Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 21.01.2022, Page 25

Morgunblaðið - 21.01.2022, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022 ✝ Guðni B. Guðnason fæddist á Guðna- stöðum í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu 1. apríl 1926. Hann lést í Reykjavík 15. jan- úar 2022. Foreldrar hans voru þau Jónína Guðmunda Jóns- dóttir frá Austur-Búð- arhólshjáleigu í Austur-Land- eyjum, f. 5. júní 1902, d. 16. júní 1969, og Guðni Guð- jónsson frá Brekkum í Hvol- hreppi, Rangárvallasýslu, f. 11. júní 1898, d. 14. apríl 1995. Guðni var þriðji í röð 11 systkina. Guðni fluttist með foreldrum sínum á fyrsta ald- ursári til Vestmannaeyja og bjó með þeim í Bergholti í Vestmannaeyjum í eitt ár en fluttist síðan með foreldrum sínum árið 1927 að Brekkum í Gunnarsson tölvunarfræð- ingur í Englandi, Kristín Gunnarsdóttir viðskiptafræð- ingur hjá Ríkisskattstjóra í Reykjavík, Guðni Gunnarsson hljóðfræðingur í Reykjavík, Hafsteinn Þórólfsson tónskáld og söngvari og Svavar Þór- ólfsson kvikmyndagerðar- maður í Reykjavík. Barna- barnabörnin eru fimm, þau Valgerður Gríma, Kára, Freyja, Olivia Erna og Erik. Guðni fékkst við ýmis störf frá unga aldri, m.a. bústörf á heimaslóðum, síldveiðar og vegavinnu. Guðni sótti nám hjá Sigurði Greipssyni í Haukadal og lærði þar að glíma. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum og tók við prófskírteininu úr höndum Jónasar á Hriflu árið 1947. Árið 1947 hóf Guðni störf í Kaupfélagi Hallgeirseyjar. Í ársbyrjun 1956 varð hann kaupfélagsstjóri kaupfélags- ins Bjarkar á Eskifirði til árs- ins 1962 en þá fluttu þau sig til Vestmannaeyja og var Guðni kaupfélagsstjóri þar allt til loka árs 1972. Í lok árs 1972 varð hann aðstoðarkaup- félagsstjóri Kaupfélags Ár- nesinga og gegndi því starfi til aprílloka 1992. Samhliða starfi kaupfélagsstjóra í Vest- mannaeyjum kenndi Guðni bókfærslu í gagnfræðaskól- anum, iðnskólanum og stýri- mannaskólanum í Vestmanna- eyjum. Guðni vann samfellt í 44 ár fyrir samvinnuhreyf- inguna. Guðni og Valgerður fluttu í Kópavog í maí 1999. Guðni var stjórn- arformaður Umf. Baldurs á Hvolsvelli um árabil, stjórn- arformaður Verslunar- mannafélags Rangæinga, sat í stjórn Hraðfrystihúss Eski- fjarðar, var í stjórn félags- heimilisins Valhallar á Eski- firði og stjórnarformaður Sunnlendingafélagsins í Vest- mannaeyjum. Útförin fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 21. janúar 2022, klukkan 10. Einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir útförina. Hlekkir á streymi: https://streyma.is/streymi/ https://www.mbl.is/andlat Hvolhreppi. Guðni kvæntist hinn 13. maí 1951 Valgerði Þórð- ardóttur frá Sléttubóli í Aust- ur-Landeyjum, f. 3. mars 1926, d. 2. febrúar 2005. Syn- ir Guðna og Val- gerðar eru: 1) Gunnar arkitekt í Reykjavík, f. 1. janúar 1951, kvæntur Ernu Ol- sen bókaverði frá Vest- mannaeyjum. 2) Þórólfur barnalæknir og sóttvarna- læknir, f. 28. október 1953, kvæntur Söru Hafsteinsdóttur sjúkraþjálfara frá Vest- mannaeyjum. 3) Guðni Björg- vin tölvunarfræðingur og ráð- gjafi í Reykjavík, f. 30. september 1961, kvæntur Ástu Björnsdóttur ballettkennara frá Reykjavík. Barnabörnin eru sex: Valur Gunnarsson flugmaður í Reykjavík, Örn Í dag kveð ég tengdapabba minn, Guðna B. Guðnason. Löngu og farsælu 95 ára lífs- hlaupi er lokið. Þegar ég hugsa til baka þá eru tvö orð sem koma upp í hugann; hress og líflegur. Alltaf að gera eitthvað, hugsa um hestana sína sem voru hans ástríða, dekra við kindurnar þeg- ar hann átti þær og föndra við lystigarðinn heima hjá sér. Blóm og tré voru valin af sérstakri ná- kvæmni og alúð, allt