundi allt. Alla vega af-
mælisdaga allra í stórfjölskyld-
unni og fleiri. Sissý stóð svo sann-
arlega undir aðdáun minni
starfsævina á enda. Úrræðagóð,
snjöll og fyrirmynd hjúkrunar-
nema, en hún þótti sérlega
skemmtileg, alúðleg og fær í allri
kennslu og þá sérstaklega í Færn-
isetri Hjúkrunarfræðideildar HÍ.
Þegar við vorum að alast upp
fórum við iðulega í heimsókn í
Mosfellsbæinn þar sem Kristveig
mamma Sissýjar átti sumarbú-
stað ásamt sinni fjölskyldu. Hví-
líkur ævintýraheimur; brekka,
lækur, skeifa, braggi, gróður og
sundlaug. Alltaf sól og dásamlegt.
Fyrir nokkrum árum keyptu
Sissý og Balli lóðina og byggðu
sér þar einbýlishús. Hvílíkur
draumastaður og gaman að koma
og sjá dugnaðinn í Baldvini við að
byggja allt upp fyrir Sigríði sína.
Við Guðrún fórum í „happy hour“
þangað til að undirbúa tvö hundr-
uð ára afmæli tvíburanna, en sá
undirbúningur hófst haustið 2019
þótt aldrei hafi verið haldið upp á
afmælið sökum Covid. Við frænk-
urnar þrjár skemmtum okkur
hins vegar vel við undirbúninginn.
Tvíburarnir Sveinn og Jóhann
kvöddu með tuttugu ára millibili,
Jóhann rúmlega fimmtugur og
pabbi rúmlega sjötugur. Það
sama átti fyrir eldri dætrum
þeirra að liggja að kveðja með
tæpleg tuttugu ára millibili, Guð-
laug rúmlega fimmtug og Sissý
tæplega sjötug. Allt er í heiminum
hverfult og enginn veit sitt skapa-
dægur.
Það er hræðilega sárt að missa
Sissý svona brátt, mestur er þó
missir Baldvins, Bryndísar, Jó-
hanns, Baldvins Más og alls þeirra
fólks. Minningin um þessa snagg-
aralegu, úrræðagóðu og elskulegu
konu, hana Sissý, mun lifa lengi.
Herdís Sveinsdóttir.
Sigríður
Jóhannsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Sigríði Jóhanns-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Strandakonan, móðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓSK SOPHUSDÓTTIR
sjúkraliði,
andaðist þriðjudaginn 11. janúar á
Hjúkrunarheimilinu Grund.
Útför hennar fer fram laugardaginn 22. janúar klukkan 12 frá
Garðakirkju á Álftanesi. Samkvæmt sóttvarnareglum verður
hámarksfjöldi við útförina 50.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson Anna Margrét Guðmundsd.
Friðfinnur Freyr Kristinsson
Melkorka Mjöll Kristinsdóttir
Magnús Már Kristinsson
Kolbeinn Karl Kristinsson
og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HERMANN ÁRNASON,
Goðabyggð 10, Akureyri,
lést mánudaginn 17. janúar.
Útför hans fer fram frá Höfðakapellu
mánudaginn 24. janúar klukkan 10. Vegna aðstæðna í
samfélaginu verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir
en athöfninni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í
Höfðakapellu – beinar útsendingar. Hlekk á streymi má nálgast
á www.mbl.is/andlat
Guðríður Friðfinnsdóttir
Berglind Svavarsdóttir
Árni Hermannsson Hildigunnur Smáradóttir
Tómas Hermannsson Anna Margrét Marinósdóttir
Jóhann G. Hermannsson Berglind Ellý Jónsdóttir
og barnabörn