átti að hafa tækifæri til þess að dafna sem best. Guðni ræktaði líka fólkið sitt vel. Frá fyrsta degi sýndi hann áhuga á öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Hann spurði mig alltaf þegar við hittumst hvernig ball- ettskólinn gengi og hvort það væri ekki fullt hjá mér. Hvort allt væri ekki í góðu gengi. Það er ómetanlegt þegar maður finn- ur svona áhuga og væntum- þykju. Þegar við hjónin byrjuðum í hundarækt þá fylgdist hann spenntur með. Já, tengdó var mikill dýravinur og hestamaður frá unga aldri. Hestar voru hans líf og yndi. Hann gat alltaf talað um hesta, rakið ættartölur þeirra, langt aftur. Mér fannst koma sérstakur svipur á hann þegar hann talaði um hesta. Svip- ur sem lýsti einstakri ást og virð- ingu. Það eru einungis fjögur ár síðan Guðni hætti að halda hesta. „Þú verður að láta hana eiga fol- ald,“ sagði hann við mig um meri sem hann gaf mér fyrir nokkrum árum. Hann horfði fram á veginn, vildi láta lífið halda áfram. Merin sem hann gaf mér var leirljós á litinn. Litur sem pabbi hans á Brekkum ræktaði sérstaklega og merin var líka af þeim ættstofni. Honum var mikið í mun að við- halda leirljósa litnum. Fátt er fal- legra en gullið fax á leirljósum hesti. Sú ásýnd ljómar af birtu og fegurð. Ég kveð elskulegan tengda- pabba með þá mynd í huga. Ásta Björnsdóttir. Ungur þeysir apríl inn yfir landið fríða. Þá er varla vinur minn vorsins langt að bíða. Í lofti bærast þýðir þá þúsundradda strengir. Fjóluangar fara á stjá fæðast góðir drengir. Seiðir til þín sunnanblær sólskinsdaga bjarta. Verði alltaf vinur kær vor í þínu hjarta. Þetta orti Hafsteinn Stefáns- son á 45 ára afmæli Guðna tengdaföður okkar. Þeir voru vin- ir frá fornu fari og skiptust á stökum og kvæðum. Guðni var mjög ljóðelskur og orti sjálfur töluvert. Það er gæfa fjölskyldunnar að hann skuli hafa tekið saman ljóðin sín og vísur fyrir um áratug. Við vorum mjög heppnar að eignast svona hressan og skemmtilegan tengdaföður þegar við kynntumst sonum hans fyrir u.þ.b. hálfri öld. Guðni og Gerða tengdamóðir okkar vildu allt fyrir okkur og börnin okkar gera og heimili þeirra stóð okkur alltaf opið. Það voru ófá jól og páskar sem við fylltum húsið í Dælengi á Selfossi þar sem þau bjuggu í 24 ár. Vegna náms bjuggum við tímabundið erlendis, Erna og Gunnar í Liverpool og Sara og Þórólfur í Danmörku og síðar í Bandaríkjunum. Þangað heim- sóttu þau okkur og létu ekki á sig fá þótt húsnæðið væri lítið, aðal- málið var að vera saman. Þá var oft spilað á kvöldin og þurfti að passa að Guðni sæi ekki á spilin okkar því hann var duglegur að svindla í spilum. Einnig voru ófá- ir skrúðgarðar skoðaðir en það var eitt af áhugamálum Guðna og bar garðurinn í Dælengi þess merki. Þar voru í sérstöku uppá- haldi bleikar dornrósir, bónda- rósir og tilklipptar sírenur. Alls staðar þar sem þau bjuggu voru ræktaðar kartöflur af sérstöku yrki. Síðustu árin varð Guðna tíð- rætt um æsku sína á Brekkum í Hvolhreppi. Sagði hann okkur sögur af Gunnu blindu sem fóstr- aði hann til sjö ára aldurs. Hún kenndi honum kvæði og bænir og þótti honum svo mikið vænt um hana að hann nefndi frumburð sinn í höfuðið á henni. Einnig varð honum tíðrætt um uppá- haldshundinn sinn Spora og hest- inn Tígul. Guðni var heilsu- hraustur og gat séð um hesta sína fram yfir nírætt. Með miklum söknuði og þakk- læti kveðjum við elskulegan tengdaföður, bóndann og bónda- soninn sem er jarðsettur á sjálfan bóndadaginn. Erna og Sara. Við bræður eigum einstakar minningar um afa. Að gista hjá ömmu og afa á Selfossi var eins og að fara til útlanda. Skrifstofa afa var fjársjóður. Gömul reiknivél með borða og stórum tökkum sem gáfu frá sér hljómfagra smelli. Blaðahnífur sem afi hlaut að hafa fundið í fjár- sjóðsleit. Afi átti rakvél af gamla skól- anum. Bursti með sápu sem hann löðraði á sér kinnarnar með og glæsileg rakvél sem geymdi hár- beitt rakvélarblaðið. Þessi athöfn var tilkomumikil og virðingar- verð. Afi var einstakur og lét manni líða eins og maður væri einstak- ur. Eins konar eyja skipti eldhús- inu á Selfossi í tvennt og frá um fimm ára aldri lagði afi ávallt fyr- ir mann próf við eyjuna þegar maður kom í heimsókn. Prófið fólst í að kanna hversu sterkur maður væri með því að reyna að lyfta afa, sem maður náði strax. Það var mikið afrek að ná að lyfta honum og manni tókst það alltaf. Hins vegar var hann sá eini af stóra fólkinu sem maður náði að lyfta. Þetta vakti mikil heilabrot. Þá var náð í baðvigtina og athug- að hvort t.d. pabbi, sem maður náði aldrei að lyfta, væri svona miklu þyngri en afi. En nei, pabbi reyndist vera léttari, samkvæmt vigtinni. En ávallt náði maður að lyfta afa, sem gaf manni trú á eig- in styrkleika, þótt hann væri svona valkvæður. Það var svo ekki fyrr en maður var orðinn stálpaðri að maður sá hvaðan styrkleikinn kom. Afi var þá að kanna styrkleika yngsta fjöl- skyldumeðlimsins og jú, sá litli lyfti honum eins og ekkert væri. En þá sá maður að afi, staðsettur milli eyjunnar og borðplötunnar við vegginn, lyfti sér sjálfur upp. Þó að hrekkur væri var maður alltaf sterkur í návist afa. Hann var nefnilega hrekkjalómur af guðs náð og spilaði langa leikinn, þ.e. hrekkti fólk svo það áttaði sig ekki á því fyrr en árum seinna. Til þess þarf skákheila. Eitt sinn stóð Svavar frammi fyrir því að þurfa að ná prófi í bókfærslu. Lítil áhersla hafði ver- ið lögð á námið, sem endurspegl- aðist í einkunnum kaflaprófanna: Núll, einn og tveir komma þrír. Hann stóð frammi fyrir falli. Afi tók þetta ekki í mál og bauð honum heim í kennslu. Við tóku þrír dagar frá morgni til kvölds. Á afa skyldi hlusta, og það gerði hann. Lokaeinkunn: 8,5. Hann var þá sakaður um að hafa svindlað á prófinu og feng- inn til viðtals hjá skólastjóra Verzlunarskólans. Ásökunin kom vegna misræm- is í einkunnum ársins og þar sem hann náði að leysa eitt dæmi sem einungis þrír höfðu leyst og að- ferð Svavars til úrlausnar var ekki notuð á þeim tíma. Hann sýndi þeim þá hvernig afi hafði kennt að leysa dæmið og var þá spurður: Hver kenndi þér að leysa þetta á þennan hátt? „Nú hann afi minn!“ sagði hann hátt og snjallt. „Hver er það?“ spurði bók- færslukennarinn. „Guðni B. Guðnason, kaup- félagsstjóri og tölusnillingur með meiru!“ „Já, þú meinar,“ sagði kennar- inn. Eftir það báðust þeir innilega afsökunar og bað bókfærslukenn- arinn um kveðju til afa, sem hafði skólað hann til sem krakka í vinnu hjá honum í Kaupfélaginu. Afi, þú kenndir að taka lífið ekki of alvarlega, að elska dýr, að virða sjálfan sig og að hrekkja fólk. Þínir prakkarar, Svavar og Hafsteinn. Guðni B. Guðnason - Fleiri minningargreinar um Guðna B. Guðnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Svavar Halldór Björnsson fæddist í Geitavík á Borgarfirði eystra 25. apríl 1947. Hann lést á gjörgæslunni í Fossvogi 9. janúar 2022. Foreldrar hans voru Björn Jónsson, f. 6. júlí 1916, d. 30. desem- ber 2010 og Þor- björg Jónsdóttir, f. 8. júlí 1923, d. 21. ágúst 2006. Systkini Svavars eru Jón Björns- son, f. 2. júlí 1945, Drengur Björnsson, f. 22. ágúst 1948, d. 10. maí 1950, Guðrún Björns- dóttir, f. 30. ágúst 1949, Birgir Björnsson, f. 7. júní 1952, Axel Andrés, f. 24. mars 1956, Þorbjörn Bjartmar, f. 8. októ- ber 1959, Geirlaug G., f. 19. desember 1960 og Ásdís, f. 27. júní 1964. Eiginkona Svav- ars er Líneik Har- aldsdóttir, f. 7. mars 1957. Þau byrjuðu búskap á Borg- arfirði eystra 1977 en hafa búið í Neskaupstað frá árinu 1981. Dætur Svavars og Líneikar eru Heiða Berglind, sjúkraliði og hjúkrunarfræðinemi, f. 16. ágúst 1978, maki Jón Hilmar tónlist- armaður, f. 16. febrúar 1976, börn þeirra eru Anton Bragi, f. 1996, Amelía Rún, f. 2000, sam- býlismaður Sigtryggur Tristan, f. 1997, sonur þeirra Erpur Ar- on, f. 2021, Matthildur Eik, f. 2005, kærasti Mateusz, f. 2004. Ásdís Fjóla, heilsunuddari og tanntæknir, f. 22. febrúar 1983, maki Vilberg Hafsteinn hár- skeri, f. 10. desember 1980, börn þeirra eru Svavar Krummi, f. 2014, Jón Rökkvi, f. 2017 og Kol- finna Líneik, f. 2021. Dóttir Svavars frá fyrra hjónabandi er Katrín Björk, f. 29. júlí 1972, maki Manuel Garcia Roman, f. 1970. Börn þeirra eru Daniel Nói, f. 1998, Viktor Máni, f. 2000, og Manuela Sirrý, f. 2005. Sonur af fyrra hjónabandi er Martin Sindri Rosenthal, f. 1991. Útförin fer fram frá Norð- fjarðarkirkju í dag, 21. janúar 2022, klukkan 13. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Það er komið að kveðjustund elsku pabbi. Mér finnst svo sárt að hugsa til þess að þú sért far- inn frá okkur en um leið er ég svo þakklát fyrir allar stundirnar, minningarnar og okkar góða og fallega samband sem fólst í dag- legum samskiptum ýmist með nærveru, spjalli og kaffibolla eða símtali þegar við vorum ekki á sama stað, landi eða landshluta. Að finna fyrir væntumþykju alla daga og hversu stoltur þú varst af þínum nánustu og sýndir áhuga á því sem við vorum að gera. Það var sama hvort um var að ræða í námi, leik eða starfi alltaf sýndir þú því áhuga sem við vorum að gera. Að mæta í íþróttahúsið, á fótboltavöllinn eða skíðasvæðið þegar krakkarn- ir voru að keppa í sínum íþróttum og hringja þegar þú hafðir ekki tök á að mæta og taka stöðuna. Að bjóða í próflokamáltíð sem var aldrei af verri endanum, lambalæri með öllu tilheyrandi. Svo mikið stúss á þér þegar „litla“ stelpan þín var búin í próf- um þó ég væri komin yfir fertugt. Það var svo yndislegt að sjá og finna hversu spenntur þú varst fyrir því að verða langafi. Það var svo gaman og fallegt að sjá hversu mikla ánægju Erp- ur Aron langafastrákur veitti þér og þú naust þess að fá að fylgjast með honum þroskast og dafna. Ég tala ekki um hvað þú varst spenntur að hann færi að labba sem hann náði nokkrum dögum áður en þú lést. Þú naust þess að vera úti í náttúrunni ýmist við skotveiðar, kasta fyrir silung eða fara í berjamó á fallegum haustdögum. Það verða viðbrigði að fá þig ekki í kaffi á morgnanna, seinni- partinn og stundum á kvöldin. Að þú bíðir ekki inn við göng þegar ég kem á hjólinu til að athuga hvað ég ætli að hjóla langt eða bara að spjalla um allt eða ekk- ert. Að bíða eftir mér fyrir utan heima þegar ég kem úr vinnu svo við getum tekið einn bolla. Að fá ekki símtal þegar við erum ekki á sama stað eða mynd af skallanum á þér á snappinu sem þú sendir án þess að vita af því og hlæja að því saman. Þú varst ekki maður margra orða enda þarf ekki alltaf að segja eitthvað heldur var það hlýjan og væntumþykjan sem ég fann svo vel fyrir frá þér. Þú leit- aðir mikið til mín ef þú varst slappur eða þurftir ráð við ein- hverju sem ég gat ekki alltaf gef- ið en reyndi ég þá eftir bestu getu að leita mér upplýsinga til að geta miðlað áfram til þín. Eins fór ég oftast eftir þínum ráðum þegar ég þurfti að fara eitthvað því þú varst alltaf með veður og færð á hreinu og hvenær best væri fyrir mig að fara af stað háð veðri og færð. Þú fylgdist svo grannt með hvernig ferðalagið gengi og hringdir reglulega á meðan ég fór á milli staða. Snapchat var hans helsti sam- félagsmiðill og deildi hann stað- setningu sinni og fylgdist með ferðum okkar á snap map. Eins og það er gott að elska og njóta með sínum nánustu þá er svo sárt að sakna og þurfa að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Ég mun alltaf elska þig elsku besti pabbi minn og hugsa til þín með hlýju, ást og kærleika sem þú varst ekki spar á að umvefja okk- ur. Takk fyrir allt elsku pabbi. Þín Heiða. Þegar ég minnist Svavars bróður er sterk minning tengd systkinahópnum sem fæddur var fyrir og um miðja síðustu öld og þjóðfélagið að breytast ört. Við bjuggum þröngt í Gamla bænum í Geitavík sem hitaður var upp með kolum og lýstur upp með ol- íu. Við vorum bændur og lifðum á því sem landið gaf, veiddum fisk og fugl höfðum kýr, kindur og hænur. Alltaf nóg að borða. Allt unnið heima, engin tól og tæki sem léttu verkin utan örfárra handverkfæra. Ég sé okkur börnin hlaupandi um túnið skoppandi gjörðum, hoppandi á blöðrum, rennandi á sleðum og skíðum í „Gelinu“. Svavar útbjó sér stökkpall og iðkaði skíðastökk eins og norskur skíðakappi. Við lékum með horn og bein, veiddum lækjarlontur og lékum í fjörunni. Svavar gerðist mikill fjörulalli, hann fór snemma að veiða rauðmaga og silung. Var það mikil búbót fyrir heimilið, man ég eftir honum koma með 20-30 rauðmaga sem hann þræddi upp á stöngina og lagði yfir herðarnar á heimleið. Svavar var orkumikill krakki, hann hljóp alltaf þegar hann langaði að fara af bæ. Það sást stundum undir iljarnar á honum hlaupa af stað er átti að fara að gera eitthvað því hann forðaðist rollustand og heyskap. Við fluttum í nýja húsið 1956, þá var farið að fjölga á bæjunum og meira fjör í leikjunum á Tung- unni, slagbolti, fótbolti o.fl. Svav- ar hafði áhuga á íþróttum enda voru þær mikið stundaðar á Borgarfirði, hann var í fótbolta í marki og sögðust menn vera hræddir að skjóta á markið þeg- ar Svavar væri þar því hann henti sér á boltann svo menn voru hræddir um að sparka í hausinn á honum. Hann æfði líka frjálsar íþróttir og keppti á mót- um. Hann eignaðist bók með æf- ingakerfi sem kennt var við Charles Atlas, mikinn vaxta- ræktarfrömuð. Hann æfði af kappi enda kappsamur við allt sem hann hafði áhuga á. Alltaf var veiðiskapurinn efst í huga hans, fékk hann að fara með byssu þegar pabbi treysti honum til þess fljótlega eftir fermingu. Hann var ekki mjög gamall þegar hann fékk leyfi til að liggja fyrir tófu uppi í fjalli, dró hann þangað kálfshræ til að leggja fyrir tófuna. Fór síðan um kvöldið og ætlaði að liggja úti um nóttina, hún reyndist lengri en hann hafði vonað og engin tófa, hvammurinn er síðan kallaður Kálfsbotn. Margar tófur hefur hann veitt síðan og unnið mörg greni. Hann veiddi allt sem veiða mátti eftir að hann fullorðnaðist og hafa verið kræsingar eins og rjúpur og hreindýr á borðum hans nánustu sem og hjá land- anum á hátíðum. Hann var sagð- ur hafa einstaka næmni gagnvart dýrum og umhverfinu þegar hann var á veiðum. Svavar byrj- aði ungur að fara á sjóinn með Fúsa sem skólaði hann til sjó- mennsku sem hann stundaði lengi fram eftir ásamt annarri vinnu. Hans tómstundir voru veiði- skapur, taflmennska og bridds en það spilaði hann mikið hin seinni ár með félögum sínum á Norðfirði þar sem hann bjó ásamt konu sinni Líneik og börn- um. Ég kveð Svavar bróður minn með söknuði og þakka samfylgd- ina. Ég veit að það verður vel tekið á móti honum af pabba, mömmu og Litla, bróður okkar. Hvíl í friði, bróðir minn. Guðrún. Svavar Halldór Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.